Hulda á miklu flugi en Ragnhildur áfram efst Valur Páll Eiríksson skrifar 12. ágúst 2023 17:36 Hulda Clara átti skínandi hring. Hulda Clara Gestsdóttir spilaði best allra kvenna á Íslandsmótinu í golfi á Urriðavelli í dag. Ragnhildur Kristinsdóttir heldur þó tveggja högga forystu sinni. Ragnhildur var efst á tveimur undir pari fyrir hring dagsins, tveimur höggum á undan Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur sem var á pari. Báðar tvær léku þær á pari í dag og staða þeirra því óbreytt. Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG fór upp að hlið Guðrúnar Brár með besta hring dagsins en hún lék á fjórum höggum undir pari. Hún fékk fimm fugla og einn skolla á hringnum en fór aðrar brautir á pari. Perla Sól Sigurbrandsdóttir er einu höggi frá þeim Guðrúnu og Huldu en hún lék á tveimur undir pari í dag. Pamela Ósk Hjaltadóttir úr GM lék á þremur undir pari í dag en hún er í áttunda sæti á níu yfir parinu eftir þrjá hringi. Ragnhildur stendur áfram best að vígi fyrir lokahringinn á morgun en hún hefur spilað afar stöðugt golf á hringjunum þremur hingað til. Eigi Hulda Clara keimlíkan hring og í dag getur hins vegar allt gerst. Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ragnhildur var efst á tveimur undir pari fyrir hring dagsins, tveimur höggum á undan Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur sem var á pari. Báðar tvær léku þær á pari í dag og staða þeirra því óbreytt. Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG fór upp að hlið Guðrúnar Brár með besta hring dagsins en hún lék á fjórum höggum undir pari. Hún fékk fimm fugla og einn skolla á hringnum en fór aðrar brautir á pari. Perla Sól Sigurbrandsdóttir er einu höggi frá þeim Guðrúnu og Huldu en hún lék á tveimur undir pari í dag. Pamela Ósk Hjaltadóttir úr GM lék á þremur undir pari í dag en hún er í áttunda sæti á níu yfir parinu eftir þrjá hringi. Ragnhildur stendur áfram best að vígi fyrir lokahringinn á morgun en hún hefur spilað afar stöðugt golf á hringjunum þremur hingað til. Eigi Hulda Clara keimlíkan hring og í dag getur hins vegar allt gerst.
Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira