Enski boltinn

Eftir­sóttur af Man City en sætir rann­sókn vegna mögu­legra brota á veð­mála­reglum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hamarinn Lucas Paquetá gæti verið í basli.
Hamarinn Lucas Paquetá gæti verið í basli. EPA-EFE/ISABEL INFANTES

Lucas Paquetá, miðjumaður brasilíska landsliðsins í knattspyrnu og West Ham United í ensku úrvalsdeildinni, sætir nú rannsókn vegna mögulegra brota á veðmálareglum enska og Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA.

Hinn 25 ára gamli Paquetá hefur undanfarið verið í fréttum þar sem Englandsmeistarar Manchester City vilja fá hann í sínar raðir. Fréttaflutningurinn hefur tekið nú tekið ákveðna beygju en á föstudagskvöld var greint frá því að leikmaðurinn væri undir rannsókn.

Samkvæmt fréttamiðlum í Englandi, þar á meðal Sky Sports, ku Paquetá hafa brotið veðmálareglur er hann lék enn í heimalandi sínu Brasilíu. Leikmaðurinn neitar sök.

Í frétt Sky Sports segir að möguleg vistaskipti Paquetá til Man City séu í biðstöðu vegna málsins. Sem stendur hefur Man City ekki boðið uppsett verð en talið er að Hamrarnir vilji svipaða upphæð og Declan Rice fór til Arsenal á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×