Hrútar þuklaðir á Íslandsmeistaramóti í hrútadómum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. ágúst 2023 12:31 Keppt er í tveimur flokkum í þuklinu, vanir og óvanir. Aðsend Það verður mikið um þukl á Sauðfjársetrinu á Ströndum í dag því þar fer fram árlegt Íslandsmót þar sem hrútar eru þuklaðir í bak og fyrir. Þá verða nokkur úrvals líflömb frá bændum á Ströndum og í Reykhólasveit í vinning í happdrætti dagsins. Það er alltaf mikil stemning á Íslandsmeistaramótinu í hrútadómum á Sauðfjársetrinu í Sævangi en mótið fagnar 20 ára afmæli í dag og hefst klukkan tvö. Fjöldi fólks mætir alltaf til að fylgjast með Íslandsmeistaramótinu og fær sér svo síðan kjötsúpu eða veitingar af kaffihlaðborðinu á eftir. Matthías Sævar Lýðsson, sauðfjárbóndi á bænum Húsavík við Steingrímsfjörð á Ströndum er einn af starfsmönnum Íslandsmótsins. „Þá safnast fólk saman, sem hefur yndi af sauðkindum og sérstaklega hrútum og þreifar þá og þuklar til að reyna að komast, sem næst því að raða þeim í gæðaröð eftir dómstiga, sem notaður er í sauðfjárræktinni,” segir Matthías. Matthías segir að tveir flokkar keppi, annars vega vanir þuklarar og svo óvanir. „Hjá óvönum er það kannski fólk, sem er jafnvel hrætt við kindur og heldur að þær bíti eða horfi illilega á það eða leggi álög á þau en það er engin hætta á því því kindur eru afskaplega ljúfar og yndislegar skepnur,” segir hann og heldur áfram. „Sá hópur, þessir óvönu mega koma með hvaða röksemdir, sem er til þess að raða hrútunum í rétta röð. Þeir þurfa ekkert endilega að þukla þá, það er nóg að horfa hvort þeir eru með brún eða blá augu, eða hvort þeir eru með reist eyru eða hvort þeir jarma fallega eða hvort þeir eru með langan dindil. Það er skemmtunin við þetta.” En hversu fast eða laust á að þukla hrútana? „Það er best að þukla með því að ekki kítla hrútinn heldur átt þú að taka þéttingsfast og lætur vöðva hrútsins fylla greipina vel. Þú mátt alveg klóra honum á bak við eyrun og skoða upp í hann hvort hann er með fallegar tennur en þetta snýst um það að finna vöðvamassann,” segir Matthías spenntur fyrir deginum. Heimasíða setursins Strandabyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Það er alltaf mikil stemning á Íslandsmeistaramótinu í hrútadómum á Sauðfjársetrinu í Sævangi en mótið fagnar 20 ára afmæli í dag og hefst klukkan tvö. Fjöldi fólks mætir alltaf til að fylgjast með Íslandsmeistaramótinu og fær sér svo síðan kjötsúpu eða veitingar af kaffihlaðborðinu á eftir. Matthías Sævar Lýðsson, sauðfjárbóndi á bænum Húsavík við Steingrímsfjörð á Ströndum er einn af starfsmönnum Íslandsmótsins. „Þá safnast fólk saman, sem hefur yndi af sauðkindum og sérstaklega hrútum og þreifar þá og þuklar til að reyna að komast, sem næst því að raða þeim í gæðaröð eftir dómstiga, sem notaður er í sauðfjárræktinni,” segir Matthías. Matthías segir að tveir flokkar keppi, annars vega vanir þuklarar og svo óvanir. „Hjá óvönum er það kannski fólk, sem er jafnvel hrætt við kindur og heldur að þær bíti eða horfi illilega á það eða leggi álög á þau en það er engin hætta á því því kindur eru afskaplega ljúfar og yndislegar skepnur,” segir hann og heldur áfram. „Sá hópur, þessir óvönu mega koma með hvaða röksemdir, sem er til þess að raða hrútunum í rétta röð. Þeir þurfa ekkert endilega að þukla þá, það er nóg að horfa hvort þeir eru með brún eða blá augu, eða hvort þeir eru með reist eyru eða hvort þeir jarma fallega eða hvort þeir eru með langan dindil. Það er skemmtunin við þetta.” En hversu fast eða laust á að þukla hrútana? „Það er best að þukla með því að ekki kítla hrútinn heldur átt þú að taka þéttingsfast og lætur vöðva hrútsins fylla greipina vel. Þú mátt alveg klóra honum á bak við eyrun og skoða upp í hann hvort hann er með fallegar tennur en þetta snýst um það að finna vöðvamassann,” segir Matthías spenntur fyrir deginum. Heimasíða setursins
Strandabyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira