Mickelson hafi veðjað yfir 130 milljörðum á seinustu þrem áratugum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. ágúst 2023 22:45 Atvinnufjárhættuspilarinn Billy Walters segir að Phil Mickelson hafi tapað um 100 milljónum dollara í veðmálum sínum. Charlie Crowhurst/R&A/R&A via Getty Images Atvinnufjárhættuspilarinn Billy Walters greinir frá því í væntanlegri bók sinni að kylfingurinn Phil Mickelson hafi veðjað meira en einum milljarði bandaríkjadollara á hinar ýmsu íþróttir síðustu þrjá áratugi, en það samsvarar rúmlega 130 milljörðum íslenskra króna. Í bók sinni, sem ber heitið Gambler: Secrets from a Life of Risk, fer Walters ítarlega yfir veðmálahegðun Mickelson á síðustu áratugum og samband þeirra, en Walters er talinn farsælasti fjárhættuspilari Bandaríkjanna. Í bókinni segir Walters frá því að á síðustu þremur áratugum hafi Mickelson líklega veðjað meira en einum milljarði dollara á hinar ýmsu íþróttir og þar á meðal hafi hann árið 2012 reynt að veðja 400 þúsund dollurum (52,6 milljónum íslenskra króna) á sig og liðsfélaga sína í bandaríska liðinu í Ryder-bikarnum. Over the last three decades, Phil Mickelson allegedly:-Lost close to $100 million gambling-Tried to bet on a Ryder Cup he was competing in-Made 43 bets on MLB games in ONE DAY(via Billy Walters, h/t Fire Pit Collective) pic.twitter.com/LM31FDaV6j— Bleacher Report (@BleacherReport) August 10, 2023 Þá segir Walters einnig frá því að samkvæmt hans heimildum hafi Mickelson á árunum 2010 til 2014 hafi Mickelson 858 sinnum veðjað 220 þúsund dollurum og í 1.115 skipti hafi hann veðjað 110 þúsund dollurum. Samkvæmt grófum útreikningum Walters hefur kylfingurinn tapað yfr 100 milljónum dollara á seinustu þremur áratugum, en það samsvarar um 13 milljörðum íslenskra króna. Golf Fjárhættuspil Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Í bók sinni, sem ber heitið Gambler: Secrets from a Life of Risk, fer Walters ítarlega yfir veðmálahegðun Mickelson á síðustu áratugum og samband þeirra, en Walters er talinn farsælasti fjárhættuspilari Bandaríkjanna. Í bókinni segir Walters frá því að á síðustu þremur áratugum hafi Mickelson líklega veðjað meira en einum milljarði dollara á hinar ýmsu íþróttir og þar á meðal hafi hann árið 2012 reynt að veðja 400 þúsund dollurum (52,6 milljónum íslenskra króna) á sig og liðsfélaga sína í bandaríska liðinu í Ryder-bikarnum. Over the last three decades, Phil Mickelson allegedly:-Lost close to $100 million gambling-Tried to bet on a Ryder Cup he was competing in-Made 43 bets on MLB games in ONE DAY(via Billy Walters, h/t Fire Pit Collective) pic.twitter.com/LM31FDaV6j— Bleacher Report (@BleacherReport) August 10, 2023 Þá segir Walters einnig frá því að samkvæmt hans heimildum hafi Mickelson á árunum 2010 til 2014 hafi Mickelson 858 sinnum veðjað 220 þúsund dollurum og í 1.115 skipti hafi hann veðjað 110 þúsund dollurum. Samkvæmt grófum útreikningum Walters hefur kylfingurinn tapað yfr 100 milljónum dollara á seinustu þremur áratugum, en það samsvarar um 13 milljörðum íslenskra króna.
Golf Fjárhættuspil Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira