Segjast hafa afhjúpað kínverskan njósnara sem CIA tældi Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. ágúst 2023 10:36 Kínverskir hermenn marsera á Tiananmen-torgi. Hinn 52 ára Zeng færði CIA gögn um kínverska herinn. EPA/How Hwee Young Kínversk yfirvöld segjast hafa afhjúpað kínverskan njósnara sem vann fyrir Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Maðurinn vann í kínverskum hergagnaiðnaði og á að hafa boðist að flytja til Bandaríkjanna í skiptum fyrir viðkvæmar hernaðarupplýsingar. Varnarmálaráðuneyti Kína greindi frá þessu í tilkynningu í dag. Þar segir að hinn 52 ára Zeng hafi verið sendur til Ítalíu í nám á vegum vinnu sinnar. Á Ítalíu kynntist hann Seth nokkrum, fulltrúa leyniþjónustunnar hjá bandaríska sendiráðinu í Róm, og urðu þeir góðir vinir. Seth hafi sannfært Zeng um að gefa sér „viðkvæmar upplýsingar um kínverska herinn“ í skiptum fyrir væna þóknun og hjálp við að koma Zeng og fjölskyldu hans til Bandaríkjanna að sögn ráðuneytisins. Vinskapur umbylti pólitískri afstöðu Seth og Zeng þróuðu með sér „náið“ samband í gegnum kvöldverði, hittinga og ferðir í óperuna. Smátt og smátt varð Zeng „sálfræðilega háður Seth“ að sögn varnarmálaráðuneytisins. CIA-fulltrúinn hafi nýtt sér það til að „innræta Zeng með vestrænum gildum. Freistingar Seth komu pólitískri afstöðu Zeng úr jafnvægi,“ segir í Global Times, gulu pressu kínverska kommúnistaflokksins. Samkvæmt CCTV á Zeng að hafa skrifað undir njósnasamkomulag við Bandaríkin og hlotið viðeigandi þjálfun áður en hann sneri aftur til Kína til að vinna að njósnum. Þar hafi hann hitt fulltrúa CIA mörgum sinnum, fært þeim upplýsingar og fengið greitt úr sjóðum leyniþjónustunnar. Ekki kemur fram hvenær málsatvik áttu sér stað en mál Zeng hefur verið sent til kínverskra saksóknara. Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Sjóliðar seldu leynilegar upplýsingar til Kína Tveir bandarískir sjóliðar voru hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að senda viðkvæmar og leynilegar upplýsingar til kínverskra útsendara. Annar þeirra var handtekinn á miðvikudaginn þegar hann mætti í vinnu í flotastöðinni í San Diego en hinn vann í flotastöð í Kaliforníu. 4. ágúst 2023 11:06 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Kína greindi frá þessu í tilkynningu í dag. Þar segir að hinn 52 ára Zeng hafi verið sendur til Ítalíu í nám á vegum vinnu sinnar. Á Ítalíu kynntist hann Seth nokkrum, fulltrúa leyniþjónustunnar hjá bandaríska sendiráðinu í Róm, og urðu þeir góðir vinir. Seth hafi sannfært Zeng um að gefa sér „viðkvæmar upplýsingar um kínverska herinn“ í skiptum fyrir væna þóknun og hjálp við að koma Zeng og fjölskyldu hans til Bandaríkjanna að sögn ráðuneytisins. Vinskapur umbylti pólitískri afstöðu Seth og Zeng þróuðu með sér „náið“ samband í gegnum kvöldverði, hittinga og ferðir í óperuna. Smátt og smátt varð Zeng „sálfræðilega háður Seth“ að sögn varnarmálaráðuneytisins. CIA-fulltrúinn hafi nýtt sér það til að „innræta Zeng með vestrænum gildum. Freistingar Seth komu pólitískri afstöðu Zeng úr jafnvægi,“ segir í Global Times, gulu pressu kínverska kommúnistaflokksins. Samkvæmt CCTV á Zeng að hafa skrifað undir njósnasamkomulag við Bandaríkin og hlotið viðeigandi þjálfun áður en hann sneri aftur til Kína til að vinna að njósnum. Þar hafi hann hitt fulltrúa CIA mörgum sinnum, fært þeim upplýsingar og fengið greitt úr sjóðum leyniþjónustunnar. Ekki kemur fram hvenær málsatvik áttu sér stað en mál Zeng hefur verið sent til kínverskra saksóknara.
Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Sjóliðar seldu leynilegar upplýsingar til Kína Tveir bandarískir sjóliðar voru hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að senda viðkvæmar og leynilegar upplýsingar til kínverskra útsendara. Annar þeirra var handtekinn á miðvikudaginn þegar hann mætti í vinnu í flotastöðinni í San Diego en hinn vann í flotastöð í Kaliforníu. 4. ágúst 2023 11:06 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira
Sjóliðar seldu leynilegar upplýsingar til Kína Tveir bandarískir sjóliðar voru hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að senda viðkvæmar og leynilegar upplýsingar til kínverskra útsendara. Annar þeirra var handtekinn á miðvikudaginn þegar hann mætti í vinnu í flotastöðinni í San Diego en hinn vann í flotastöð í Kaliforníu. 4. ágúst 2023 11:06