Talin hafa gefið fyrrverandi tengdaforeldrunum eitraða sveppi Bjarki Sigurðsson skrifar 15. ágúst 2023 18:28 Erin Patterson og grænserkssveppur, svipaður þeim sem talið er að notaður hafi verið í máltíðina sem varð fyrrverandi tengdaforeldrum hennar að bana. ABC/Getty Áströlsk kona er grunuð hafa notað eitraða sveppi þegar hún matreiddi Beef Wellington-steik fyrir foreldra fyrrverandi eiginmanns síns. Þrír hafa látist eftir að hafa borðað máltíðina. Erin Patterson bauð fjórum ættingjum fyrrverandi eiginmanns síns í mat í lok júlí síðastliðinn. Voru það foreldrar hans, Don og Gail Patterson, systir Gail, Heather Wilkinson, og eiginmaður hennar, Ian. Eftir að hafa innbyrt steikina sýndu þau öll fjögur einkenni eitrunar og létust bæði Don og Gail, sem og Heather. Ian er enn á gjörgæslu þar sem hann berst fyrir lífi sínu. Afar eitraðir sveppir Talið er að sveppirnir sem Patterson notaði í steikina hafi verið grænserkir, þekktir á ensku sem „Death cap“. Eru þeir með eitruðustu sveppum í heimi og valda meirihluta dauðsfalla af völdum sveppaeitrunar í heiminum. Patterson hefur ekki verið ákærð vegna dauðsfallanna en er hún samt sem áður grunuð í málinu þar sem hún eldaði máltíðina og er sú eina sem borðaði hana án þess að verða alvarlega veik. Hún heldur því sjálf fram að hafa keypt hluta sveppanna í asískri verslun nokkrum mánuðum áður og hinn hlutann í matvörubúð skömmu fyrir matseldina. Segist saklaus Lögreglan hefur gert húsleit á heimilli Patterson og fjarlægðu hluti af heimilinu sem eru nú til rannsóknar. Lögreglan segist enn vera með opinn huga þegar kemur að því hvað átti sér stað. „Ég er eyðilögð yfir því að sveppirnir gætu hafa leitt til veikinda þeirra sem mér þykir vænt um. Ég vil endurtaka enn og aftur að ég hef enga ástæðu til þess að meiða þetta fólk sem ég elskaði,“ hefur CNN eftir Patterson. Patterson hefur átt í góðu sambandi við fyrrverandi eiginmann sinn, son Patterson-hjónanna. Saman eiga þau tvö börn sem einnig voru viðstödd máltíðina en fengu þau annan mat og urðu ekki veik. Ástralía Erlend sakamál Sveppir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Erin Patterson bauð fjórum ættingjum fyrrverandi eiginmanns síns í mat í lok júlí síðastliðinn. Voru það foreldrar hans, Don og Gail Patterson, systir Gail, Heather Wilkinson, og eiginmaður hennar, Ian. Eftir að hafa innbyrt steikina sýndu þau öll fjögur einkenni eitrunar og létust bæði Don og Gail, sem og Heather. Ian er enn á gjörgæslu þar sem hann berst fyrir lífi sínu. Afar eitraðir sveppir Talið er að sveppirnir sem Patterson notaði í steikina hafi verið grænserkir, þekktir á ensku sem „Death cap“. Eru þeir með eitruðustu sveppum í heimi og valda meirihluta dauðsfalla af völdum sveppaeitrunar í heiminum. Patterson hefur ekki verið ákærð vegna dauðsfallanna en er hún samt sem áður grunuð í málinu þar sem hún eldaði máltíðina og er sú eina sem borðaði hana án þess að verða alvarlega veik. Hún heldur því sjálf fram að hafa keypt hluta sveppanna í asískri verslun nokkrum mánuðum áður og hinn hlutann í matvörubúð skömmu fyrir matseldina. Segist saklaus Lögreglan hefur gert húsleit á heimilli Patterson og fjarlægðu hluti af heimilinu sem eru nú til rannsóknar. Lögreglan segist enn vera með opinn huga þegar kemur að því hvað átti sér stað. „Ég er eyðilögð yfir því að sveppirnir gætu hafa leitt til veikinda þeirra sem mér þykir vænt um. Ég vil endurtaka enn og aftur að ég hef enga ástæðu til þess að meiða þetta fólk sem ég elskaði,“ hefur CNN eftir Patterson. Patterson hefur átt í góðu sambandi við fyrrverandi eiginmann sinn, son Patterson-hjónanna. Saman eiga þau tvö börn sem einnig voru viðstödd máltíðina en fengu þau annan mat og urðu ekki veik.
Ástralía Erlend sakamál Sveppir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira