Vaskar konur safna fyrir endurbótum á Riishúsinu á Borðeyri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. ágúst 2023 20:31 Kristín Árnadóttir, sem er ein af vösku konunum í Riishúsinu á Borðeyri. Magnús Hlynur Hreiðarsson Vaskur hópur kvenna hefur rekið kaffihús og markað í Riishúsinu á Borðeyri við Hrútafjörð á Ströndum í sumar og safna með því fé til reksturs og endurbyggingar hússins. Í dag búa aðeins tíu íbúar á Borðeyri. Borðeyri er við vestanverðan Hrútafjörð og er eitt fámennasta þorp landsins. Staðurinn varð löggiltur verslunarstaður 1846 og samfelld verslun var á staðnum fram á 21. öld. Á síðari hluta 19. aldar var Borðeyri mikilvæg útskipunarhöfn er þaðan var m.a. flutt mikið af sauðfé sem selt var til dæmis til Bretlands og þaðan fóru margir þeirra sem fluttu "vestur um haf" og gerðust vesturfarar í Ameríku. Hér erum við að tala um Riishús, sem er gamalt járnklætt timburhús, ein hæð og ris með sneitt ofan af stöfnunum byggt 1862. Húsið var byggt sem íbúðarhús verslunarstjórans og var upphaflega kallað Faktorshús upp á dönsku. Miklar endurbætur þarf að gera á húsinu og því tóku sig saman nokkrar drífandi konur á Borðeyri og næsta nágrenni og hafa rekið þar markað og kaffihús í sumar til að safna peningum fyrir endurbótunum. „Í dag er hér bæði nytjamarkaður og handverksmarkaður svo er lítið kaffihús hérna líka þar sem við seljum kaffi og vöfflur og fleira og svo heimasteiktar kleinur, súkkulaði og sultur,” segir Kristín Árnadóttir ein af vösku konunum í Riishúsinu og bætir við. „Það er bara nóg að gera. Við erum yfirleitt ekki margar, sem vinum hérna en við skiptumst á og reynum að þjóna fólki eins vel og við getum.” Riishús er gamalt járnklætt timburhús, ein hæð og ris með sneitt ofan af stöfnunum byggt 1862. Húsið var byggt sem íbúðarhús verslunarstjórans og var upphaflega kallað Faktorshús upp á dönsku.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristín segir Riishús kennt við merkilegan kaupmann, sem kom á Borðeyri 1890. „Og var hér í tæplega 30 ár og var geysilega vinsæll og virtur maður. Hann kom ákaflega vel fram við íbúana og við viðskiptavini sína enda kvöddu þeir hann með virtum þegar hann fór.” Kristín, sem er meðal annars fyrrverandi skólastjóri býr á Borðeyri. „Það er mjög gott að búa hérna, alveg yndislegt. Við erum mjög fá, sem búum hérna reyndar núna en það eru fleiri, sem búa náttúrulega í fyrrum Bæjarhreppi, sem núna tilheyrir Húnaþingi vestra.” Og allir velkomnir í Riishús í sumar? „Já, allir velkomnir og við fögnum öllum, sem koma hingað og biðjum þá til dæmis að skrifa í gestabókina okkar”, segir Kristín. Facebooksíða hópsins Húnaþing vestra Húsavernd Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Borðeyri er við vestanverðan Hrútafjörð og er eitt fámennasta þorp landsins. Staðurinn varð löggiltur verslunarstaður 1846 og samfelld verslun var á staðnum fram á 21. öld. Á síðari hluta 19. aldar var Borðeyri mikilvæg útskipunarhöfn er þaðan var m.a. flutt mikið af sauðfé sem selt var til dæmis til Bretlands og þaðan fóru margir þeirra sem fluttu "vestur um haf" og gerðust vesturfarar í Ameríku. Hér erum við að tala um Riishús, sem er gamalt járnklætt timburhús, ein hæð og ris með sneitt ofan af stöfnunum byggt 1862. Húsið var byggt sem íbúðarhús verslunarstjórans og var upphaflega kallað Faktorshús upp á dönsku. Miklar endurbætur þarf að gera á húsinu og því tóku sig saman nokkrar drífandi konur á Borðeyri og næsta nágrenni og hafa rekið þar markað og kaffihús í sumar til að safna peningum fyrir endurbótunum. „Í dag er hér bæði nytjamarkaður og handverksmarkaður svo er lítið kaffihús hérna líka þar sem við seljum kaffi og vöfflur og fleira og svo heimasteiktar kleinur, súkkulaði og sultur,” segir Kristín Árnadóttir ein af vösku konunum í Riishúsinu og bætir við. „Það er bara nóg að gera. Við erum yfirleitt ekki margar, sem vinum hérna en við skiptumst á og reynum að þjóna fólki eins vel og við getum.” Riishús er gamalt járnklætt timburhús, ein hæð og ris með sneitt ofan af stöfnunum byggt 1862. Húsið var byggt sem íbúðarhús verslunarstjórans og var upphaflega kallað Faktorshús upp á dönsku.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristín segir Riishús kennt við merkilegan kaupmann, sem kom á Borðeyri 1890. „Og var hér í tæplega 30 ár og var geysilega vinsæll og virtur maður. Hann kom ákaflega vel fram við íbúana og við viðskiptavini sína enda kvöddu þeir hann með virtum þegar hann fór.” Kristín, sem er meðal annars fyrrverandi skólastjóri býr á Borðeyri. „Það er mjög gott að búa hérna, alveg yndislegt. Við erum mjög fá, sem búum hérna reyndar núna en það eru fleiri, sem búa náttúrulega í fyrrum Bæjarhreppi, sem núna tilheyrir Húnaþingi vestra.” Og allir velkomnir í Riishús í sumar? „Já, allir velkomnir og við fögnum öllum, sem koma hingað og biðjum þá til dæmis að skrifa í gestabókina okkar”, segir Kristín. Facebooksíða hópsins
Húnaþing vestra Húsavernd Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira