Nylon saman á ný Íris Hauksdóttir skrifar 20. ágúst 2023 08:13 Söngsveitin Nylon steig aftur á svið eftir margra ára fjarveru. Elísabet Blöndal. Tæp tuttugu ár eru síðan stúlknasveitin Nylon steig fyrst á svið. Eftir að hafa slegið í gegn á Íslandi starfaði sveitin í Bretlandi en eftir að ein söngkonan hætti fluttust hinar þrjár til Los Angeles þar sem þær komu fram allt til ársins 2015. Í fyrsta sinn síðan árið 2007 steig hinn upprunalegi Nylon hópur á svið á Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. Þar fluttu þær lagið Einu sinni enn, sem nú er hægt er að nálgast á Spotify. Það þarf varla að kynna þær Steinunni Camillu Sigurðardóttur, Ölmu Guðmundsdóttur, Klöru Elíasdóttur og Emilíu Björg Óskarsdóttur sem upphaflega skipuðu hljómsveitina Nylon, popphljómsveit sem var skipuð af Einari Bárðarsyni. Fyrsta lagið þeirra, Lög unga fólksins, kom þeim á kortið og haustið sama ár kom fyrsta plata þeirra út, 100% Nylon. Ári síðar kom svo platan Góðir hlutir. Fljótlega flutti sveitin til Bretlands þar sem hún kom meðal annars fram á Wembley og túraði með hljómsveitum á borð við Westlife og Girls Aloud. Charlies varð til Eftir þrjú ár af ævintýrum sagði Emilía skilið við hljómsveitina og segir Steinunn að næstu tvö ár á eftir hafi hinar þrjár verið óvissar um hvert framhaldið yrði. Þó vissan um að halda áfram við að skapa tónlist hafi aldrei horfið úr huga þeirra. Úr varð hljómsveitin Charlies og fluttist þríeykið til Los Angeles árið 2009 þar sem þær störfuðu allt til ársins 2015. Eftir það fóru þær hver í sína áttina. Gat ekki snúið aftur heim Alma er sú eina sem enn er búsett í borg englanna en hún starfar þar við lagasmíðar. „Eftir að við gerðum plötusamning við Hollywood Records árið 2009 hef ég ekki snúið aftur heim. Ég hafði verið að semja fyrir bandið en eftir að Charlies ævintýrinu lauk hef ég samið fyrir aðra. Í dag er ég í fullu starfi sem lagahöfundur. Ég sem aðallega popp- og danstónlist fyrir markaðinn í Evrópu og Kóreu.“ Sneri aftur í miðjum heimsfaraldri Klara var jafnframt búsett lengi í Los Angeles en flutti til Íslands í miðjum heimsfaraldri. Stelpurnar í Nylon hafa engu gleymt. Elísabet Blöndal „Ég vann lengst af sem lagahöfundur en vildi komast nær fjölskyldunni minni í Covid. Í kjölfarið fór ég að gefa út tónlist undir mínu nafni. Í dag titla ég mig bæði sem söngkonu og lagahöfund enda starfa ég við hvort tveggja og finnst bæði betra.“ Emilía hefur fengist við ýmis verkefni undanfarin ár og segir flest þeirra tengd tónlist: „Ég var um tíma með söngskóla fyrir börn og unglinga sem var virkilega skemmtilegt.“ Stofnaði Iceland Sync Steinunn fann sig hins vegar betur innan viðskiptahliðarinnar og stofnaði ásamt Soffíu Kristínu fyrirtækið Iceland Sync. „Við höfum verið að vinna með íslensku tónlistarfólki varðandi umboð, útgáfumál og tónleikahald en undanfarin ár höfum við lagt mikla áherslu á að byggja upp umhverfi fyrir lagahöfunda.“ Núna var rétti tíminn Spurðar hvers vegna þær séu að koma aftur saman núna segir Alma að tíminn hafi allt í einu verið réttur. „Okkur langaði einfaldlega að koma saman og halda upp á tuttugu ára afmælið okkar sem hljómsveit. Eftir að sú ákvörðun var tekin höfum við heyrst daglega.“ Klara ítrekar að fram að þessu hafi þeim ekki þótt tíminn vera réttur. Á bakvið tjöldin. Elísabet Blöndal „Við erum búnar að afþakka allskyns boð um reunion undanfarin ár því okkur fannst það hvorki tímabært né fundum fyrir lönguninni. Það var ekki fyrr en ég steig af sviðinu eftir risastóran viðburð í fyrra að ég áttaði ég mig á því hvað mig langaði til að upplifa þetta einu sinni enn með stelpunum. Við vorum svo litlar þegar við komum fram kvöld eftir kvöld fyrir framan þúsundir áhorfenda. Allt í einu fylltist ég löngun að upplifa þetta aftur þeim þeim á fullorðins aldri. Syngja lögin okkar, hlið við hlið og gera þetta á eigin forsendum. Við ákváðum að kýla á þetta.“ „Já þetta var einkennilega eðlilegt,“ bætir Steinunn við og heldur áfram. „Eftir svo mörg ár af nei aldrei yfir í jú núna – einu sinni enn.“ Tenging sem fáir skilja Emilía segir það einkum og sér í lagi dýrmætt að njóta samvistanna á ný. Stelpurnar segja tenginguna sín á milli eitthvað sem fáir skilji.Elísabet Blöndal „Við eigum tengingu sem fáir skilja. Undanfarið ár hefur verið algjörlega frábært í allskyns pælingum og skipulagningu. Fyrst og fremst styðjum við hver aðra í öllum þeim verkefnum sem við erum að takast á við hverju sinni en að fá tækifæri til að vinna saman aftur er ómetanlegt.“ Lagið varð til í gríni í Los Angeles Nylon frumflutti sem fyrr segir nýja lagið sitt, Einu sinni enn, á tónleikum Rásar 2 á Menningarnótt en blaðakonu leikur forvitni á að vita hvort von sé á frekara efni? „Lagið varð til í hálfgerðu gríni í Los Angeles þegar ég var þar stödd að vinna og gisti hjá Ölmu,“ segir Klara og heldur áfram. „Ég sagði eitthvað á þá leið hvað það væri fyndið að gera lag sem myndi heita Einu sinni enn og Ed, meðhöfundur okkar, greip línuna á lofti, hljóp til og sótti gítarinn. Klukkustund síðar varð lagið til. Við Alma gerðum svo textann saman,“ segir Klara og Alma tekur við. Afmælisgjöf til okkar allra „Textinn er saminn til hvor annarrar en hann getur líka allt eins átt við um ástvini sem maður hefur ekki séð lengi eða hafa fallið frá.“ Nýjasta lagið er samið til sveitarinnar allrar þó flestir geti á einhvern hátt túlkað það til sín.Elísabet Blöndal „Já, okkur langaði að eiga þetta saman einu sinni enn,“ bætir Steinunn við og heldur áfram. „Bara það að upplifa að vera saman á sviði og fagna velferðinni sem og endurupplifa ævintýrin okkar. Lagið er í raun okkar afmælisgjöf og þegar stelpurnar leyfðu mér að heyra lagið í fyrsta sinn fannst mér það skrifað í skýin. Þetta er lagið okkar sem er að loka hringnum okkar og segir allt sem við viljum segja til hvor annarrar.“ Hrikalega stolt af litlu okkur Þegar þið horfið til baka, hvernig lítið þið á ykkur? Steinunn svarar fyrst: „Stolt er það fyrsta sem kemur upp í hugann. Þrautseigja, ást og virðing. Við stóðum hver með annarri og draumum okkar sama hvað. Við búum yfir svo dýrmætri vináttu og að hún hafi haldist í gegnum öll þessi ár og allt sem við höfum gengið í gegnum er eitthvað sem enginn okkar tekur sem sjálfsögðum hlut. Ég er hrikalega stolt af litlu okkur.“ Stelpurnar segjast allar hrikalega stoltar af því hvert þær eru komnar í dag þökk sé hljómsveitinni. Elísabet Blöndal Klara tekur undir: „Ég er ótrúlega stolt af okkur og hefði ekki viljað gera þetta á neinn annan hátt. Nema kannski fyrir utan nokkur óheppileg tískuslys.“ „Við vorum svo hörkuduglegar,“ bætir Emilía við. „Við vorum alveg staðráðnar í að láta drauma okkar rætast.“ Eins og við hefðum aldrei hætt Spurðar hvernig það sé að hefja aftur samstarf svo mörgum árum síðar segir Alma það gjörólíkt því sem áður var. „Á sama tíma var eins og við hefðum aldrei hætt að vinna saman. Það er eins og tíminn hafi staðið í stað og það var eðlilegasti hlutur í heimi að hittast aftur. Við duttum strax í að syngja raddirnar í lögunum sem við vorum vanar að gera eftir allan þennan tíma.“ Draumi líkast að vinna náið með vinkonum sínum Emilía ítrekar að í grunninn séu þær fyrst og fremst vinkonur. „Það að fá tækifæri að vinna aftur náið með vinkonum sínum er draumi líkast. Áherslurnar í lífinu hafa vissulega breyst en kjarninn okkar er sá sami. Þetta verkefni hefur verið í vinnslu síðan síðasta sumar svo við höfum átt í miklum samskiptum. Klara samsinnir og segir það hafa verið dásamlegt að vinna svona náið aftur saman.“ „Við höfum auðvitað alltaf haldið góðu sambandi en það að fá að vera Nylon aftur eitt kvöld er ómetanlegt. Aldurinn er þó aðeins farin að segja til sín, við erum í dag ögn viðkvæmari en við vorum. Tárumst endalaust í nostagíuköstum og endurupplifum gamla tíma saman.“ „Já þetta er ferlegt,“ staðfestir Steinunn. „Við erum allar í tilfinningakasti og getum varla horft hver á aðra þegar við syngjum því það koma alltaf tár. Samt er eins og við höfum hist síðast í gær og að hljómsveitin Nylon hafi aldrei hætt. En auðvitað horfi ég öðruvísi á hlutina í dag en ég gerði þá. Það gerir þetta samt bara að fallegra verkefni, þroskaðra, örlítið gráhærðara, reynslumeira sem nýtist okkur öllum betur.“ Einar er eins og fjölskylda Spurðar hvort Einar fyrrum umboðsmaður Nylon komi að borði segir Steinunn hann alltaf vera með á einhvern hátt. „Þessi endurkoma er hugarfóstur okkar stelpnanna og við höfum unnið að henni fjórar saman þrátt fyrir að Einar sé alltaf með á kantinum. Samband okkar Einars hefur og mun alltaf verða okkur mikilvægt. Ráð hans og skoðanir skipta okkur miklu máli. Klara grípur orðið: „Einar hefur alltaf verið sá fyrsti til að hlusta á lögin mín áður en þau koma út. Ég fæ ráð hjá honum og hann hefur fylgt mér allan minn feril. Hann er fyrir mér eins og fjölskylda.“ Skoðanir annarra skipta engu Hvaða ráð myndu þið gefa ungum ykkur í dag? Klara er aftur fyrst til svars: „Treysta innsæinu. Það er gagnslaust að velta sér upp úr eða taka inn skoðanir annarra. Ef þér finnst listin þín skipta máli, þá er það gott. Lífið er of stutt til að velta sér upp úr því að gera allt fullkomið. Kýla frekar á hlutina og sjá hvað gerist. Eftir á að hyggja væri ég til í að segja sjálfri mér að taka plássið sem ég átti skilið, sem oftar en ekki búið var að fylla af strákum.“ Mikilvægt að njóta augnabliksins „Ég myndi segja við yngri mig að njóta meira og ofhugsa ekki svona mikið,“ segir Alma og heldur áfram. „Tíminn líður svo hratt og maður verður að njóta stóru augnablikanna meðan þau vara.“ Emilía tekur í sama streng. „Ég er svo sammála, það er svo mikilvægt að njóta augnabliksins. Vera til staðar og njóta.“ Flótti frá Íslandi að flytja til Los Angeles Netverjar fóru oft og tíðum ekki fögrum orðum um hljómsveitina þar sem ungar og óharðnaðar konur stigu sín fyrstu skref innan tónlistar. Spurðar hvernig það hafi gengið að leiða ljótar athugasemdir hjá sér segir Steinunn sveitina hafa mótað sig sem manneskju. „Ég þakka Nylon fyrir það sem ég geri í lífinu í dag. Ég væri ekki það sem ég er í dag nema fyrir Nylon. Ég skilgreini mig ekki út frá hljómsveitinni en ég gæti aldrei skilgreint mig án Nylon. Umtal, áreiti og umhverfi höfðu líka vissulega mikil áhrif. Það að flytja til Los Angeles var vissulega ákveðin flótti frá íslenska umhverfinu og skoðunum annarra. Þar gat ég fengið að gera mitt og sleppt öllum áhyggjum af Barnalandi og Séð&heyrt. Á móti kom að ég fékk þar að þroskast í öðru tónlistarumhverfi og fann hvert mín stefna lá. Ég fann þar að ég mætti dreyma aðra drauma en að syngja sem ýtti mér þangað sem ég er í dag.“ Stelpurnar segjast fyrst og fremst vera vinkonur þó hljómsveitin hafi breytt lífi þeirra. Elísabet Blöndal „Nylon breytti lífi mínu,“ bætir Klara við og heldur áfram. „Ég væri ekki á þeim stað sem ég er í dag ef ekki væri fyrir Nylon. Ég er alltaf jafnmikið bara Klara og þegar ég er Klara í Nylon. Mig langar ekki að missa þann hluta af mér nokkurn tímann. Ég kynntist lagasmíðunum með þeim og í kjölfarið er það orðið jafn stór hluti af mér og söngurinn.“ Ævinlega þakklát Alma viðurkennir þó að grimm gagnrýni hafi um tíma setið í sér. „Mér fannst það sárt í byrjun en smám saman lærði ég að mynda skráp sem ég bý að í dag. Það var þvílíkt frelsi að uppgötva að skoðanir annarra skipta engu máli. Einar var líka mikil hvatning fyrir okkur að þora að láta sig dreyma stórt og fara út fyrir landsteinana. Ég væri ekki að þeim stað í dag ef ekki væri fyrir Nylon.“ Emilía upplifði umtalið þó í heildina gott á sínum tíma en viðurkennir þó að neikvæðar raddir séu oft þær háværustu. „Við vorum heppnar að hafa hver aðra og vissum fyrir hvað við stóðum. Rétt eins og Alma segir þá skipta skoðanir annarra engu máli. Ég tek undir með stelpunum að margir draumar urðu að veruleika, þökk sé Nylon ævintýrinu og ég er ævinlega þakklát fyrir það.“ Lagið, Einu sinni enn, má hlusta á hér fyrir neðan. Tónlist Menningarnótt Tónleikar á Íslandi Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Sjá meira
Það þarf varla að kynna þær Steinunni Camillu Sigurðardóttur, Ölmu Guðmundsdóttur, Klöru Elíasdóttur og Emilíu Björg Óskarsdóttur sem upphaflega skipuðu hljómsveitina Nylon, popphljómsveit sem var skipuð af Einari Bárðarsyni. Fyrsta lagið þeirra, Lög unga fólksins, kom þeim á kortið og haustið sama ár kom fyrsta plata þeirra út, 100% Nylon. Ári síðar kom svo platan Góðir hlutir. Fljótlega flutti sveitin til Bretlands þar sem hún kom meðal annars fram á Wembley og túraði með hljómsveitum á borð við Westlife og Girls Aloud. Charlies varð til Eftir þrjú ár af ævintýrum sagði Emilía skilið við hljómsveitina og segir Steinunn að næstu tvö ár á eftir hafi hinar þrjár verið óvissar um hvert framhaldið yrði. Þó vissan um að halda áfram við að skapa tónlist hafi aldrei horfið úr huga þeirra. Úr varð hljómsveitin Charlies og fluttist þríeykið til Los Angeles árið 2009 þar sem þær störfuðu allt til ársins 2015. Eftir það fóru þær hver í sína áttina. Gat ekki snúið aftur heim Alma er sú eina sem enn er búsett í borg englanna en hún starfar þar við lagasmíðar. „Eftir að við gerðum plötusamning við Hollywood Records árið 2009 hef ég ekki snúið aftur heim. Ég hafði verið að semja fyrir bandið en eftir að Charlies ævintýrinu lauk hef ég samið fyrir aðra. Í dag er ég í fullu starfi sem lagahöfundur. Ég sem aðallega popp- og danstónlist fyrir markaðinn í Evrópu og Kóreu.“ Sneri aftur í miðjum heimsfaraldri Klara var jafnframt búsett lengi í Los Angeles en flutti til Íslands í miðjum heimsfaraldri. Stelpurnar í Nylon hafa engu gleymt. Elísabet Blöndal „Ég vann lengst af sem lagahöfundur en vildi komast nær fjölskyldunni minni í Covid. Í kjölfarið fór ég að gefa út tónlist undir mínu nafni. Í dag titla ég mig bæði sem söngkonu og lagahöfund enda starfa ég við hvort tveggja og finnst bæði betra.“ Emilía hefur fengist við ýmis verkefni undanfarin ár og segir flest þeirra tengd tónlist: „Ég var um tíma með söngskóla fyrir börn og unglinga sem var virkilega skemmtilegt.“ Stofnaði Iceland Sync Steinunn fann sig hins vegar betur innan viðskiptahliðarinnar og stofnaði ásamt Soffíu Kristínu fyrirtækið Iceland Sync. „Við höfum verið að vinna með íslensku tónlistarfólki varðandi umboð, útgáfumál og tónleikahald en undanfarin ár höfum við lagt mikla áherslu á að byggja upp umhverfi fyrir lagahöfunda.“ Núna var rétti tíminn Spurðar hvers vegna þær séu að koma aftur saman núna segir Alma að tíminn hafi allt í einu verið réttur. „Okkur langaði einfaldlega að koma saman og halda upp á tuttugu ára afmælið okkar sem hljómsveit. Eftir að sú ákvörðun var tekin höfum við heyrst daglega.“ Klara ítrekar að fram að þessu hafi þeim ekki þótt tíminn vera réttur. Á bakvið tjöldin. Elísabet Blöndal „Við erum búnar að afþakka allskyns boð um reunion undanfarin ár því okkur fannst það hvorki tímabært né fundum fyrir lönguninni. Það var ekki fyrr en ég steig af sviðinu eftir risastóran viðburð í fyrra að ég áttaði ég mig á því hvað mig langaði til að upplifa þetta einu sinni enn með stelpunum. Við vorum svo litlar þegar við komum fram kvöld eftir kvöld fyrir framan þúsundir áhorfenda. Allt í einu fylltist ég löngun að upplifa þetta aftur þeim þeim á fullorðins aldri. Syngja lögin okkar, hlið við hlið og gera þetta á eigin forsendum. Við ákváðum að kýla á þetta.“ „Já þetta var einkennilega eðlilegt,“ bætir Steinunn við og heldur áfram. „Eftir svo mörg ár af nei aldrei yfir í jú núna – einu sinni enn.“ Tenging sem fáir skilja Emilía segir það einkum og sér í lagi dýrmætt að njóta samvistanna á ný. Stelpurnar segja tenginguna sín á milli eitthvað sem fáir skilji.Elísabet Blöndal „Við eigum tengingu sem fáir skilja. Undanfarið ár hefur verið algjörlega frábært í allskyns pælingum og skipulagningu. Fyrst og fremst styðjum við hver aðra í öllum þeim verkefnum sem við erum að takast á við hverju sinni en að fá tækifæri til að vinna saman aftur er ómetanlegt.“ Lagið varð til í gríni í Los Angeles Nylon frumflutti sem fyrr segir nýja lagið sitt, Einu sinni enn, á tónleikum Rásar 2 á Menningarnótt en blaðakonu leikur forvitni á að vita hvort von sé á frekara efni? „Lagið varð til í hálfgerðu gríni í Los Angeles þegar ég var þar stödd að vinna og gisti hjá Ölmu,“ segir Klara og heldur áfram. „Ég sagði eitthvað á þá leið hvað það væri fyndið að gera lag sem myndi heita Einu sinni enn og Ed, meðhöfundur okkar, greip línuna á lofti, hljóp til og sótti gítarinn. Klukkustund síðar varð lagið til. Við Alma gerðum svo textann saman,“ segir Klara og Alma tekur við. Afmælisgjöf til okkar allra „Textinn er saminn til hvor annarrar en hann getur líka allt eins átt við um ástvini sem maður hefur ekki séð lengi eða hafa fallið frá.“ Nýjasta lagið er samið til sveitarinnar allrar þó flestir geti á einhvern hátt túlkað það til sín.Elísabet Blöndal „Já, okkur langaði að eiga þetta saman einu sinni enn,“ bætir Steinunn við og heldur áfram. „Bara það að upplifa að vera saman á sviði og fagna velferðinni sem og endurupplifa ævintýrin okkar. Lagið er í raun okkar afmælisgjöf og þegar stelpurnar leyfðu mér að heyra lagið í fyrsta sinn fannst mér það skrifað í skýin. Þetta er lagið okkar sem er að loka hringnum okkar og segir allt sem við viljum segja til hvor annarrar.“ Hrikalega stolt af litlu okkur Þegar þið horfið til baka, hvernig lítið þið á ykkur? Steinunn svarar fyrst: „Stolt er það fyrsta sem kemur upp í hugann. Þrautseigja, ást og virðing. Við stóðum hver með annarri og draumum okkar sama hvað. Við búum yfir svo dýrmætri vináttu og að hún hafi haldist í gegnum öll þessi ár og allt sem við höfum gengið í gegnum er eitthvað sem enginn okkar tekur sem sjálfsögðum hlut. Ég er hrikalega stolt af litlu okkur.“ Stelpurnar segjast allar hrikalega stoltar af því hvert þær eru komnar í dag þökk sé hljómsveitinni. Elísabet Blöndal Klara tekur undir: „Ég er ótrúlega stolt af okkur og hefði ekki viljað gera þetta á neinn annan hátt. Nema kannski fyrir utan nokkur óheppileg tískuslys.“ „Við vorum svo hörkuduglegar,“ bætir Emilía við. „Við vorum alveg staðráðnar í að láta drauma okkar rætast.“ Eins og við hefðum aldrei hætt Spurðar hvernig það sé að hefja aftur samstarf svo mörgum árum síðar segir Alma það gjörólíkt því sem áður var. „Á sama tíma var eins og við hefðum aldrei hætt að vinna saman. Það er eins og tíminn hafi staðið í stað og það var eðlilegasti hlutur í heimi að hittast aftur. Við duttum strax í að syngja raddirnar í lögunum sem við vorum vanar að gera eftir allan þennan tíma.“ Draumi líkast að vinna náið með vinkonum sínum Emilía ítrekar að í grunninn séu þær fyrst og fremst vinkonur. „Það að fá tækifæri að vinna aftur náið með vinkonum sínum er draumi líkast. Áherslurnar í lífinu hafa vissulega breyst en kjarninn okkar er sá sami. Þetta verkefni hefur verið í vinnslu síðan síðasta sumar svo við höfum átt í miklum samskiptum. Klara samsinnir og segir það hafa verið dásamlegt að vinna svona náið aftur saman.“ „Við höfum auðvitað alltaf haldið góðu sambandi en það að fá að vera Nylon aftur eitt kvöld er ómetanlegt. Aldurinn er þó aðeins farin að segja til sín, við erum í dag ögn viðkvæmari en við vorum. Tárumst endalaust í nostagíuköstum og endurupplifum gamla tíma saman.“ „Já þetta er ferlegt,“ staðfestir Steinunn. „Við erum allar í tilfinningakasti og getum varla horft hver á aðra þegar við syngjum því það koma alltaf tár. Samt er eins og við höfum hist síðast í gær og að hljómsveitin Nylon hafi aldrei hætt. En auðvitað horfi ég öðruvísi á hlutina í dag en ég gerði þá. Það gerir þetta samt bara að fallegra verkefni, þroskaðra, örlítið gráhærðara, reynslumeira sem nýtist okkur öllum betur.“ Einar er eins og fjölskylda Spurðar hvort Einar fyrrum umboðsmaður Nylon komi að borði segir Steinunn hann alltaf vera með á einhvern hátt. „Þessi endurkoma er hugarfóstur okkar stelpnanna og við höfum unnið að henni fjórar saman þrátt fyrir að Einar sé alltaf með á kantinum. Samband okkar Einars hefur og mun alltaf verða okkur mikilvægt. Ráð hans og skoðanir skipta okkur miklu máli. Klara grípur orðið: „Einar hefur alltaf verið sá fyrsti til að hlusta á lögin mín áður en þau koma út. Ég fæ ráð hjá honum og hann hefur fylgt mér allan minn feril. Hann er fyrir mér eins og fjölskylda.“ Skoðanir annarra skipta engu Hvaða ráð myndu þið gefa ungum ykkur í dag? Klara er aftur fyrst til svars: „Treysta innsæinu. Það er gagnslaust að velta sér upp úr eða taka inn skoðanir annarra. Ef þér finnst listin þín skipta máli, þá er það gott. Lífið er of stutt til að velta sér upp úr því að gera allt fullkomið. Kýla frekar á hlutina og sjá hvað gerist. Eftir á að hyggja væri ég til í að segja sjálfri mér að taka plássið sem ég átti skilið, sem oftar en ekki búið var að fylla af strákum.“ Mikilvægt að njóta augnabliksins „Ég myndi segja við yngri mig að njóta meira og ofhugsa ekki svona mikið,“ segir Alma og heldur áfram. „Tíminn líður svo hratt og maður verður að njóta stóru augnablikanna meðan þau vara.“ Emilía tekur í sama streng. „Ég er svo sammála, það er svo mikilvægt að njóta augnabliksins. Vera til staðar og njóta.“ Flótti frá Íslandi að flytja til Los Angeles Netverjar fóru oft og tíðum ekki fögrum orðum um hljómsveitina þar sem ungar og óharðnaðar konur stigu sín fyrstu skref innan tónlistar. Spurðar hvernig það hafi gengið að leiða ljótar athugasemdir hjá sér segir Steinunn sveitina hafa mótað sig sem manneskju. „Ég þakka Nylon fyrir það sem ég geri í lífinu í dag. Ég væri ekki það sem ég er í dag nema fyrir Nylon. Ég skilgreini mig ekki út frá hljómsveitinni en ég gæti aldrei skilgreint mig án Nylon. Umtal, áreiti og umhverfi höfðu líka vissulega mikil áhrif. Það að flytja til Los Angeles var vissulega ákveðin flótti frá íslenska umhverfinu og skoðunum annarra. Þar gat ég fengið að gera mitt og sleppt öllum áhyggjum af Barnalandi og Séð&heyrt. Á móti kom að ég fékk þar að þroskast í öðru tónlistarumhverfi og fann hvert mín stefna lá. Ég fann þar að ég mætti dreyma aðra drauma en að syngja sem ýtti mér þangað sem ég er í dag.“ Stelpurnar segjast fyrst og fremst vera vinkonur þó hljómsveitin hafi breytt lífi þeirra. Elísabet Blöndal „Nylon breytti lífi mínu,“ bætir Klara við og heldur áfram. „Ég væri ekki á þeim stað sem ég er í dag ef ekki væri fyrir Nylon. Ég er alltaf jafnmikið bara Klara og þegar ég er Klara í Nylon. Mig langar ekki að missa þann hluta af mér nokkurn tímann. Ég kynntist lagasmíðunum með þeim og í kjölfarið er það orðið jafn stór hluti af mér og söngurinn.“ Ævinlega þakklát Alma viðurkennir þó að grimm gagnrýni hafi um tíma setið í sér. „Mér fannst það sárt í byrjun en smám saman lærði ég að mynda skráp sem ég bý að í dag. Það var þvílíkt frelsi að uppgötva að skoðanir annarra skipta engu máli. Einar var líka mikil hvatning fyrir okkur að þora að láta sig dreyma stórt og fara út fyrir landsteinana. Ég væri ekki að þeim stað í dag ef ekki væri fyrir Nylon.“ Emilía upplifði umtalið þó í heildina gott á sínum tíma en viðurkennir þó að neikvæðar raddir séu oft þær háværustu. „Við vorum heppnar að hafa hver aðra og vissum fyrir hvað við stóðum. Rétt eins og Alma segir þá skipta skoðanir annarra engu máli. Ég tek undir með stelpunum að margir draumar urðu að veruleika, þökk sé Nylon ævintýrinu og ég er ævinlega þakklát fyrir það.“ Lagið, Einu sinni enn, má hlusta á hér fyrir neðan.
Tónlist Menningarnótt Tónleikar á Íslandi Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Sjá meira