Hinn 31 árs gamli Neymar gekk í raðir Al Hilal á dögunum og er með stærstu kaupum deildarinnar í Sádi-Arabíu en fjárfestingasjóður landsins – sem á fjögur stærstu félögin þar í landi sem og Newcastle United í Englandi – hefur fest kaup á fjöldanum öllum af heimsþekktum leikmönnum í sumar.
Neymar kostaði drjúgan skilding sem og hann fær ýmis fríðindi fyrir það eitt að semja við Al Hilal.
Eitthvað er í að leikmaðurinn muni spila sinn fyrsta leik í deildinni þar sem hann er að glíma við meiðsli um þessar mundir. Hann er þó mættur til Sádi-Arabíu og kom með stæl ef svo má að orði komast.
Í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum má sjá flugvélina sem kom leikmanninum og fylgdarliði hans til Sádi-Arabíu. Um einkaflugvél var að ræða þó svo að lítið bæjarfélag á Íslandi kæmist eflaust fyrir í vélinni. Myndbandið má sjá hér að neðan.
Neymar flying private from Paris to Riyadh, Saudi Arabia on a custom Boeing 747
— Bleacher Report (@BleacherReport) August 20, 2023
The plane was sent by Saudi Arabian Prince Alwaleed bin Talal
(via @AviationWG) pic.twitter.com/pg8h7BrLBJ
Al Hilal er með fjögur stig að loknum tveimur umferðum í Sádi-Arabíu.