Söngleikjahöfundurinn Tom Jones látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. ágúst 2023 15:56 Tom Jones var vígður inn í Frægðarhöll amerísks leikhúss árið 1998. Hann samdi marga vinsæla söngleiki á ferli sínum. Getty/Walter McBride Rithöfundurinn og söngleikjahöfundurinn Tom Jones er látinn 95 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir að hafa samið söngleikinn The Fantasticks, langlífasta söngleik í bandarískri leikhússögu. Tom Jones lést á heimili sínu í Sharon í Connecticut af völdum krabbameins. Hann fæddist 17. febrúar 1928 í Littlefield í Texas og náði því 95 ára aldri. Ekki má rugla honum saman við mun þekktari nafna hans, velska söngvarann og kynbombuna Tom Jones, sem söng „What's New Pussycat“ og fleiri slagara. Hinn bandaríski Tom Jones var vinsæll söngleikjahöfundur og samdi meðal annars 110 in the Shade og I Do! I Do! en þekktasta verk hans var söngleikurinn The Fantasticks. Jones skrifaði verkið og lagatexta á meðan Harry Schmidt gerði tónlistina. Hann var vígður inn í Frægðarhöll amerísks leikhús (e. American Thearre Hall of Fame) árið 1998. Langlífasti söngleikur allra tíma The Fantasticks er merkilegur fyrir þær sakir að upprunalega uppsetning hans gekk í heil 42 ár, samanlagt 17.162 sýningar. Söngleikurinn var sýndur í sama leikhúsinu, Sullivan Street Playhouse, í Greenwich Village frá 1960 til 2002 þegar hann hætti loks. Hann opnaði þó aftur í Theater Center í Times Square árið 2006 og var þá sýndur til 2017. Samanlagt var hann sýndur 21.552 sinnum sem gerir hann að langlífasta söngleik allra tíma. Þekktasta lagið úr The Fantasticks var „Try to Remember“ sem hefur verið flutt af hundruð tónlistarmanna í gegnum árin, þar á meðal Harry Belafonte, Gladys Knight og Placido Domingo. Andlát Bandaríkin Tónlist Menning Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Sjá meira
Tom Jones lést á heimili sínu í Sharon í Connecticut af völdum krabbameins. Hann fæddist 17. febrúar 1928 í Littlefield í Texas og náði því 95 ára aldri. Ekki má rugla honum saman við mun þekktari nafna hans, velska söngvarann og kynbombuna Tom Jones, sem söng „What's New Pussycat“ og fleiri slagara. Hinn bandaríski Tom Jones var vinsæll söngleikjahöfundur og samdi meðal annars 110 in the Shade og I Do! I Do! en þekktasta verk hans var söngleikurinn The Fantasticks. Jones skrifaði verkið og lagatexta á meðan Harry Schmidt gerði tónlistina. Hann var vígður inn í Frægðarhöll amerísks leikhús (e. American Thearre Hall of Fame) árið 1998. Langlífasti söngleikur allra tíma The Fantasticks er merkilegur fyrir þær sakir að upprunalega uppsetning hans gekk í heil 42 ár, samanlagt 17.162 sýningar. Söngleikurinn var sýndur í sama leikhúsinu, Sullivan Street Playhouse, í Greenwich Village frá 1960 til 2002 þegar hann hætti loks. Hann opnaði þó aftur í Theater Center í Times Square árið 2006 og var þá sýndur til 2017. Samanlagt var hann sýndur 21.552 sinnum sem gerir hann að langlífasta söngleik allra tíma. Þekktasta lagið úr The Fantasticks var „Try to Remember“ sem hefur verið flutt af hundruð tónlistarmanna í gegnum árin, þar á meðal Harry Belafonte, Gladys Knight og Placido Domingo.
Andlát Bandaríkin Tónlist Menning Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Sjá meira