Ástralía í undanúrslit eftir dramatíska vítaspyrnukeppni Siggeir Ævarsson skrifar 12. ágúst 2023 10:12 4-liða úrslitin bíða þeirra. vísir/Getty Ástralía og Frakkland mættust í 8-liða úrslitum heimsmeistaramóts kvenna í morgun þar sem Ástralía komst áfram eftir bráðabana og eru komnar í undanúrslit á HM í fyrsta sinn í sögunni. Dramatíkin í vítaspyrnukeppninni var ótrúleg. Hvorugu liðinu tókst að koma boltanum í netið í venjulegum leiktíma og því varð að grípa til framlengingar. Á 100. mínútu komst Frakkland yfir eftir hornspyrnu en markið var dæmt af. Þetta var skrautleg sena því boltinn var augljóslega kominn útaf í meðförum Frakka áður en hornið var dæmt. Hornið fékk að standa og boltinn endaði í netinu eftir að heil hrúga af leikmönnum Ástrala flaug í jörðina í teignum og boltinn skoppaði inn af þvögunni en dómari leiksins dæmdi brot á Wendie Renard sem virtist þó vera algjör draugasnerting. Það varð því að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem boðið var upp á mikla dramatík. Rétt fyrir leikslok ákvað Hervé Renard þjálfari Frakka að finna sinn innri Louis Van Gaal og setti varamarkvörð sinn, Solene Durand, inn á. Það bar heldur betur árangur en Durand varði tvær vítaspyrnur. Bæði lið brenndu af sitthvorri spyrnunni úr fyrstu fimm og því var gripið til bráðabana. Þar fékk markvörðurinn Mackenzie Arnold gullið tækifæri til að verða hetja heimakvenna. Fyrst varði hún víti og fór svo sjálf á punktinn en skaut í stöngina. Hennar þætti var þó ekki lokið en hún varð 9. spyrnu Frakka tvisvar. Það dugði þó ekki til sigurs því Durand átti svo alveg hreint ótrúlega vörslu, þar sem hún fór í rangt horn en náði samt að slæma hendinni í boltann. Varamaðurinn Vicki Becho fékk tækifæri til að halda þessari ótrúlega löngu vítaspyrnu gangandi en skaut í stöngina. Þá kom annar varamaður á punktinn, Cortnee Vine. Þriðja tækifæri Ástrala til að klára leikinn og þá loksins kom það. Durand í rétt horn en spyrnan örugg. Ótrúleg dramatík sem boðið var upp á hér í morgunsárið en gestgjafar Ástralíu eru komnar í undanúrslit, í fyrsta sinn sem liðið nær svona langt á HM. Frakkar á leiðinni heim. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Sjá meira
Hvorugu liðinu tókst að koma boltanum í netið í venjulegum leiktíma og því varð að grípa til framlengingar. Á 100. mínútu komst Frakkland yfir eftir hornspyrnu en markið var dæmt af. Þetta var skrautleg sena því boltinn var augljóslega kominn útaf í meðförum Frakka áður en hornið var dæmt. Hornið fékk að standa og boltinn endaði í netinu eftir að heil hrúga af leikmönnum Ástrala flaug í jörðina í teignum og boltinn skoppaði inn af þvögunni en dómari leiksins dæmdi brot á Wendie Renard sem virtist þó vera algjör draugasnerting. Það varð því að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem boðið var upp á mikla dramatík. Rétt fyrir leikslok ákvað Hervé Renard þjálfari Frakka að finna sinn innri Louis Van Gaal og setti varamarkvörð sinn, Solene Durand, inn á. Það bar heldur betur árangur en Durand varði tvær vítaspyrnur. Bæði lið brenndu af sitthvorri spyrnunni úr fyrstu fimm og því var gripið til bráðabana. Þar fékk markvörðurinn Mackenzie Arnold gullið tækifæri til að verða hetja heimakvenna. Fyrst varði hún víti og fór svo sjálf á punktinn en skaut í stöngina. Hennar þætti var þó ekki lokið en hún varð 9. spyrnu Frakka tvisvar. Það dugði þó ekki til sigurs því Durand átti svo alveg hreint ótrúlega vörslu, þar sem hún fór í rangt horn en náði samt að slæma hendinni í boltann. Varamaðurinn Vicki Becho fékk tækifæri til að halda þessari ótrúlega löngu vítaspyrnu gangandi en skaut í stöngina. Þá kom annar varamaður á punktinn, Cortnee Vine. Þriðja tækifæri Ástrala til að klára leikinn og þá loksins kom það. Durand í rétt horn en spyrnan örugg. Ótrúleg dramatík sem boðið var upp á hér í morgunsárið en gestgjafar Ástralíu eru komnar í undanúrslit, í fyrsta sinn sem liðið nær svona langt á HM. Frakkar á leiðinni heim.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Sjá meira