Reyna að leggja stein í götu nýkjörins forseta Gvatemala Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2023 08:50 Bernardo Arévalo og Karin Herrera (t.h.), varaforsetaefni hans, fagna stuðningsmönnum sínum eftir sigur hans í annarri umferð forsetakosninganna í Gvatemala í gær. AP/Moises Castillo Bernardo Arévalo, frjálslyndur utangarðsmaður í stjórnmálum, fór með afgerandi sigur af hólmi i forsetakosningum í Gvatemala í gær. Óljóst er þó hvort að Arévalo fái að taka við embættinu þar sem ríkissaksóknari landsins reynir nú að lýsa stjórnmálaflokk hans ólöglegan. Arévalo hlaut 58 prósent greiddra atkvæða gegn 37 prósentum Söndru Torres, fyrrverandi forsetafrúar landsins, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum þegar öll atkvæði höfðu verið talin. AP-fréttastofan segir að kjósendur hafi fylkt sér að baki Arévalo til þess að snupra valdastétt landsins vegna áskana um landlæga spillingu. Yfir Arévalo hangir þó möguleikinn á að vera dæmdur úr leik. Klukkustund áður en úrslit fyrri umferðar kosninganna voru staðfest í síðasta mánuði tilkynnti embætti ríkissaksóknara að það væri að rannsaka undirskriftir sem Fræhreyfing Arévalo safnaði þegar flokkurinn var skráður fyrir nokkrum árum. Dómari felldi skráningu flokksins tímabundið úr gildi en þeim úrskurði var snúið við á æðra dómstigi. Dómstólar bönnuðu nokkrum frambjóðendum sem hefðu getað ógnað sitjandi valdhöfum að bjóða sig fram í kosningum, að sögn New York Times. „Við vitum að það eru pólitískar ofsóknir í gangi í gegnum stofnanir, saksóknaraembætti og dómara sem hafa verið innlimaðir með spilltum hætti. Við viljum telja að kraftur þessa sigur geri það ljóst að það er ekki hægt að reyna að stöðva kosningaferlið. Gvatemalska þjóðin hefur talað afdráttarlaust,“ sagði Arévalo í gærkvöldi. Fullyrti Arévalo að Alejandri Giammattei, fráfarandi forseti, hafi óskað sér til hamingju og sagt honum að þeir skyldu byrja að undirbúa valdaskiptin daginn eftir að úrslitin verða staðfest. Kjörtímabili Giammattei lýkur 14. janúar. Sandra Torres, frambjóðandi UNE-flokksins og fyrrverandi forsetafrú Gvatemala.AP/Santiago Billy Annað hvort vísað frá eða valdalaus Edmond Mulet, fyrrverandi þingforseti sem bauð sig fram í fyrri umferð kosninganna, segir AP að tvennt sé líklegast í stöðunni. Dómstólar gætu fellt skráningu Fræhreyfingarinnar úr gildi en Arévalo fengi að taka við embætti forseta. Þingmenn flokksins, sem væru þegar í minnihluta, gætu ekki gegnt stjórnunarstöðum eða stýrt þingnefndum. Vantrauststillögur yrðu líklega strax bornar fram gegn Arévalo til þess að setja hann af. Hinn möguleikinn sé að framboð Arévalo verði ógilt og honum meinað að taka við embættinu þrátt fyrir úrslitin. Miðjumaður og baráttumaður gegn spillingu Arévalo er 64 ára gamall félagsfræðingur að mennt, sonur Juan José Arévalo, fyrrverandi forseta Gvatemala, sem var hrakinn í útlegð á sjötta áratug síðustu aldar. Forsetaefnið fæddist þannig í Úrúgvæ og ólst upp í Venesúela, Síle og Mexíkó. Það var ekki fyrr en hann var táningur að aldri sem Arévalo sneri aftur til Gvatemala. Hann þykir miðjumaður í gvatemölskum stjórnmálum en aðalkosningamál hans var spillingin sem plagar landið og er sögð eiga mikinn þátt í áköfum atgervisflótta þaðan norður til Bandaríkjanna. Arévalo var þingmaður Fræhreyfingarinnar sem var stofnuð árið 2017 þegar hann var valinn forsetaefni hennar. Frambjóðandinn er gagnrýninn á stjórn vinstrimannsins Daniels Ortega í nágrannalandinu Níkaragva sem er á hraðri leið í einræðisátt. Arévalo er engu að síður lýst sem vinstrisinnaðasta forsetaframbjóðandanum sem nær svo langt frá því að lýðræði var komið aftur á eftir þriggja áratuga valdatíð harkalegrar herforingjastjórnar árið 1985. Gvatemala Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Arévalo hlaut 58 prósent greiddra atkvæða gegn 37 prósentum Söndru Torres, fyrrverandi forsetafrúar landsins, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum þegar öll atkvæði höfðu verið talin. AP-fréttastofan segir að kjósendur hafi fylkt sér að baki Arévalo til þess að snupra valdastétt landsins vegna áskana um landlæga spillingu. Yfir Arévalo hangir þó möguleikinn á að vera dæmdur úr leik. Klukkustund áður en úrslit fyrri umferðar kosninganna voru staðfest í síðasta mánuði tilkynnti embætti ríkissaksóknara að það væri að rannsaka undirskriftir sem Fræhreyfing Arévalo safnaði þegar flokkurinn var skráður fyrir nokkrum árum. Dómari felldi skráningu flokksins tímabundið úr gildi en þeim úrskurði var snúið við á æðra dómstigi. Dómstólar bönnuðu nokkrum frambjóðendum sem hefðu getað ógnað sitjandi valdhöfum að bjóða sig fram í kosningum, að sögn New York Times. „Við vitum að það eru pólitískar ofsóknir í gangi í gegnum stofnanir, saksóknaraembætti og dómara sem hafa verið innlimaðir með spilltum hætti. Við viljum telja að kraftur þessa sigur geri það ljóst að það er ekki hægt að reyna að stöðva kosningaferlið. Gvatemalska þjóðin hefur talað afdráttarlaust,“ sagði Arévalo í gærkvöldi. Fullyrti Arévalo að Alejandri Giammattei, fráfarandi forseti, hafi óskað sér til hamingju og sagt honum að þeir skyldu byrja að undirbúa valdaskiptin daginn eftir að úrslitin verða staðfest. Kjörtímabili Giammattei lýkur 14. janúar. Sandra Torres, frambjóðandi UNE-flokksins og fyrrverandi forsetafrú Gvatemala.AP/Santiago Billy Annað hvort vísað frá eða valdalaus Edmond Mulet, fyrrverandi þingforseti sem bauð sig fram í fyrri umferð kosninganna, segir AP að tvennt sé líklegast í stöðunni. Dómstólar gætu fellt skráningu Fræhreyfingarinnar úr gildi en Arévalo fengi að taka við embætti forseta. Þingmenn flokksins, sem væru þegar í minnihluta, gætu ekki gegnt stjórnunarstöðum eða stýrt þingnefndum. Vantrauststillögur yrðu líklega strax bornar fram gegn Arévalo til þess að setja hann af. Hinn möguleikinn sé að framboð Arévalo verði ógilt og honum meinað að taka við embættinu þrátt fyrir úrslitin. Miðjumaður og baráttumaður gegn spillingu Arévalo er 64 ára gamall félagsfræðingur að mennt, sonur Juan José Arévalo, fyrrverandi forseta Gvatemala, sem var hrakinn í útlegð á sjötta áratug síðustu aldar. Forsetaefnið fæddist þannig í Úrúgvæ og ólst upp í Venesúela, Síle og Mexíkó. Það var ekki fyrr en hann var táningur að aldri sem Arévalo sneri aftur til Gvatemala. Hann þykir miðjumaður í gvatemölskum stjórnmálum en aðalkosningamál hans var spillingin sem plagar landið og er sögð eiga mikinn þátt í áköfum atgervisflótta þaðan norður til Bandaríkjanna. Arévalo var þingmaður Fræhreyfingarinnar sem var stofnuð árið 2017 þegar hann var valinn forsetaefni hennar. Frambjóðandinn er gagnrýninn á stjórn vinstrimannsins Daniels Ortega í nágrannalandinu Níkaragva sem er á hraðri leið í einræðisátt. Arévalo er engu að síður lýst sem vinstrisinnaðasta forsetaframbjóðandanum sem nær svo langt frá því að lýðræði var komið aftur á eftir þriggja áratuga valdatíð harkalegrar herforingjastjórnar árið 1985.
Gvatemala Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira