Búið að tilkynna öllu flóttafólki um þjónustusviptingu í bili Helena Rós Sturludóttir skrifar 12. ágúst 2023 12:11 Blessing var á meðal þeirra sem vísað var úr húsakynnum embættis ríkislögreglustjóra í gær. Vísir/Vilhelm Búið að er að tilkynna öllum þeim sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd um yfirvofandi þjónustusviptingu í bili að sögn sérfræðings hjá ríkislögreglustjóra. Nýtt ákvæði í útlendingalögum sé krefjandi verkefni sem ekki hafi enn reynt á. Í gær var greint frá því í kvöldfréttum stöðvar tvö að hópi flóttafólks hafi verið gert að yfirgefa húsakynni Embættis ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði í gær eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Er það í samræmi við ný útlendingalög Jóns Gunnarssonar fyrrverandi dómsmálaráðherra sem samþykkt voru þann 15. mars. Kristín María Gunnarsdóttir sérfræðingur hjá ríkislögreglustjóra segir að 53 einstaklingum hafa verið tilkynnt um að þjónusta þeirra falli niður og þar af hafi tíu farið með stuðningi stjórnvalda eða eru að undirbúa brottför með aðstoð. „Þetta er að sjálfsögðu krefjandi verkefni og við erum að eiga við hóp sem er í virkilega viðkvæmri stöðu og svo náttúrulega eru þessi ákvæði í lögum ný. Það hefur ekki reynt á þetta, við erum að reyna framkvæma ákvæði sem hefur ekki verið gert áður og við reynum að gera það eftir bestu getu,“ segir Kristín. Málin geti þó komið til endurskoðunar hjá kærunefnd útlendingamála og eftir atvikum hjá dómstólum. „Ef þau komast að annarri niðurstöðu en við þá að sjálfsögðu förum við eftir því.“ Búið sé að tilkynna öllum sem hafi fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd um yfirvofandi þjónustusviptingu í bili. „En síðan gengur þetta út á það að þegar það kemur ákvörðun annað hvort Útlendingastofnun eða kærunefnd útlendingamála það er að segja ákvörðun um endanlega synjun þá fær fólk tilkynningu um að þjónusta falli niður að þrjátíu dögum liðnum,“ segir Kristín og að verkefnið eigi að vinnast jafn óðum. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 11. ágúst 2023 20:19 Býr í tjaldi í hraungjótu Tvítugur flóttamaður býr í hraungjótu en hann hefur misst allan rétt á þjónustu og aðstoð á Íslandi eftir endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Hann vill ekki fara aftur heim þar sem hann segist sæta ofsóknum vegna trúarbragða. 11. ágúst 2023 21:01 Barnafjölskyldur á flótta hafi verið sviptar þjónustu Umdeild breyting á útlendingalögum er farin að hafa áhrif á umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka segir barnafjölskyldur sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. 9. ágúst 2023 22:53 „Það eiga að vera undantekningar fyrir börn og fjölskyldur þeirra“ Þingmaður Pírata segir það hafa verið fyrirséð að barnafjölskyldur gætu verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að þau skuli undanþegin þar sem ný útlendingalög séu óskýr og loðin. Hún vonar að ríkisstjórnin sjái að sér og leiti betri lausna. 10. ágúst 2023 12:09 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Í gær var greint frá því í kvöldfréttum stöðvar tvö að hópi flóttafólks hafi verið gert að yfirgefa húsakynni Embættis ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði í gær eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Er það í samræmi við ný útlendingalög Jóns Gunnarssonar fyrrverandi dómsmálaráðherra sem samþykkt voru þann 15. mars. Kristín María Gunnarsdóttir sérfræðingur hjá ríkislögreglustjóra segir að 53 einstaklingum hafa verið tilkynnt um að þjónusta þeirra falli niður og þar af hafi tíu farið með stuðningi stjórnvalda eða eru að undirbúa brottför með aðstoð. „Þetta er að sjálfsögðu krefjandi verkefni og við erum að eiga við hóp sem er í virkilega viðkvæmri stöðu og svo náttúrulega eru þessi ákvæði í lögum ný. Það hefur ekki reynt á þetta, við erum að reyna framkvæma ákvæði sem hefur ekki verið gert áður og við reynum að gera það eftir bestu getu,“ segir Kristín. Málin geti þó komið til endurskoðunar hjá kærunefnd útlendingamála og eftir atvikum hjá dómstólum. „Ef þau komast að annarri niðurstöðu en við þá að sjálfsögðu förum við eftir því.“ Búið sé að tilkynna öllum sem hafi fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd um yfirvofandi þjónustusviptingu í bili. „En síðan gengur þetta út á það að þegar það kemur ákvörðun annað hvort Útlendingastofnun eða kærunefnd útlendingamála það er að segja ákvörðun um endanlega synjun þá fær fólk tilkynningu um að þjónusta falli niður að þrjátíu dögum liðnum,“ segir Kristín og að verkefnið eigi að vinnast jafn óðum.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 11. ágúst 2023 20:19 Býr í tjaldi í hraungjótu Tvítugur flóttamaður býr í hraungjótu en hann hefur misst allan rétt á þjónustu og aðstoð á Íslandi eftir endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Hann vill ekki fara aftur heim þar sem hann segist sæta ofsóknum vegna trúarbragða. 11. ágúst 2023 21:01 Barnafjölskyldur á flótta hafi verið sviptar þjónustu Umdeild breyting á útlendingalögum er farin að hafa áhrif á umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka segir barnafjölskyldur sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. 9. ágúst 2023 22:53 „Það eiga að vera undantekningar fyrir börn og fjölskyldur þeirra“ Þingmaður Pírata segir það hafa verið fyrirséð að barnafjölskyldur gætu verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að þau skuli undanþegin þar sem ný útlendingalög séu óskýr og loðin. Hún vonar að ríkisstjórnin sjái að sér og leiti betri lausna. 10. ágúst 2023 12:09 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 11. ágúst 2023 20:19
Býr í tjaldi í hraungjótu Tvítugur flóttamaður býr í hraungjótu en hann hefur misst allan rétt á þjónustu og aðstoð á Íslandi eftir endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Hann vill ekki fara aftur heim þar sem hann segist sæta ofsóknum vegna trúarbragða. 11. ágúst 2023 21:01
Barnafjölskyldur á flótta hafi verið sviptar þjónustu Umdeild breyting á útlendingalögum er farin að hafa áhrif á umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka segir barnafjölskyldur sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. 9. ágúst 2023 22:53
„Það eiga að vera undantekningar fyrir börn og fjölskyldur þeirra“ Þingmaður Pírata segir það hafa verið fyrirséð að barnafjölskyldur gætu verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að þau skuli undanþegin þar sem ný útlendingalög séu óskýr og loðin. Hún vonar að ríkisstjórnin sjái að sér og leiti betri lausna. 10. ágúst 2023 12:09