„Það eiga að vera undantekningar fyrir börn og fjölskyldur þeirra“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 10. ágúst 2023 12:09 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir það hafa verið fyrirséð að barnafjölskyldur og aðrir í viðkvæmri stöðu gætu verið sviptar þjónustu í kjölfar nýrra útlendingalaga. Vísir/Vilhelm Þingmaður Pírata segir það hafa verið fyrirséð að barnafjölskyldur gætu verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að þau skuli undanþegin þar sem ný útlendingalög séu óskýr og loðin. Hún vonar að ríkisstjórnin sjái að sér og leiti betri lausna. Greint var frá því í fréttum Stöðvar tvö í gær að barnafjölskyldur á flótta hafi verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að útlendingalögin kveði á um að það megi almennt ekki. Ákvæði um að réttindi umsækjenda um alþjóðlega vernd falli úr gildi þrjátíu dögum eftir að þeim hefur verið synjað um vernd á tveimur stjórnsýslustigum tók í gildi þegar umdeilt útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar fyrrverandi dómsmálaráðherra var samþykkt 15 mars síðastliðinn. Samræmist ekki lögum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir aðgerðirnar nú ekki í samræmi við lögin. „Það var gert skýrt við meðferð frumvarpsins að þessir einstaklingar ættu að vera undanþegnir en eins og við bentum á þá er þetta ákvæði í lögunum óskýrt, það er loðið, það er flókið og það er algjörlega óútfært. Þessi lög eru mjög vanhugsuð og í rauninni ekki nógu vel unnin,“ segir Arndís Anna. Píratar hafi varað við að þessi staða gæti komið upp, sem er flókin og erfið fyrir kerfið auk þeirra sem finni fyrir áhrif laganna. Engar opnar undanþágur Arndís Anna segir margt fólk, í allskonar stöðu, nú vera að missa þjónustu. „Við bentum á það annars vegar að lögin væru óskýr, þau væru ósanngjörn. Það eru engar opnar undanþágur til dæmis fyrir einstaklinga í gríðarlega viðkvæmri stöðu,“ segir hún og bætir við: „Það eiga að vera undantekningar fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Sú undantekning er mjög víðtækt orðuð í lögunum þannig jú að einhverju leyti kemur að óvart að það sé engu að síður verið að vísa börnum á götuna. En við vöruðum samt við þessu vegna þess að lögin eru óskýr og þau eru illa ígrunduð.“ Óljóst hvað tekur við Misvísandi upplýsingar hafi komið fram í umræðu þingsins um frumvarpið um það hvort fólk í þessari stöðu ætti kost á neyðarþjónustu hjá sveitarfélögum í staðin. Það sé því óljóst hvað verður um fólkið. Arndís vonar að ríkisstjórnin sjái að sér. „Ég vona að þau sjái að sér og leiti betri lausna til þess að glíma við þessa áskorun en þetta var algjörlega viðbúið,“ segir hún jafnframt. Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Tengdar fréttir „Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18 „Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn“ Nýtt búsetuúrræði hefur verið opnað fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd og fengið endanlega synjun en lögreglu var falið að þjónusta þennan hóp eftir að útlendingalögum var breytt í vor. 2. ágúst 2023 07:02 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Sjá meira
Greint var frá því í fréttum Stöðvar tvö í gær að barnafjölskyldur á flótta hafi verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að útlendingalögin kveði á um að það megi almennt ekki. Ákvæði um að réttindi umsækjenda um alþjóðlega vernd falli úr gildi þrjátíu dögum eftir að þeim hefur verið synjað um vernd á tveimur stjórnsýslustigum tók í gildi þegar umdeilt útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar fyrrverandi dómsmálaráðherra var samþykkt 15 mars síðastliðinn. Samræmist ekki lögum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir aðgerðirnar nú ekki í samræmi við lögin. „Það var gert skýrt við meðferð frumvarpsins að þessir einstaklingar ættu að vera undanþegnir en eins og við bentum á þá er þetta ákvæði í lögunum óskýrt, það er loðið, það er flókið og það er algjörlega óútfært. Þessi lög eru mjög vanhugsuð og í rauninni ekki nógu vel unnin,“ segir Arndís Anna. Píratar hafi varað við að þessi staða gæti komið upp, sem er flókin og erfið fyrir kerfið auk þeirra sem finni fyrir áhrif laganna. Engar opnar undanþágur Arndís Anna segir margt fólk, í allskonar stöðu, nú vera að missa þjónustu. „Við bentum á það annars vegar að lögin væru óskýr, þau væru ósanngjörn. Það eru engar opnar undanþágur til dæmis fyrir einstaklinga í gríðarlega viðkvæmri stöðu,“ segir hún og bætir við: „Það eiga að vera undantekningar fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Sú undantekning er mjög víðtækt orðuð í lögunum þannig jú að einhverju leyti kemur að óvart að það sé engu að síður verið að vísa börnum á götuna. En við vöruðum samt við þessu vegna þess að lögin eru óskýr og þau eru illa ígrunduð.“ Óljóst hvað tekur við Misvísandi upplýsingar hafi komið fram í umræðu þingsins um frumvarpið um það hvort fólk í þessari stöðu ætti kost á neyðarþjónustu hjá sveitarfélögum í staðin. Það sé því óljóst hvað verður um fólkið. Arndís vonar að ríkisstjórnin sjái að sér. „Ég vona að þau sjái að sér og leiti betri lausna til þess að glíma við þessa áskorun en þetta var algjörlega viðbúið,“ segir hún jafnframt.
Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Tengdar fréttir „Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18 „Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn“ Nýtt búsetuúrræði hefur verið opnað fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd og fengið endanlega synjun en lögreglu var falið að þjónusta þennan hóp eftir að útlendingalögum var breytt í vor. 2. ágúst 2023 07:02 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Sjá meira
„Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18
„Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn“ Nýtt búsetuúrræði hefur verið opnað fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd og fengið endanlega synjun en lögreglu var falið að þjónusta þennan hóp eftir að útlendingalögum var breytt í vor. 2. ágúst 2023 07:02
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent