Öðlaðist aftur trú á mannkynið á Fiskideginum mikla Helena Rós Sturludóttir skrifar 13. ágúst 2023 12:23 Fimm fræknir gestir Fiskidagsins mikla. Það mætti halda að þau væru á samningi hjá 66°N. Viktor Freyr Tugir þúsunda sóttu Fiskidaginn mikla á Dalvík um helgina og gengu hátíðarhöld vel að sögn framkvæmdastjóra hátíðarinnar. Hátíðin náði hápunkti í gærkvöldi með flugeldasýningu og einkenndi gleði mannskapinn. Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla segir hátíðarhöld helgarinnar hafa gengið vel. Mikið hafi verið um að vera í bænum og þétt dagskrá á þremur sviðum. „Þetta gekk bara rosalega vel. Sama þegar ég fór á lögreglufund í morgun þá gekk mjög vel og ég er voðalega glaður,“ segir Júlíus. Fjöldi gesta sé ekki kominn á hreint en líklegt sé að um þrjátíu þúsund manns hafi heimsótt bæinn. „Dagurinn í gær var frábær og tónleikarnir og flugeldasýningin,“ segir Júlíu glaður í bragði. Vinur hans hafi heyrt mann sem stóð fyrir aftan hann segja: „Vá, ég hef aldrei á ævi minni brosað jafn mikið á einum degi.“ „Það er voðalega gott fyrir okkur að heyra svona í lokin,“ segir Júlíus. Þessi fékk besta sætið á svæðinu, uppi á öxlum pabba síns.Viktor Freyr Gestir hátíðarinnar í ár hafi verið ansi snyrtilegir. „Þegar ég horfði á mestan hluta bæjarins, langstærstan hluta bæjarins þá fékk ég aftur trú á mannkynið,“ segir Júlíus og bendir á að gestirnir hafi verið snyrtilegir og gengið vel um. „Frábærir gestir og fólk gekk vel um og var að virða hvort annað.“ Þrátt fyrir að Fiskideginum mikla sé formlega lokið sé mikil vinna fyrir höndum. Mikill frágangur sé eftir og skráning sem aðstoði við skipulagningu á Fiskideginum mikla að ári liðnu. Að neðan má sjá myndir sem Viktor Freyr tók af tónleikagestum í gærkvöldi. Þessir skemmtu sér ljómandi vel.Viktor Freyr Tvö í góðum gír.Viktor Freyr Þessir gestir komu sér fyrir nálægt sviðinu.Viktor Freyr Rétt upp hönd sem finnst gaman!Viktor Freyr Stuð og stemmning. Bros á hverju andliti.Viktor Freyr Þessi fékk besta sætið á svæðinu, uppi á öxlum pabba síns.Viktor Freyr Tveir söngfuglar í góðum gír.Viktor Freyr Tveir í góðum gír.Viktor Freyr Lopapeysan kom sér vel hjá þessum.Viktor Freyr Stuð og stemmning hjá ungum sem öldnum.Viktor Freyr Gestir voru flestir með húfur eða ennisbönd enda óvenju kalt á Fiskidögum þetta árið.Viktor Freyr Þessi fékk að vaka fram yfir háttatímann enda ekki á hverjum degi sem eru stórtónleikar.Viktor Freyr Fólk lét kuldann ekkert á sig fá í gleðinni á Dalvík í gærkvöldi.Viktor Freyr Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla segir hátíðarhöld helgarinnar hafa gengið vel. Mikið hafi verið um að vera í bænum og þétt dagskrá á þremur sviðum. „Þetta gekk bara rosalega vel. Sama þegar ég fór á lögreglufund í morgun þá gekk mjög vel og ég er voðalega glaður,“ segir Júlíus. Fjöldi gesta sé ekki kominn á hreint en líklegt sé að um þrjátíu þúsund manns hafi heimsótt bæinn. „Dagurinn í gær var frábær og tónleikarnir og flugeldasýningin,“ segir Júlíu glaður í bragði. Vinur hans hafi heyrt mann sem stóð fyrir aftan hann segja: „Vá, ég hef aldrei á ævi minni brosað jafn mikið á einum degi.“ „Það er voðalega gott fyrir okkur að heyra svona í lokin,“ segir Júlíus. Þessi fékk besta sætið á svæðinu, uppi á öxlum pabba síns.Viktor Freyr Gestir hátíðarinnar í ár hafi verið ansi snyrtilegir. „Þegar ég horfði á mestan hluta bæjarins, langstærstan hluta bæjarins þá fékk ég aftur trú á mannkynið,“ segir Júlíus og bendir á að gestirnir hafi verið snyrtilegir og gengið vel um. „Frábærir gestir og fólk gekk vel um og var að virða hvort annað.“ Þrátt fyrir að Fiskideginum mikla sé formlega lokið sé mikil vinna fyrir höndum. Mikill frágangur sé eftir og skráning sem aðstoði við skipulagningu á Fiskideginum mikla að ári liðnu. Að neðan má sjá myndir sem Viktor Freyr tók af tónleikagestum í gærkvöldi. Þessir skemmtu sér ljómandi vel.Viktor Freyr Tvö í góðum gír.Viktor Freyr Þessir gestir komu sér fyrir nálægt sviðinu.Viktor Freyr Rétt upp hönd sem finnst gaman!Viktor Freyr Stuð og stemmning. Bros á hverju andliti.Viktor Freyr Þessi fékk besta sætið á svæðinu, uppi á öxlum pabba síns.Viktor Freyr Tveir söngfuglar í góðum gír.Viktor Freyr Tveir í góðum gír.Viktor Freyr Lopapeysan kom sér vel hjá þessum.Viktor Freyr Stuð og stemmning hjá ungum sem öldnum.Viktor Freyr Gestir voru flestir með húfur eða ennisbönd enda óvenju kalt á Fiskidögum þetta árið.Viktor Freyr Þessi fékk að vaka fram yfir háttatímann enda ekki á hverjum degi sem eru stórtónleikar.Viktor Freyr Fólk lét kuldann ekkert á sig fá í gleðinni á Dalvík í gærkvöldi.Viktor Freyr
Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira