Hrútar þuklaðir á Íslandsmeistaramóti í hrútadómum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. ágúst 2023 12:31 Keppt er í tveimur flokkum í þuklinu, vanir og óvanir. Aðsend Það verður mikið um þukl á Sauðfjársetrinu á Ströndum í dag því þar fer fram árlegt Íslandsmót þar sem hrútar eru þuklaðir í bak og fyrir. Þá verða nokkur úrvals líflömb frá bændum á Ströndum og í Reykhólasveit í vinning í happdrætti dagsins. Það er alltaf mikil stemning á Íslandsmeistaramótinu í hrútadómum á Sauðfjársetrinu í Sævangi en mótið fagnar 20 ára afmæli í dag og hefst klukkan tvö. Fjöldi fólks mætir alltaf til að fylgjast með Íslandsmeistaramótinu og fær sér svo síðan kjötsúpu eða veitingar af kaffihlaðborðinu á eftir. Matthías Sævar Lýðsson, sauðfjárbóndi á bænum Húsavík við Steingrímsfjörð á Ströndum er einn af starfsmönnum Íslandsmótsins. „Þá safnast fólk saman, sem hefur yndi af sauðkindum og sérstaklega hrútum og þreifar þá og þuklar til að reyna að komast, sem næst því að raða þeim í gæðaröð eftir dómstiga, sem notaður er í sauðfjárræktinni,” segir Matthías. Matthías segir að tveir flokkar keppi, annars vega vanir þuklarar og svo óvanir. „Hjá óvönum er það kannski fólk, sem er jafnvel hrætt við kindur og heldur að þær bíti eða horfi illilega á það eða leggi álög á þau en það er engin hætta á því því kindur eru afskaplega ljúfar og yndislegar skepnur,” segir hann og heldur áfram. „Sá hópur, þessir óvönu mega koma með hvaða röksemdir, sem er til þess að raða hrútunum í rétta röð. Þeir þurfa ekkert endilega að þukla þá, það er nóg að horfa hvort þeir eru með brún eða blá augu, eða hvort þeir eru með reist eyru eða hvort þeir jarma fallega eða hvort þeir eru með langan dindil. Það er skemmtunin við þetta.” En hversu fast eða laust á að þukla hrútana? „Það er best að þukla með því að ekki kítla hrútinn heldur átt þú að taka þéttingsfast og lætur vöðva hrútsins fylla greipina vel. Þú mátt alveg klóra honum á bak við eyrun og skoða upp í hann hvort hann er með fallegar tennur en þetta snýst um það að finna vöðvamassann,” segir Matthías spenntur fyrir deginum. Heimasíða setursins Strandabyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Það er alltaf mikil stemning á Íslandsmeistaramótinu í hrútadómum á Sauðfjársetrinu í Sævangi en mótið fagnar 20 ára afmæli í dag og hefst klukkan tvö. Fjöldi fólks mætir alltaf til að fylgjast með Íslandsmeistaramótinu og fær sér svo síðan kjötsúpu eða veitingar af kaffihlaðborðinu á eftir. Matthías Sævar Lýðsson, sauðfjárbóndi á bænum Húsavík við Steingrímsfjörð á Ströndum er einn af starfsmönnum Íslandsmótsins. „Þá safnast fólk saman, sem hefur yndi af sauðkindum og sérstaklega hrútum og þreifar þá og þuklar til að reyna að komast, sem næst því að raða þeim í gæðaröð eftir dómstiga, sem notaður er í sauðfjárræktinni,” segir Matthías. Matthías segir að tveir flokkar keppi, annars vega vanir þuklarar og svo óvanir. „Hjá óvönum er það kannski fólk, sem er jafnvel hrætt við kindur og heldur að þær bíti eða horfi illilega á það eða leggi álög á þau en það er engin hætta á því því kindur eru afskaplega ljúfar og yndislegar skepnur,” segir hann og heldur áfram. „Sá hópur, þessir óvönu mega koma með hvaða röksemdir, sem er til þess að raða hrútunum í rétta röð. Þeir þurfa ekkert endilega að þukla þá, það er nóg að horfa hvort þeir eru með brún eða blá augu, eða hvort þeir eru með reist eyru eða hvort þeir jarma fallega eða hvort þeir eru með langan dindil. Það er skemmtunin við þetta.” En hversu fast eða laust á að þukla hrútana? „Það er best að þukla með því að ekki kítla hrútinn heldur átt þú að taka þéttingsfast og lætur vöðva hrútsins fylla greipina vel. Þú mátt alveg klóra honum á bak við eyrun og skoða upp í hann hvort hann er með fallegar tennur en þetta snýst um það að finna vöðvamassann,” segir Matthías spenntur fyrir deginum. Heimasíða setursins
Strandabyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira