Kindur vilja ekki leika við hunda Hallgerður Hauksdóttir skrifar 18. ágúst 2023 17:00 En hundar vilja gjarnan leika við kindur. Þetta fer ekki saman. Hundaeigendur þekkja ekki allir eðli kinda sem dýrategundar. Fólk sem heldur lausan hund í dreifbýli eða fólk sem fer með hunda í víðavangslausagöngur á þeim svæðum þar sem kindur eru haldar þarf að þekkja grundvallarmuninn á atferliseðli kinda og hunda. Þetta fólk áttar sig hreinlega stundum ekki á því að það að hundar og kindur ,,hlaupi saman” er engan vegin vegna leikgleði af hálfu kindanna. En það er að vissu leyti skiljanlegt þegar fólk veit að hundar leika sér sjálfir með því að hlaupa saman dragi það þá ályktun að þetta sé leikur. Það eru því fyrir hendi vandræðaleg dæmi um að fólki finnist gaman að sjá hunda og kindur ,,hlaupa saman” og ,,leika sér saman“. Langflest af þessu fólki myndi gera betur ef það vissi betur, því fáir vilja í raun níðast á dýrum. Hundaeigendur þurfa að vita að þessi hlaup valda kindum mikilli vanlíðan, ótta og álagi. Hlaupin geta leitt til örmögnunar og stundum drepast kindur eftirá, eftir slíkan eltingar,,leik”. Þær sprengja sig til að bjarga lífi sínu. Hér er aðalatriðið, grundvallarmunurinn: kindur eru frá náttúrunnar hendi bráð, hundar eru frá náttúrunnar hendi rándýr. Um þetta gilda ákveðin lögmál. Þetta þýðir einfaldlega og alltaf að þegar hundur hleypur á eftir kind þá hleypur hún til að bjarga lífi sínu. Það skiptir ekki máli í þessu samhengi hvort hundurinn er saddur, hvort hann fær vel að borða alla daga, hvort hann er ofboðslega ljúfur og góður, hvort hann er vel upp alinn né hvort ásetningur hans er að veiða, meiða eða bara leikgleði. Stundum reyna kindur að snúast til varnar, sérstaklega ef hundurinn fer í lömbin þeirra og reynir kindin þá að stanga eða stappa niður fótunum og þannig leitast við að reka hundinn í burtu. Þetta er ekki heldur leikur af hálfu kindarinnar, heldur einmitt dauðans alvara. Jafnframt er erfitt að líta ljót bitsár á kindum eftir hunda. Mörg dæmi þekkjast um slæm hundsbit, nýleg opin facebookfærsla Jóhönnu Bríetar Helgadóttur er bara eitt dæmi. Við skulum líka hafa í huga að ,,bara” glefs er líka slæmt. Það er einfaldlega aldrei í lagi að leyfa hundum að hamast í fé. Bið ég ykkur hundaeigendur að hafa þetta í huga, þegar þið farið á víðavangsgöngu með hundana ykkar og leyfið þeim að hlaupa lausum – að leyfa þeim ekki að atast í fé. Bara aldrei. Að vita alltaf hvar hundurinn ykkar er og vera þannig viss um að hann sé ekki að elta fé handan við næsta hól eða leiti. Kindur ganga líka víða í nágrenni höfuðborgarinnar, til dæmis uppi á Mosfellsheiði á milli Nesjavallavegar og Suðurlandsvegar. Ærnar eru þar á sumrin af því við mennirnir setjum þær þangað. Hundaeigendur og hundafélög sem halda hunda og þjálfa þá á ýmsan hátt á víðavangi þurfa að leita frekar uppi önnur svæði, en að hafa annars alltaf örugga og fulla gát og stjórn á hundum sínum. Höfundur er fjáreigandi og hundaeigandi í Reykjavík og félagi í Fjáreigendafélagi Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgerður Hauksdóttir Dýr Hundar Gæludýr Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
En hundar vilja gjarnan leika við kindur. Þetta fer ekki saman. Hundaeigendur þekkja ekki allir eðli kinda sem dýrategundar. Fólk sem heldur lausan hund í dreifbýli eða fólk sem fer með hunda í víðavangslausagöngur á þeim svæðum þar sem kindur eru haldar þarf að þekkja grundvallarmuninn á atferliseðli kinda og hunda. Þetta fólk áttar sig hreinlega stundum ekki á því að það að hundar og kindur ,,hlaupi saman” er engan vegin vegna leikgleði af hálfu kindanna. En það er að vissu leyti skiljanlegt þegar fólk veit að hundar leika sér sjálfir með því að hlaupa saman dragi það þá ályktun að þetta sé leikur. Það eru því fyrir hendi vandræðaleg dæmi um að fólki finnist gaman að sjá hunda og kindur ,,hlaupa saman” og ,,leika sér saman“. Langflest af þessu fólki myndi gera betur ef það vissi betur, því fáir vilja í raun níðast á dýrum. Hundaeigendur þurfa að vita að þessi hlaup valda kindum mikilli vanlíðan, ótta og álagi. Hlaupin geta leitt til örmögnunar og stundum drepast kindur eftirá, eftir slíkan eltingar,,leik”. Þær sprengja sig til að bjarga lífi sínu. Hér er aðalatriðið, grundvallarmunurinn: kindur eru frá náttúrunnar hendi bráð, hundar eru frá náttúrunnar hendi rándýr. Um þetta gilda ákveðin lögmál. Þetta þýðir einfaldlega og alltaf að þegar hundur hleypur á eftir kind þá hleypur hún til að bjarga lífi sínu. Það skiptir ekki máli í þessu samhengi hvort hundurinn er saddur, hvort hann fær vel að borða alla daga, hvort hann er ofboðslega ljúfur og góður, hvort hann er vel upp alinn né hvort ásetningur hans er að veiða, meiða eða bara leikgleði. Stundum reyna kindur að snúast til varnar, sérstaklega ef hundurinn fer í lömbin þeirra og reynir kindin þá að stanga eða stappa niður fótunum og þannig leitast við að reka hundinn í burtu. Þetta er ekki heldur leikur af hálfu kindarinnar, heldur einmitt dauðans alvara. Jafnframt er erfitt að líta ljót bitsár á kindum eftir hunda. Mörg dæmi þekkjast um slæm hundsbit, nýleg opin facebookfærsla Jóhönnu Bríetar Helgadóttur er bara eitt dæmi. Við skulum líka hafa í huga að ,,bara” glefs er líka slæmt. Það er einfaldlega aldrei í lagi að leyfa hundum að hamast í fé. Bið ég ykkur hundaeigendur að hafa þetta í huga, þegar þið farið á víðavangsgöngu með hundana ykkar og leyfið þeim að hlaupa lausum – að leyfa þeim ekki að atast í fé. Bara aldrei. Að vita alltaf hvar hundurinn ykkar er og vera þannig viss um að hann sé ekki að elta fé handan við næsta hól eða leiti. Kindur ganga líka víða í nágrenni höfuðborgarinnar, til dæmis uppi á Mosfellsheiði á milli Nesjavallavegar og Suðurlandsvegar. Ærnar eru þar á sumrin af því við mennirnir setjum þær þangað. Hundaeigendur og hundafélög sem halda hunda og þjálfa þá á ýmsan hátt á víðavangi þurfa að leita frekar uppi önnur svæði, en að hafa annars alltaf örugga og fulla gát og stjórn á hundum sínum. Höfundur er fjáreigandi og hundaeigandi í Reykjavík og félagi í Fjáreigendafélagi Reykjavíkur.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun