Forstjóri Kviku segir Stoðir vera að benda á hið „augljósa“ um virði bankans
Bankastjóri Kviku, sem skilaði rúmlega 12 prósenta arðsemi á efnislegt eigið fé á fyrri árshelmingi, segist „persónulega ekkert ósammála“ því mati forstjóra Stoða að virði bankans á markaði ætti að vera hærra. Hann telur uppgjör Kviku fyrir tímabilið, sem litaðist af erfiðum aðstæðum á mörkuðum, vera „vel ásættanlegt“ og segir viðræður um mögulegan samruna við Íslandsbanka ekki hafa farið af stað að nýju.
Tengdar fréttir
„Fýsilegasti kosturinn“ að Kvika selji TM til Íslandsbanka
Jakobsson Capital telur líklegt að samrunaviðræður Íslandsbanka og Kviku ljúki þannig að tryggingafélagið TM og Kvika eignastýring, sem greiningarfyrirtækið verðmetur á samtals 57 milljarða króna, verði seld til Íslandsbanka. Á meðan markaðsvirði Kviku er svona lágt þykir greinandanum sala eigna fýsilegasti kosturinn í stöðunni en eftir stæði mjög arðsamt lánasafn.