Vildi gera „eitthvað alveg nýtt“ í treyjuhönnun Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. ágúst 2023 00:05 Treyjan seldist upp á mettíma að næturlagi. Færri komust að en vildu þegar sala á sérhönnuðum Víkingstreyjum til styrktar góðu málefni fóru á sölu á miðnætti. Leikjahæsti leikmaður Víkings, sem jafnframt átti hugmyndina að treyjunni, vildi gera „eitthvað alveg nýtt“ í treyjuhönnun á Íslandi. Um er að ræða treyju hannaða af Hildi Yeoman sem er framleidd í minningu Svavars Péturs Eysteinssonar, Prins Póló, til styrktar Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fólks sem hefur fengið krabbamein og aðstandenda þess. Salan átti að fara fram á miðnætti 10. ágúst en fjöldi áhugasamra var svo mikil að vefsíða Víkings hrundi. Henni var komið aftur í lag um klukkan hálf tvö og seldust treyjurnar þá upp á mettíma. Sjá einnig: Barist að næturlagi um nýjustu treyju Víkings Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Halldór Smára Sigurðsson leikmann Víkings, sem átti hugmyndina að verkefninu, og Hildi Yeoman: „Hugmyndin snerist um það að gera eitthvað alveg nýtt í treyjuhönnun. Við vildum fá hönnuð með okkur í lið og þá að einkenni hönnuðarins myndu skína í gegn en ekki einkenni Víkings. Þess vegna leitaði ég til Hildar,“ segir Halldór Smári. „Þetta er ölduteikning. Nýja línan snerist um hafið. Okkur fannst það henta vel fyrir Víkingana, öldurnar,“ segir Hildur. Berglind Häsler, ekkja Svavars Péturs, ræddi einnig treyjuna en leitað var til hennar við skipulagningu treyjuverkefnisins. Berglind og fjölskylda býr í Fossvoginum og segir hún að það hafi alltaf verið draumur Prins Póló að semja víkingslagið. Á treyjunni eru skilaboðin „Nú er góður tími“ sem Berglind útskýrir: „Þetta er eitt af síðustu lögunum sem hann samdi, til þess að minna okkur á að núna er góður tími. Mér fannst það passa vel við fótboltann. Við viljum hafa góð skilaboð og það er sannarlega alltaf góð skilaboð að lifa í núinu.“ Tíska og hönnun Hjálparstarf Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Barist að næturlagi um nýjustu treyju Víkings Færri komust að en vildu þegar sala á sérhönnuðum Víkingstreyjum til styrktar góðu málefni fóru að sölu á miðnætti. Pöntunarkerfið hrundi en allar 210 treyjurnar sem voru í boði eru seldar. Treyjan er framleidd í minningu Svavars Péturs Eysteinssonar, Prins Póló. Kóróna og texti úr lagi hans má finna á treyjunni. 10. ágúst 2023 08:27 Kóróna og laglína Prins Póló á nýrri treyju Víkings Ný góðgerðartreyja Víkings í samstarfi við hönnuðinn Hildi Yeoman heiðrar minningu tónlistarmannsins Svavars Péturs Eysteinssonar, Prins Póló, sem lést langt fyrir aldur fram í september í fyrra eftir baráttu við krabbamein. Allur ágóði sölunnar rennur til Ljóssins. 8. ágúst 2023 15:19 Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
Um er að ræða treyju hannaða af Hildi Yeoman sem er framleidd í minningu Svavars Péturs Eysteinssonar, Prins Póló, til styrktar Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fólks sem hefur fengið krabbamein og aðstandenda þess. Salan átti að fara fram á miðnætti 10. ágúst en fjöldi áhugasamra var svo mikil að vefsíða Víkings hrundi. Henni var komið aftur í lag um klukkan hálf tvö og seldust treyjurnar þá upp á mettíma. Sjá einnig: Barist að næturlagi um nýjustu treyju Víkings Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Halldór Smára Sigurðsson leikmann Víkings, sem átti hugmyndina að verkefninu, og Hildi Yeoman: „Hugmyndin snerist um það að gera eitthvað alveg nýtt í treyjuhönnun. Við vildum fá hönnuð með okkur í lið og þá að einkenni hönnuðarins myndu skína í gegn en ekki einkenni Víkings. Þess vegna leitaði ég til Hildar,“ segir Halldór Smári. „Þetta er ölduteikning. Nýja línan snerist um hafið. Okkur fannst það henta vel fyrir Víkingana, öldurnar,“ segir Hildur. Berglind Häsler, ekkja Svavars Péturs, ræddi einnig treyjuna en leitað var til hennar við skipulagningu treyjuverkefnisins. Berglind og fjölskylda býr í Fossvoginum og segir hún að það hafi alltaf verið draumur Prins Póló að semja víkingslagið. Á treyjunni eru skilaboðin „Nú er góður tími“ sem Berglind útskýrir: „Þetta er eitt af síðustu lögunum sem hann samdi, til þess að minna okkur á að núna er góður tími. Mér fannst það passa vel við fótboltann. Við viljum hafa góð skilaboð og það er sannarlega alltaf góð skilaboð að lifa í núinu.“
Tíska og hönnun Hjálparstarf Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Barist að næturlagi um nýjustu treyju Víkings Færri komust að en vildu þegar sala á sérhönnuðum Víkingstreyjum til styrktar góðu málefni fóru að sölu á miðnætti. Pöntunarkerfið hrundi en allar 210 treyjurnar sem voru í boði eru seldar. Treyjan er framleidd í minningu Svavars Péturs Eysteinssonar, Prins Póló. Kóróna og texti úr lagi hans má finna á treyjunni. 10. ágúst 2023 08:27 Kóróna og laglína Prins Póló á nýrri treyju Víkings Ný góðgerðartreyja Víkings í samstarfi við hönnuðinn Hildi Yeoman heiðrar minningu tónlistarmannsins Svavars Péturs Eysteinssonar, Prins Póló, sem lést langt fyrir aldur fram í september í fyrra eftir baráttu við krabbamein. Allur ágóði sölunnar rennur til Ljóssins. 8. ágúst 2023 15:19 Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
Barist að næturlagi um nýjustu treyju Víkings Færri komust að en vildu þegar sala á sérhönnuðum Víkingstreyjum til styrktar góðu málefni fóru að sölu á miðnætti. Pöntunarkerfið hrundi en allar 210 treyjurnar sem voru í boði eru seldar. Treyjan er framleidd í minningu Svavars Péturs Eysteinssonar, Prins Póló. Kóróna og texti úr lagi hans má finna á treyjunni. 10. ágúst 2023 08:27
Kóróna og laglína Prins Póló á nýrri treyju Víkings Ný góðgerðartreyja Víkings í samstarfi við hönnuðinn Hildi Yeoman heiðrar minningu tónlistarmannsins Svavars Péturs Eysteinssonar, Prins Póló, sem lést langt fyrir aldur fram í september í fyrra eftir baráttu við krabbamein. Allur ágóði sölunnar rennur til Ljóssins. 8. ágúst 2023 15:19