Fótbolti

Þrjú víti er Jón Dagur skoraði í tapi

Valur Páll Eiríksson skrifar
Jón Dagur skoraði í dag.
Jón Dagur skoraði í dag. Leuven

Jón Dagur Þorsteinsson var á skotskónum í liði OH Leuven sem tapaði 5-1 fyrir toppliði Union St. Gilloise í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Leuven leitar enn fyrsta sigurs leiktíðarinnar.

Finninn Casper Terho kom Union-liðum yfir á 21. mínútu og Svisslendingurinn Cameron Puertas tvöfaldaði forystu Brusselbúa eftir rúmlega hálftímaleik.

Jón Dagur minnkaði muninn fyrir Leuven skömmu eftir það og staðan 2-1 í hléi.

Tvö vítaspyrnumörk þýska framherjans Dennis Eckert eftir hlé, og þriðja vítaspyrnumarkið frá Gustaf Nilsson í lokin, tryggðu Union 5-1 sigur og er liðið með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir þrjá leiki. Leuven er með eitt stig í 14. sæti.

Í Noregi spilaði Ari Leifsson fyrstu 55 mínúturnar fyrir Strömgodset í 2-1 sigri á Sarpsborg í úrvalsdeildinni þar í landi. Staðan var 1-0 fyrir Sarpsborg þegar Ari fór af velli en Herman Stengal jafnaði fyrir Strömgodset áður en hann lagði sigurmarkið upp fyrir Eirik Andersen.

Strömgodset er í 10. sæti deildarinnar, af 16 liðum, með 23 stig eftir 18 leiki, stigi á eftir Sarpsborg sem er sæti ofar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×