Fjöldi manna sem vilji níðast á viðkvæmum konum leynist á Íslandi Bjarki Sigurðsson skrifar 19. ágúst 2023 19:13 Drífa Snædal er talskona Stígamóta. Vísir/Dúi Talskona Stígamóta segir þolendur mansals sem sendir eru á götur Íslands vera verulega útsetta fyrir ofbeldi. Hér á Íslandi leynist fjöldi fólks sem vilji níðast á konunum. Í gær sendu yfir tuttugu félagasamtök frá sér tilkynningu þar sem vakin var athygli á áhyggjum þeirra á alvarlegri stöðu fólks á flótta hér á landi. Kom meðal annars fram að ný útlendingalög sem dómsmálaráðherra kom í gegn fyrr á árinu standist ekki þær mannréttindaskuldbindingar sem stjórnvöld hafa gengist undir. Stígamót voru ein þeirra samtaka sem skrifuðu undir tilkynninguna. Segir talskona þeirra að fjöldi skjólstæðinga þeirra séu þolendur mansals sem náð hafa að flýja hingað til lands. „Við teljum sem svo að þær konur sem hafa verið að flýja mansal hingað til Íslands að þær eru í stórhættu á að verða aftur þolendur mansals þegar þær flytja út. Síðan er það þannig að það er alveg ótrúlegt magn af mönnum sem eru til í að níðast á þeim hér á landi líka. Það höfum við líka séð. Þær eru í mikilli hættu og fólk sem er í þessari stöðu almennt,“ segir Drífa. Boða til samráðsfundar Hún segir það algjörlega óboðlegt að horfa upp á stofnanir, embætti og stjórnmálamenn reyna að kasta flóttamannavandanum sín á milli. Klippa: Boða ráðherra til fundar Samtökin sem skrifuðu undir tilkynninguna hafa boðað til samráðsfundar á mánudaginn og hefur verið óskað eftir nærveru fimm ráðherra úr ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. „Við ætlum að kynna fyrir þeim þann raunveruleika sem birtist okkur og krefjast viðbragða. Þetta getur ekki verðið svona og allir þeir sem búa yfir þeirri vitneskju um hvað staðan er grafalvarleg geta ekki staðið hjá,“ segir Drífa. Samfélag örvæntingarfulls fólks Hún segir að það þurfi að bregðast við sem fyrst. „Þetta er fólk sem er neðanjarðar, getu rekki farið til heimalands síns út af einhverjum ástæðum. Þannig við erum að búa til samfélag örvæntingarfulls fólks. Þetta er mjög berskjaldaður hópur vegna mansals, afbrota ofbeldis og fleira,“ segir Drífa að lokum. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mansal Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Sjá meira
Í gær sendu yfir tuttugu félagasamtök frá sér tilkynningu þar sem vakin var athygli á áhyggjum þeirra á alvarlegri stöðu fólks á flótta hér á landi. Kom meðal annars fram að ný útlendingalög sem dómsmálaráðherra kom í gegn fyrr á árinu standist ekki þær mannréttindaskuldbindingar sem stjórnvöld hafa gengist undir. Stígamót voru ein þeirra samtaka sem skrifuðu undir tilkynninguna. Segir talskona þeirra að fjöldi skjólstæðinga þeirra séu þolendur mansals sem náð hafa að flýja hingað til lands. „Við teljum sem svo að þær konur sem hafa verið að flýja mansal hingað til Íslands að þær eru í stórhættu á að verða aftur þolendur mansals þegar þær flytja út. Síðan er það þannig að það er alveg ótrúlegt magn af mönnum sem eru til í að níðast á þeim hér á landi líka. Það höfum við líka séð. Þær eru í mikilli hættu og fólk sem er í þessari stöðu almennt,“ segir Drífa. Boða til samráðsfundar Hún segir það algjörlega óboðlegt að horfa upp á stofnanir, embætti og stjórnmálamenn reyna að kasta flóttamannavandanum sín á milli. Klippa: Boða ráðherra til fundar Samtökin sem skrifuðu undir tilkynninguna hafa boðað til samráðsfundar á mánudaginn og hefur verið óskað eftir nærveru fimm ráðherra úr ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. „Við ætlum að kynna fyrir þeim þann raunveruleika sem birtist okkur og krefjast viðbragða. Þetta getur ekki verðið svona og allir þeir sem búa yfir þeirri vitneskju um hvað staðan er grafalvarleg geta ekki staðið hjá,“ segir Drífa. Samfélag örvæntingarfulls fólks Hún segir að það þurfi að bregðast við sem fyrst. „Þetta er fólk sem er neðanjarðar, getu rekki farið til heimalands síns út af einhverjum ástæðum. Þannig við erum að búa til samfélag örvæntingarfulls fólks. Þetta er mjög berskjaldaður hópur vegna mansals, afbrota ofbeldis og fleira,“ segir Drífa að lokum.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mansal Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Sjá meira