Forhúðaraðgerðin skilaði mikilli aukningu í lífsgæðum Bjarki Sigurðsson skrifar 15. ágúst 2023 21:35 Hafliði Pétursson ljóðskáld segir lífsgæðaaukninguna vegna aðgerðarinnar hafa verið gífurlega. Vísir/Einar Þrítugur karlmaður sem beið í sextán ár með að fara í aðgerð vegna of þröngrar forhúðar, segir aðgerðina hafa skilað honum mikilli aukningu í lífsgæðum. Hann hvetur alla sem gruna sig glíma við vandamálið að kíkja til læknis. Flestar fræðigreinar eru sammála um það að í kringum eitt prósent karlmanna glími við sjúkdóminn Phimosis eða of þrönga forhúð. Sjúkdómurinn lýsir sér þannig að forhúð karla dregst ekki til baka af kónginum og getur hann meðal annars valdið sársauka við þvaglát og erfiðleikum við að stunda kynlíf. Fyrr í sumar steig Hafliði Pétursson fram í Heimildinni og lýsti því hvernig hann var sextán ára þegar hann tók fyrst eftir því að hann glímdi við þetta vandamál. Beið hann hins vegar í fimmtán ár með að gera eitthvað í því. Hafliði segir að þrátt fyrir að forhúðin hafi valdið honum óþægindum í kynlífi og þegar hann pissaði hafi hann beðið allt of lengi með að láta kíkja á typpið á sér. Eftir að hafa notast við vef Heilsuveru í gríð og erg á Covid-tímum ákvað hann að nýta síðuna enn betur. „Svo var ég á henni og hugsa „Æj, ég bóka bara tíma hjá heimilislækni.“ Þetta var búið að vera í hausnum í fimmtán ár, svo ég veit ekki. Kýldi bara á þetta,“ segir Hafliði. Steikt, en þess virði Hann beið í tvo mánuði eftir tíma hjá heimilislækni sem sendir hann síðan áfram til þvagskurðlæknis. Þar var ákveðið að hann færi í aðgerð. „Þetta er það steiktasta í heimi. Hjúkkan kemur og fer með mig í herbergi. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera og hún sagði mér að klæða mig úr og fara í slopp. Svo byrjar þetta bara. Hann er að spjalla við mig læknirinn, þetta er eins og að vera hjá tannlækni,“ segir Hafliði. Ekki allir sem eru með of þrönga forhúð þurfa að fara í aðgerð heldur nægir stundum að fá sterakrem eða önnur krem sem víkka forhúðina. Hafliði segir lífsgæðin hafa batnað verulega eftir að hafa farið í aðgerðina og hvetur alla þá sem telja sig vera með of þrönga forhúð að fara til læknis og láta kíkja á hana. „Það er þægilegra að þrífa typpið, þægilegra að pissa. Svo bara hætti ég að pæla í alls konar hlutum. Það var bara þægilegra. Ef þú hefur labbað vitlaust alla ævi, en labbar svo allt í einu rétt. Þá bara manstu ekki hvað var verra. Þetta verður allt þægilegra,“ segir Hafliði. Heilsa Kynlíf Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Flestar fræðigreinar eru sammála um það að í kringum eitt prósent karlmanna glími við sjúkdóminn Phimosis eða of þrönga forhúð. Sjúkdómurinn lýsir sér þannig að forhúð karla dregst ekki til baka af kónginum og getur hann meðal annars valdið sársauka við þvaglát og erfiðleikum við að stunda kynlíf. Fyrr í sumar steig Hafliði Pétursson fram í Heimildinni og lýsti því hvernig hann var sextán ára þegar hann tók fyrst eftir því að hann glímdi við þetta vandamál. Beið hann hins vegar í fimmtán ár með að gera eitthvað í því. Hafliði segir að þrátt fyrir að forhúðin hafi valdið honum óþægindum í kynlífi og þegar hann pissaði hafi hann beðið allt of lengi með að láta kíkja á typpið á sér. Eftir að hafa notast við vef Heilsuveru í gríð og erg á Covid-tímum ákvað hann að nýta síðuna enn betur. „Svo var ég á henni og hugsa „Æj, ég bóka bara tíma hjá heimilislækni.“ Þetta var búið að vera í hausnum í fimmtán ár, svo ég veit ekki. Kýldi bara á þetta,“ segir Hafliði. Steikt, en þess virði Hann beið í tvo mánuði eftir tíma hjá heimilislækni sem sendir hann síðan áfram til þvagskurðlæknis. Þar var ákveðið að hann færi í aðgerð. „Þetta er það steiktasta í heimi. Hjúkkan kemur og fer með mig í herbergi. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera og hún sagði mér að klæða mig úr og fara í slopp. Svo byrjar þetta bara. Hann er að spjalla við mig læknirinn, þetta er eins og að vera hjá tannlækni,“ segir Hafliði. Ekki allir sem eru með of þrönga forhúð þurfa að fara í aðgerð heldur nægir stundum að fá sterakrem eða önnur krem sem víkka forhúðina. Hafliði segir lífsgæðin hafa batnað verulega eftir að hafa farið í aðgerðina og hvetur alla þá sem telja sig vera með of þrönga forhúð að fara til læknis og láta kíkja á hana. „Það er þægilegra að þrífa typpið, þægilegra að pissa. Svo bara hætti ég að pæla í alls konar hlutum. Það var bara þægilegra. Ef þú hefur labbað vitlaust alla ævi, en labbar svo allt í einu rétt. Þá bara manstu ekki hvað var verra. Þetta verður allt þægilegra,“ segir Hafliði.
Heilsa Kynlíf Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira