Unnur segir það lengi hafa verið brandara á Twitter að fá lagið inn á Spotify en sjálf hafi hún alltaf tekið fyrir það. „Ég var alltaf bara nei þetta er svo vandræðalegt og cringy og ég vil ekkert að fólk sé að muna eftir þessu. Svo endaði ég á að hlusta á lagið aftur í fyrsta sinn í svona 10 ár og þetta er bara ógeðslega gott dæmi?“ Skrifar Unnur í færslu sinni og heldur áfram.

„Myndbandið er náttúrulega eins cringy og það gerist guð minn góður, en ég er bara eitthvað tvítugt KRÚTT að gera video um að sleppa úr eitruðu sambandi?
Með töfra-effectum og alles? Má þá ekki líka bara aðeins liggja í snjó í ljótum buxum?
Lagið rústaði ljótulagakeppninni á x-inu á sínum tíma (what a concept) og ég man að ég var bara virkilega miður mín.
Mér hafði fundist geggjað gaman að gera þetta lag með StopWaitGo og sömuleiðis að framleiða myndbandið með @Hörður, @Bjarki og @Óli . Skil ekki ennþá hvernig @Rúnar fékk ekki óskarinn. Allavega.

Þið afsakið þetta egó tripp 10 árum seinna en litla-Unnur á skilið að fá smá sjálfsást þó hún komi áratugi seinna. Streymið Stolin augnablik á Spotify!“
Áhugasamir geta hlustað á lagið hér fyrir neðan.