Hörður Björgvin og félagar áfram í Meistaradeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2023 22:06 Hörður Björgvin Magnússon í leik með íslenska landsliðinu. Getty/Robbie Jay Barratt Landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon og liðsfélagar hans í gríska liðinu Panathinaikos eru komnir í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa lagt Marseille að velli eftir vítaspyrnukeppni. Panathinaikos vann fyrri leikinn í Grikklandi 1-0 og var því í góðri stöðu fyrir leik kvöldsins. Forysta liðsins var hins vegar á bak og burt strax á 2. mínútu í kvöld þegar liðin mættust í Marseille. Pierre-Emerick Aubameyang, sem gekk í raðir franska félagsins í sumar, skoraði þá eftir sendingu Ismaila Sarr. Aubameyang kom Marseille svo 2-0 yfir með marki í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Staðan 2-0 í hálfleik og virtust það ætla að verða lokatölur. Þegar komið var langt fram yfir venjulegan leiktíma fengu gestirnir vítaspyrnu. Fotis Ioannidis fór á punktinn og minnkaði muninn í 2-1. Staðan samanlagt því 2-2 og því þurfti að framlengja eftir að flautað var til loka venjulegs leiktíma. Heimamenn héldu að þeir hefðu komist yfir á 110. mínútu en myndbandsdómari leiksins dæmdi markið af vegna rangstöðu. Ekkert var skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar reyndust gestirnir sterkari aðilinn og eiga enn möguleika á að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Hörður Björgvin spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá gestunum. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Íslendingalið FC Kaupmannahafnar áfram eftir vítaspyrnukeppni Orri Steinn Óskarsson kom inn af varamannabekk FC Kaupmannahafnar þegar liðið tryggði sér sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Sigurinn var vægast sagt naumur en einvígi FCK og Sparta Prag frá Tékklandi réðst í vítaspyrnukeppni. 15. ágúst 2023 20:30 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Sjá meira
Panathinaikos vann fyrri leikinn í Grikklandi 1-0 og var því í góðri stöðu fyrir leik kvöldsins. Forysta liðsins var hins vegar á bak og burt strax á 2. mínútu í kvöld þegar liðin mættust í Marseille. Pierre-Emerick Aubameyang, sem gekk í raðir franska félagsins í sumar, skoraði þá eftir sendingu Ismaila Sarr. Aubameyang kom Marseille svo 2-0 yfir með marki í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Staðan 2-0 í hálfleik og virtust það ætla að verða lokatölur. Þegar komið var langt fram yfir venjulegan leiktíma fengu gestirnir vítaspyrnu. Fotis Ioannidis fór á punktinn og minnkaði muninn í 2-1. Staðan samanlagt því 2-2 og því þurfti að framlengja eftir að flautað var til loka venjulegs leiktíma. Heimamenn héldu að þeir hefðu komist yfir á 110. mínútu en myndbandsdómari leiksins dæmdi markið af vegna rangstöðu. Ekkert var skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar reyndust gestirnir sterkari aðilinn og eiga enn möguleika á að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Hörður Björgvin spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá gestunum.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Íslendingalið FC Kaupmannahafnar áfram eftir vítaspyrnukeppni Orri Steinn Óskarsson kom inn af varamannabekk FC Kaupmannahafnar þegar liðið tryggði sér sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Sigurinn var vægast sagt naumur en einvígi FCK og Sparta Prag frá Tékklandi réðst í vítaspyrnukeppni. 15. ágúst 2023 20:30 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Sjá meira
Íslendingalið FC Kaupmannahafnar áfram eftir vítaspyrnukeppni Orri Steinn Óskarsson kom inn af varamannabekk FC Kaupmannahafnar þegar liðið tryggði sér sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Sigurinn var vægast sagt naumur en einvígi FCK og Sparta Prag frá Tékklandi réðst í vítaspyrnukeppni. 15. ágúst 2023 20:30