Gætu tekið forseta Níger af lífi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. ágúst 2023 23:40 Bazoum verður ákærður fyrir landráð að sögn herforingjastjórnarinnar. Getty Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger í síðasta mánuði segist ætla að rétta yfir forsetanum Mohamed Bazoum fyrir landráð. Verði Bazoum fundinn sekur gæti hann verið tekinn af lífi að sögn breska fréttamiðilsins The Guardian. Bazoum hefur verið í haldi herforingjastjórnarinnar síðan hún rændi völdum þann 26. júlí síðastliðinn. Hann var kjörinn forseti hins landlukta Afríkuríkis árið 2021. Samband vestur afrískra ríkja, ECOWAS, hefur krafist þess að Bazoum verði komið aftur til valda og hefur hótað að senda herlið inn í Níger til að fylgja þeirri kröfu eftir. Herforingjastjórnin nýtur hins vegar stuðnings Malí og Burkina Faso þar sem herforingjar hafa einnig rænt völdum. Amadou Abdramane, talsmaður herforingjastjórnarinnar, lýsti því yfir í ávarpi hjá ríkisfréttastofu landsins að sönnunargögnum gegn Bazoum og samstarfsmönnum hans hefði verið safnað og að þau væru næg til ákæru. Bazoum er í stofufangelsi en hann er sakaður um að hafa sent skilaboð til erlendra ríkja eftir handtökuna, bæði vestur afrískra og annarra. Erlend afskipti af stjórn landsins eru landráð að sögn herforingjastjórnarinnar. Í yfirlýsingunni var ekki sagt við hvern Bazoum hefði haft samband. Ekki heldur hvenær réttarhöldin yfir honum muni hefjast. Maturinn að klárast Fólk tengt Bazoum segir að rafmagn og vatn hafi verið tekið af heimilinu þar sem hann og fjölskylda hans eru í varðhaldi. Þá sé maturinn á heimilinu að klárast. Sonur Bazoum er með hjartasjúkdóm og hefur ekki fengið aðstoð læknis. Herforingjastjórnin hefur hins vegar hafnað því að meðferð forsetafjölskyldunnar sé slæm. Herforingjastjórnin heldur því enn þá fram að hægt sé að ná diplómatískri lausn. Trúarlegir leiðtogar frá Nígeríu eru í heimsókn í höfuðborginni Níger til að ræða leiðir til að komast hjá blóðsúthellingum. En bæði Nígería og Senegal hafa sett heri sína á viðbúnaðarstig. Þá hefur ECOWAS einnig sett viðskiptabann á Níger og Nígeríumenn stöðvað orkusölu til landsins. Viðskiptaþvinganir farnar að bíta Níger er þegar eitt fátækasta lands heimsins og viðskiptaþvinganirnar eru farnar að bíta íbúana fast. Meðal annars eru ýmsar nauðsynjar farnar að klárast á mörkuðum, bæði matvæli og hreinlætisvörur. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum treysta 4,3 milljónir íbúa Níger á neyðaraðstoð. Þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar fordæmi valdaránið þá verður mannúðaraðstoð áfram haldið í landinu á meðan hægt er. Níger Nígería Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Bazoum hefur verið í haldi herforingjastjórnarinnar síðan hún rændi völdum þann 26. júlí síðastliðinn. Hann var kjörinn forseti hins landlukta Afríkuríkis árið 2021. Samband vestur afrískra ríkja, ECOWAS, hefur krafist þess að Bazoum verði komið aftur til valda og hefur hótað að senda herlið inn í Níger til að fylgja þeirri kröfu eftir. Herforingjastjórnin nýtur hins vegar stuðnings Malí og Burkina Faso þar sem herforingjar hafa einnig rænt völdum. Amadou Abdramane, talsmaður herforingjastjórnarinnar, lýsti því yfir í ávarpi hjá ríkisfréttastofu landsins að sönnunargögnum gegn Bazoum og samstarfsmönnum hans hefði verið safnað og að þau væru næg til ákæru. Bazoum er í stofufangelsi en hann er sakaður um að hafa sent skilaboð til erlendra ríkja eftir handtökuna, bæði vestur afrískra og annarra. Erlend afskipti af stjórn landsins eru landráð að sögn herforingjastjórnarinnar. Í yfirlýsingunni var ekki sagt við hvern Bazoum hefði haft samband. Ekki heldur hvenær réttarhöldin yfir honum muni hefjast. Maturinn að klárast Fólk tengt Bazoum segir að rafmagn og vatn hafi verið tekið af heimilinu þar sem hann og fjölskylda hans eru í varðhaldi. Þá sé maturinn á heimilinu að klárast. Sonur Bazoum er með hjartasjúkdóm og hefur ekki fengið aðstoð læknis. Herforingjastjórnin hefur hins vegar hafnað því að meðferð forsetafjölskyldunnar sé slæm. Herforingjastjórnin heldur því enn þá fram að hægt sé að ná diplómatískri lausn. Trúarlegir leiðtogar frá Nígeríu eru í heimsókn í höfuðborginni Níger til að ræða leiðir til að komast hjá blóðsúthellingum. En bæði Nígería og Senegal hafa sett heri sína á viðbúnaðarstig. Þá hefur ECOWAS einnig sett viðskiptabann á Níger og Nígeríumenn stöðvað orkusölu til landsins. Viðskiptaþvinganir farnar að bíta Níger er þegar eitt fátækasta lands heimsins og viðskiptaþvinganirnar eru farnar að bíta íbúana fast. Meðal annars eru ýmsar nauðsynjar farnar að klárast á mörkuðum, bæði matvæli og hreinlætisvörur. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum treysta 4,3 milljónir íbúa Níger á neyðaraðstoð. Þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar fordæmi valdaránið þá verður mannúðaraðstoð áfram haldið í landinu á meðan hægt er.
Níger Nígería Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira