Man Utd byrjar tímabilið á naumum sigri þökk sé Varane Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. ágúst 2023 21:05 Sigurmarkinu fagnað. Ash Donelon/Getty Images Franski miðvörðurinn Raphaël Varane skoraði eina mark leiksins þegar Manchester United tók á móti Úlfunum í lokaleik 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Gestirnir voru síst lakari aðilinn og geta verið ósáttir með að ná ekki í að minnsta kosti stig í Leikhúsi draumanna. Fyrri hálfleikurinn var vægast sagt skelfilegur af hálfu heimamanna en það var ekki að sjá að Úlfarnir væru búnir að eiga erfitt sumar og væri spáð falli. Ef eitthvað þá voru gestirnir með yfirhöndina en staðan var þó enn markalaus þegar flautað var til hálfleiks. Meira af því sama var á boðstólnum í síðari hálfleik. Heimamenn áttu erfitt með að tengja sendingar og þá sérstaklega framarlega á vellinum. Gestirnir óðu í sókn í hvert sinn sem tækifæri gafst og fengu ágætis færi. Til að mynda setti brasilíski framherjinn Matheus Cunha knöttinn í stöngina. Þegar tæpur stundarfjórðungur lifði leiks kom Varane svo heimamönnum yfir með skallamarki af stuttu færi. Manchester United get their breakthrough thanks to Raphaël Varane pic.twitter.com/DJS8HnJCVu— B/R Football (@brfootball) August 14, 2023 Bruno Fernandes hafði þá lyft boltanum inn í teig eftir að Úlfarnir höfðu hreinsað í kjölfar þess að heimamenn áttu fast leikatriði. Boltinn frá Fernandes rataði á fjærstöngina þar sem Aaron Wan-Bissaka náði að slengja fætinum í hann og senda knöttinn fyrir markið þar sem Varane skallaði hann yfir línuna. Gestirnir gerðu hvað þeir gátu til að jafna og þurfti André Onana tvívegis að verja frá varamanninum Fábio Silva. Áfram sóttu Úlfarnir og vildu þeir fá vítaspyrnu í blálok leiksins þegar Onana fór út í fyrirgjöf en klessti á leikmann Úlfanna. 90+6' - Onana clatters into a Wolves player but no penalty is given pic.twitter.com/Krd0lpOoW2— utdreport (@utdreport) August 14, 2023 Allt kom fyrir ekki og lokatölur 1-0 Man United í vil. Lærisveinar Erik ten Hag byrja tímabilið því á sigri þó naumur hafi verið. Enski boltinn Fótbolti
Franski miðvörðurinn Raphaël Varane skoraði eina mark leiksins þegar Manchester United tók á móti Úlfunum í lokaleik 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Gestirnir voru síst lakari aðilinn og geta verið ósáttir með að ná ekki í að minnsta kosti stig í Leikhúsi draumanna. Fyrri hálfleikurinn var vægast sagt skelfilegur af hálfu heimamanna en það var ekki að sjá að Úlfarnir væru búnir að eiga erfitt sumar og væri spáð falli. Ef eitthvað þá voru gestirnir með yfirhöndina en staðan var þó enn markalaus þegar flautað var til hálfleiks. Meira af því sama var á boðstólnum í síðari hálfleik. Heimamenn áttu erfitt með að tengja sendingar og þá sérstaklega framarlega á vellinum. Gestirnir óðu í sókn í hvert sinn sem tækifæri gafst og fengu ágætis færi. Til að mynda setti brasilíski framherjinn Matheus Cunha knöttinn í stöngina. Þegar tæpur stundarfjórðungur lifði leiks kom Varane svo heimamönnum yfir með skallamarki af stuttu færi. Manchester United get their breakthrough thanks to Raphaël Varane pic.twitter.com/DJS8HnJCVu— B/R Football (@brfootball) August 14, 2023 Bruno Fernandes hafði þá lyft boltanum inn í teig eftir að Úlfarnir höfðu hreinsað í kjölfar þess að heimamenn áttu fast leikatriði. Boltinn frá Fernandes rataði á fjærstöngina þar sem Aaron Wan-Bissaka náði að slengja fætinum í hann og senda knöttinn fyrir markið þar sem Varane skallaði hann yfir línuna. Gestirnir gerðu hvað þeir gátu til að jafna og þurfti André Onana tvívegis að verja frá varamanninum Fábio Silva. Áfram sóttu Úlfarnir og vildu þeir fá vítaspyrnu í blálok leiksins þegar Onana fór út í fyrirgjöf en klessti á leikmann Úlfanna. 90+6' - Onana clatters into a Wolves player but no penalty is given pic.twitter.com/Krd0lpOoW2— utdreport (@utdreport) August 14, 2023 Allt kom fyrir ekki og lokatölur 1-0 Man United í vil. Lærisveinar Erik ten Hag byrja tímabilið því á sigri þó naumur hafi verið.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti