Dönsku meistararnir í karlafótboltanum loksins að stofna kvennalið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2023 13:00 Þessar tvær konur styðja karlalið FC Kaupmannahafnar en þær fá vonandi tækifæri til að styðja líka kvennalið félagsins. Getty/Lars Ronbog FC Kaupmannahöfn hefur gert frábæra hluti í karlafótboltanum síðustu ár enda eitt allra sterkasta fótboltalið Norðurlanda. Það hefur aftur á móti verið agalegt kynjamisrétti í félaginu því hingað til hefur FCK ekki viljað sjá konur spila undir merkjum félagsins. Það er sem betur fer að breytast. Forráðamenn félagsins hafa nú gefið það út FCK verði með kvennalið frá og með 2024-25 tímabilinu. Það er reyndar ekki enn orðið opinbert hvernig FCK ætlar að haga sínum málum með sitt kvennalið, hvort félagið ætli að taka yfir annað kvennalið í nágrenninu eða fara alveg á byrjunarreit. „Við vitum það að kvennalið okkar mun stíga inn á völlinn frá og með næsta tímabili,“ sagði Rebecca Steele, verkefnisstjóri kvennaliðs FCK, í viðtali við TV 2 Sport. „Það eru nokkrar leiðir í boði. Við þurfum að taka mjög stóra ákvörðun um það hvernig við ætlum að byggja upp kvennaliðið okkar,“ sagði Steele. Það hefur verið umræða um að FCK taki yfir kvennalið Sundby Boldklub, sem er eitt af samstarfsfélögum FCK en hvort það verði lausnin á enn eftir að koma fram í dagsljósið. Það fylgir auðvitað sögunni að Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur sett þá kröfu á félög sem vilja taka þátt í Evrópukeppnum karla frá og með 2024-25 tímabilinu að þau þurfa þá að tefla fram kvennaliði. Danski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Sjá meira
Það hefur aftur á móti verið agalegt kynjamisrétti í félaginu því hingað til hefur FCK ekki viljað sjá konur spila undir merkjum félagsins. Það er sem betur fer að breytast. Forráðamenn félagsins hafa nú gefið það út FCK verði með kvennalið frá og með 2024-25 tímabilinu. Það er reyndar ekki enn orðið opinbert hvernig FCK ætlar að haga sínum málum með sitt kvennalið, hvort félagið ætli að taka yfir annað kvennalið í nágrenninu eða fara alveg á byrjunarreit. „Við vitum það að kvennalið okkar mun stíga inn á völlinn frá og með næsta tímabili,“ sagði Rebecca Steele, verkefnisstjóri kvennaliðs FCK, í viðtali við TV 2 Sport. „Það eru nokkrar leiðir í boði. Við þurfum að taka mjög stóra ákvörðun um það hvernig við ætlum að byggja upp kvennaliðið okkar,“ sagði Steele. Það hefur verið umræða um að FCK taki yfir kvennalið Sundby Boldklub, sem er eitt af samstarfsfélögum FCK en hvort það verði lausnin á enn eftir að koma fram í dagsljósið. Það fylgir auðvitað sögunni að Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur sett þá kröfu á félög sem vilja taka þátt í Evrópukeppnum karla frá og með 2024-25 tímabilinu að þau þurfa þá að tefla fram kvennaliði.
Danski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Sjá meira