Hinn 26 ára gamli Malcom er ekki stærsta nafnið sem gekk í raðir deildarinnar í sumar en hann byrjar af miklum kraft. Hann gekk í raðir Barcelona árið 2018 en yfirgaf félagið ári síðar og samdi þá við Zenit St. Pétursborg í Rússlandi.
Al Hilal festi svo kaup á honum í sumar og var hann einn þriggja erlendra leikmanna í byrjunarliði Al Hilal þegar liðið sótti Abha heim í dag. Hinir tveir voru Rúben Neves frá Portúgal og Michael frá Brasilíu.
Malcom kom gestunum yfir en Saad Bguir jafnaði metin óvænt fyrir heimamenn eftir undirbúning Pólverjans Grzegorz Krychowiak. Í síðari hálfleik bætti Malcom við tveimur mörkum og þar við sat.
— (@Alhilal_FC) August 14, 2023
Benzema var ekki á skotskónum í sínu liði en ásamt honum voru þeir N‘Golo Kanté og Fabinho í byrjunarliðinu. Hinn brasilíski Igor Coronado stal hins vegar fyrirsögnunum en hann skoraði tvívegis í öruggum 3-0 sigri liðsins á Al Raed.
Deildin í Sádi-Arabíu er nýfarin af stað en síðar í kvöld hefja Cristinao Ronaldo og félagar í Al Nassr leik.