Innlent

Að­stoðuðu hóp göngu­fólks í sjálf­heldu

Eiður Þór Árnason skrifar
Björgunarsveitarfólk var kallað á staðinn í gærkvöldi. 
Björgunarsveitarfólk var kallað á staðinn í gærkvöldi.  Landsbjörg

Björgunarsveitarfólk aðstoðaði hóp göngufólks í gærkvöldi sem taldi sig vera komið í sjálfheldu í brattlendi í hlíð milli Skarðstinds og Nípukolls í Norðfirði.

Fjórir voru saman á ferð og óskuðu eftir aðstoð þegar þeir treystu sér ekki lengra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg en björgunarfólk hélt af stað gangandi til móts við fólkið eftir að það hafði verið staðsett í fjallinu með aðstoð dróna. 

Að sögn Landsbjargar var reynt var að leiðbeina fólkinu niður miðað við hvað sást á drónamyndum og í kíki neðanfrá. Björgunarfólk hafi að lokum komist að hópnum og leiðbeint honum niður hlíðina.

Fólkið var staðsett með aðstoð dróna sem streymdi myndefni til björgunarsveitarfólks.Landsbjörg
Fólkið var í talsverðu brattlendi í hlíð milli Skarðstinds og Nípukolls í Norðfirði.Landsbjörg
Einnig var notast við kíki í aðgerðunum.Landsbjörg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×