Jarðgöng þurfi til að leysa út verðmæti á landsbyggðinni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. ágúst 2023 23:11 Villhjálmur Árnason þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir mikil verðmæti glatast á landsbyggðinni vegna óviðunandi samgangna. Verðmætin séu það sem skipti máli við jarðgangagerð en ekki kostnaður á hvern íbúa. Í gær var fjallað um umsögn vestfirska fyrirtækisins Kerecis við samgönguáætlun innviðaráðherra næstu fimmtán ára. Í umsögninni segir að Vestfirðir séu áfram jaðarsettir á landinu í áætluninni og kallað eftir fimm jarðgöngum sem hluti af svokallaðri vestfjarðalínu. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður samgöngunefndar Alþingis ræddi þörf jarðgangagerð og samgöngumál á landsbyggðinni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það er mikil eftirspurn í öllum landshlutum. Samgöngur eru eitt stærsta grunnþjónustumálið. Í umræðunni er oft fjallað um kostnaðinn og hvað það búa margir á hverju svæði, kostnað á hvern íbúa og annað slíkt. Ég held að við eigum að horfa til þess að þetta er forsenda uppbyggingar á atvinnulífi,“ segir Vilhjálmur. Glötuð verðmæti „Þetta myndi auka hagvöxt fyrirtækja. Á meðan við erum ekki að gera þessi göng og aðrar samgöngubætur eru alveg ótrúlega mikil verðmæti óútleyst, á öllum þessum landshlutum hringinn í kringum landið, þar sem að verðmætin verða til,“ segir Vilhjálmur sem nefnir í því sambandi landbúnað, sjávarútveg, nýsköpun, ál- og kísilframleiðslu. „Þetta eru útflutningsverðmæti íslenskrar þjóðar. Ég held að það séu enn þá mikið af slíkum verðmætum óútleyst sem við getum leyst út með aukinni jarðgangagerð.“ Hann segir þróun hafa átt sér stað í tækni til að bora göng. Þekkingin sömuleiðis. „Við sjáum að umferðin er alltaf meiri en búist var við í gegnum þessi mannvirki. Þau verða hagkvæmari en hagkvæmisútreikningar sögðu til áður.“ Vilhjálmur telur því að fleiri fyrirtæki líkt og Kerecis á Vestfjörðum myndu spretta upp, með betri samgöngum. „Ég held að við þurfum að horfa á þetta út frá því hvaða verðmæti við erum mögulega að glata, ef fyrirtæki treysta sér ekki til að starfa á þessum svæðum þar sem ekki er hægt að treysta á samgöngur. En ekki bara að horfa á þetta út frá íbúafjölda og kostnað per íbúa,“ segir Vilhjálmur. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum að ofan. Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarðgöng á Íslandi Byggðamál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Í gær var fjallað um umsögn vestfirska fyrirtækisins Kerecis við samgönguáætlun innviðaráðherra næstu fimmtán ára. Í umsögninni segir að Vestfirðir séu áfram jaðarsettir á landinu í áætluninni og kallað eftir fimm jarðgöngum sem hluti af svokallaðri vestfjarðalínu. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður samgöngunefndar Alþingis ræddi þörf jarðgangagerð og samgöngumál á landsbyggðinni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það er mikil eftirspurn í öllum landshlutum. Samgöngur eru eitt stærsta grunnþjónustumálið. Í umræðunni er oft fjallað um kostnaðinn og hvað það búa margir á hverju svæði, kostnað á hvern íbúa og annað slíkt. Ég held að við eigum að horfa til þess að þetta er forsenda uppbyggingar á atvinnulífi,“ segir Vilhjálmur. Glötuð verðmæti „Þetta myndi auka hagvöxt fyrirtækja. Á meðan við erum ekki að gera þessi göng og aðrar samgöngubætur eru alveg ótrúlega mikil verðmæti óútleyst, á öllum þessum landshlutum hringinn í kringum landið, þar sem að verðmætin verða til,“ segir Vilhjálmur sem nefnir í því sambandi landbúnað, sjávarútveg, nýsköpun, ál- og kísilframleiðslu. „Þetta eru útflutningsverðmæti íslenskrar þjóðar. Ég held að það séu enn þá mikið af slíkum verðmætum óútleyst sem við getum leyst út með aukinni jarðgangagerð.“ Hann segir þróun hafa átt sér stað í tækni til að bora göng. Þekkingin sömuleiðis. „Við sjáum að umferðin er alltaf meiri en búist var við í gegnum þessi mannvirki. Þau verða hagkvæmari en hagkvæmisútreikningar sögðu til áður.“ Vilhjálmur telur því að fleiri fyrirtæki líkt og Kerecis á Vestfjörðum myndu spretta upp, með betri samgöngum. „Ég held að við þurfum að horfa á þetta út frá því hvaða verðmæti við erum mögulega að glata, ef fyrirtæki treysta sér ekki til að starfa á þessum svæðum þar sem ekki er hægt að treysta á samgöngur. En ekki bara að horfa á þetta út frá íbúafjölda og kostnað per íbúa,“ segir Vilhjálmur. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum að ofan.
Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarðgöng á Íslandi Byggðamál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira