Söngleikjahöfundurinn Tom Jones látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. ágúst 2023 15:56 Tom Jones var vígður inn í Frægðarhöll amerísks leikhúss árið 1998. Hann samdi marga vinsæla söngleiki á ferli sínum. Getty/Walter McBride Rithöfundurinn og söngleikjahöfundurinn Tom Jones er látinn 95 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir að hafa samið söngleikinn The Fantasticks, langlífasta söngleik í bandarískri leikhússögu. Tom Jones lést á heimili sínu í Sharon í Connecticut af völdum krabbameins. Hann fæddist 17. febrúar 1928 í Littlefield í Texas og náði því 95 ára aldri. Ekki má rugla honum saman við mun þekktari nafna hans, velska söngvarann og kynbombuna Tom Jones, sem söng „What's New Pussycat“ og fleiri slagara. Hinn bandaríski Tom Jones var vinsæll söngleikjahöfundur og samdi meðal annars 110 in the Shade og I Do! I Do! en þekktasta verk hans var söngleikurinn The Fantasticks. Jones skrifaði verkið og lagatexta á meðan Harry Schmidt gerði tónlistina. Hann var vígður inn í Frægðarhöll amerísks leikhús (e. American Thearre Hall of Fame) árið 1998. Langlífasti söngleikur allra tíma The Fantasticks er merkilegur fyrir þær sakir að upprunalega uppsetning hans gekk í heil 42 ár, samanlagt 17.162 sýningar. Söngleikurinn var sýndur í sama leikhúsinu, Sullivan Street Playhouse, í Greenwich Village frá 1960 til 2002 þegar hann hætti loks. Hann opnaði þó aftur í Theater Center í Times Square árið 2006 og var þá sýndur til 2017. Samanlagt var hann sýndur 21.552 sinnum sem gerir hann að langlífasta söngleik allra tíma. Þekktasta lagið úr The Fantasticks var „Try to Remember“ sem hefur verið flutt af hundruð tónlistarmanna í gegnum árin, þar á meðal Harry Belafonte, Gladys Knight og Placido Domingo. Andlát Bandaríkin Tónlist Menning Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Tom Jones lést á heimili sínu í Sharon í Connecticut af völdum krabbameins. Hann fæddist 17. febrúar 1928 í Littlefield í Texas og náði því 95 ára aldri. Ekki má rugla honum saman við mun þekktari nafna hans, velska söngvarann og kynbombuna Tom Jones, sem söng „What's New Pussycat“ og fleiri slagara. Hinn bandaríski Tom Jones var vinsæll söngleikjahöfundur og samdi meðal annars 110 in the Shade og I Do! I Do! en þekktasta verk hans var söngleikurinn The Fantasticks. Jones skrifaði verkið og lagatexta á meðan Harry Schmidt gerði tónlistina. Hann var vígður inn í Frægðarhöll amerísks leikhús (e. American Thearre Hall of Fame) árið 1998. Langlífasti söngleikur allra tíma The Fantasticks er merkilegur fyrir þær sakir að upprunalega uppsetning hans gekk í heil 42 ár, samanlagt 17.162 sýningar. Söngleikurinn var sýndur í sama leikhúsinu, Sullivan Street Playhouse, í Greenwich Village frá 1960 til 2002 þegar hann hætti loks. Hann opnaði þó aftur í Theater Center í Times Square árið 2006 og var þá sýndur til 2017. Samanlagt var hann sýndur 21.552 sinnum sem gerir hann að langlífasta söngleik allra tíma. Þekktasta lagið úr The Fantasticks var „Try to Remember“ sem hefur verið flutt af hundruð tónlistarmanna í gegnum árin, þar á meðal Harry Belafonte, Gladys Knight og Placido Domingo.
Andlát Bandaríkin Tónlist Menning Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira