Nítján keppendur tókust á um titilinn eftirsótta en á endanum stóð Lilja Sif Pétursdóttir uppi sem sigurvegari.
Kynnir kvöldins, skemmtistýran Eva Ruza, sá um að skemmta keppendum í sal og ekki síður áhorfendum heima fyrir en þetta er í áttunda sinn sem Eva sér um að vera kynnir keppninnar.
Sigurvegari keppninnar, Lilja Sif Pétursdóttir, 19 ára kom fram undir nafninu Miss Capital Region.
Lilja Sif starfar á hjúkrunarheimilinu Eir. Spurð, fyrr á vordögum, afhverju hún ætti að verða næsta ungfrú Ísland svaraði Lilja Sif? „Ég ætti að verða næsta Ungfrú Ísland því ég er góð fyrirmynd, jákvæð, stend með sjálfri mér. Ég er opin fyrir nýjum tækifærum og alltaf tilbúin í það að fara út fyrir þægindarammann.“
Hér að neðan má sjá augnablikið þegar Lilja Sif var krýnd Ungfrú Ísland í beinni útsending á Stöð 2 Vísi og Vísi.
Hér fyrir neðan má horfa á keppnina í heild sinni.