Neitar að hafa klifrað yfir deyjandi mann á K2 Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. ágúst 2023 19:31 Haila segist vera fórnarlamb rógburðar og hatursfullra skilaboða vegna ásakananna. EPA Fyrsta konan til þess að klífa fjórtán hæstu tinda heims á þremur mánuðum sætir nú mikilli gagnrýni eftir að myndskeið af gönguhópi að ganga yfir líkama deyjandi burðarmanns á fjallinu K2 daginn sem hún kleif fjallið var birt á samfélagsmiðla. Norski fjallgöngugarpurinn Kristin Harila setti í síðasta mánuði heimsmet þegar hún kleif fjórtán hæstu tinda heims á einungis 92 dögum. Tindana kleif hún ásamt Tenjen Sherpa. Metið var slegið þann 27. júlí síðastliðinn þegar hún náði tindi K2, næst hæsta fjalls heims. Á myndskeiði sem dreift hefur verið um samfélagsmiðla má sjá gönguhóp, sem Harila tilheyrði ekki, á fjallinu að klifra yfir slasaðan burðarmann sem hafði fallið af klettasyllu, án þess að veita honum hjálp. Maðurinn hét Mohammed Hassan og var pakistanskur burðarmaður fyrir þá sem leggja leið sína upp tindinn. Hann lést nokkrum klukkustundum eftir að myndskeiðið var tekið upp. Reyndu að bjarga honum Myndskeiðið var tekið sama dag og Harila gekk fjallið. Eftir að því var deilt á samfélagsmiðla hefur hún sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa ekki hjálpað deyjandi manninum, sem hafði runnið af syllunni og flækst í klifurreipum. Kristin Harila segir í samtali við Sky News að hún sé sé fórnarlamb rógburðar og hatursfullra skilaboða vegna atviksins. Að hennar sögn hafi hópurinn reynt að hjálpa manninum í margar klukkustundir en aðstæðurnar hafi verið of erfiðar. Hún segir að hópurinn hennar hafi verið skammt fyrir aftan manninn þegar hann féll. Hluti fjallsins sem hann féll á er oft líkt við flöskuháls og hættulegt er að vera þar lengi. Harila segir að hópnum hafi verið skipt í tvennt þannig að meðal annars hún og Sherpa héldu förinni áfram en annar hluti hópsins varð eftir og reyndi að bjarga manninum, án árangurs. Sagan önnur ef um Vesturlandabúa ræddi Maðurinn sem tók myndskeiðið er þýski ljósmyndarinn Philip Flaeming. Hann sneri við á miðri leið vegna of hættulegra aðstæðna. Hann segir í samtali við Sky News að ekki sé hægt að svara fyrir hegðun göngufólksins á fjallinu. „Enginn getur sagt mér að manninum hefði ekki getað verið bjargað,“ segir hann. Flaeming segir að í mörgum tilfellum hafi fólki verið bjargað í átta þúsund metra hæð, auðveldlega hefði verið hægt að hjálpa Hassan að komast aftur niður á þessum hluta tindsins. Austurríski fjallgöngumaðurinn Wilhelm Steindl, sem var á K2 sama dag og atvikið átti sér stað, segir að komið hefði verið fram við Hassan eins og annars flokks manneskju á fjallinu. Hefði hann verið frá vesturlöndum hefði honum umsvifalaust verið bjargað. „Enginn bar ábyrgð á honum. Það sem gerðist er til skammar. Lifandi manneskja var skilin eftir til þess að hægt yrði að setja ný met,“ sagði Steindl við austurríska miðla. The Telegraph deildi myndskeiðinu á Twitter, sem nálgast má hér að neðan. WATCH: What happened there is a disgrace. A living human was left lying so that records could be set. Top mountaineer, Kristin Harila, defends walking past dying Sherpa, Mohammed Hassan, in pursuit of K2 record.https://t.co/4jGlf5syS6 pic.twitter.com/g9K0zwTQd7— The Telegraph (@Telegraph) August 10, 2023 Fjallamennska Noregur Pakistan Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Norski fjallgöngugarpurinn Kristin Harila setti í síðasta mánuði heimsmet þegar hún kleif fjórtán hæstu tinda heims á einungis 92 dögum. Tindana kleif hún ásamt Tenjen Sherpa. Metið var slegið þann 27. júlí síðastliðinn þegar hún náði tindi K2, næst hæsta fjalls heims. Á myndskeiði sem dreift hefur verið um samfélagsmiðla má sjá gönguhóp, sem Harila tilheyrði ekki, á fjallinu að klifra yfir slasaðan burðarmann sem hafði fallið af klettasyllu, án þess að veita honum hjálp. Maðurinn hét Mohammed Hassan og var pakistanskur burðarmaður fyrir þá sem leggja leið sína upp tindinn. Hann lést nokkrum klukkustundum eftir að myndskeiðið var tekið upp. Reyndu að bjarga honum Myndskeiðið var tekið sama dag og Harila gekk fjallið. Eftir að því var deilt á samfélagsmiðla hefur hún sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa ekki hjálpað deyjandi manninum, sem hafði runnið af syllunni og flækst í klifurreipum. Kristin Harila segir í samtali við Sky News að hún sé sé fórnarlamb rógburðar og hatursfullra skilaboða vegna atviksins. Að hennar sögn hafi hópurinn reynt að hjálpa manninum í margar klukkustundir en aðstæðurnar hafi verið of erfiðar. Hún segir að hópurinn hennar hafi verið skammt fyrir aftan manninn þegar hann féll. Hluti fjallsins sem hann féll á er oft líkt við flöskuháls og hættulegt er að vera þar lengi. Harila segir að hópnum hafi verið skipt í tvennt þannig að meðal annars hún og Sherpa héldu förinni áfram en annar hluti hópsins varð eftir og reyndi að bjarga manninum, án árangurs. Sagan önnur ef um Vesturlandabúa ræddi Maðurinn sem tók myndskeiðið er þýski ljósmyndarinn Philip Flaeming. Hann sneri við á miðri leið vegna of hættulegra aðstæðna. Hann segir í samtali við Sky News að ekki sé hægt að svara fyrir hegðun göngufólksins á fjallinu. „Enginn getur sagt mér að manninum hefði ekki getað verið bjargað,“ segir hann. Flaeming segir að í mörgum tilfellum hafi fólki verið bjargað í átta þúsund metra hæð, auðveldlega hefði verið hægt að hjálpa Hassan að komast aftur niður á þessum hluta tindsins. Austurríski fjallgöngumaðurinn Wilhelm Steindl, sem var á K2 sama dag og atvikið átti sér stað, segir að komið hefði verið fram við Hassan eins og annars flokks manneskju á fjallinu. Hefði hann verið frá vesturlöndum hefði honum umsvifalaust verið bjargað. „Enginn bar ábyrgð á honum. Það sem gerðist er til skammar. Lifandi manneskja var skilin eftir til þess að hægt yrði að setja ný met,“ sagði Steindl við austurríska miðla. The Telegraph deildi myndskeiðinu á Twitter, sem nálgast má hér að neðan. WATCH: What happened there is a disgrace. A living human was left lying so that records could be set. Top mountaineer, Kristin Harila, defends walking past dying Sherpa, Mohammed Hassan, in pursuit of K2 record.https://t.co/4jGlf5syS6 pic.twitter.com/g9K0zwTQd7— The Telegraph (@Telegraph) August 10, 2023
Fjallamennska Noregur Pakistan Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira