Lífið samstarf

Byrjaði allt í dimmum kjallara í Kvenna­skólanum

SS
Daníel og Kolbeinn skipa dúettinn Sprite Zero Klan en sveitin var stofnuð fyrir nokkrum árum í Kvennaskólanum í Reykjavík.
Daníel og Kolbeinn skipa dúettinn Sprite Zero Klan en sveitin var stofnuð fyrir nokkrum árum í Kvennaskólanum í Reykjavík.

Keppnin um bestu nýju útgáfuna af SS pylsulaginu hefur staðið yfir í sumar í þættinum Skúrinn á Vísi en kosningu lýkur á miðnætti næsta mánudag. Taktu þátt og kjóstu!

Í vikunni hefur Vísir birt loka viðtölin við keppendurna þrjá sem komust í úrslit. Á miðvikudag svöruðu félagarnir í Sæborg nokkrum spurningum. Í gær tóku Gunnar & Benedikt við og núna eru það strákarnir í Sprite Zero Klan sem eiga sviðsljósið.

Á sama tíma og tilkynnt var hvaða þrír flytjendur kæmust áfram var tilkynnt að Gígja Marín hefði unnið keppnina um besta frumsamda lagið sem ber heitið I know.

Hér má kjósa í Skúrnum um bestu nýju útgáfuna af SS pylsulaginu. Fyrir neðan kosningagluggann má hlusta á nýju útgáfurnar þrjár. Kosningu lýkur á miðnætti mánudaginn 14. ágúst og úrslitin verða tilkynnt í sömu viku.

Sprite Zero Klan var stofnuð í dimmum kjallara í Kvennaskólanum í Reykjavík haustið 2015 að sögn þeirra Daníels og Kolbeins sem skipa sveitina. „Það eru væntanlegar útgáfur núna í haust og alveg fram á vor. Það er „banger season“ fram undan,“ segir Kolbeinn.

Þeir eru sammála um að þátttakan í Skúrnum hafi verið mikil upplifun. „Það hefur verið gaman, þetta er góð keppni og gaman að vera í topp þremur. Alltaf verið að henda einhverjum samningum í okkur samt sem við skiljum ekki, en annars bara ógeðslega gaman,“ bætir Daníel við.

Hér svara Kolbeinn og Daníel nokkrum laufléttum spurningum:

Hvenær byrjaðir þú að semja tónlist og/eða texta?

Kolbeinn: Þriggja ára, þá samdi ég Hreindýrablús.

Daníel: Ætli það hafi ekki verið sirka eftir hrunið 2011 þar sem ég fer að semja af alvöru.

Hvaða hljóðfæri spilar þú á?

Kolbeinn: Franskt horn og hef gert í 14 ár núna.

Daníel: Trommur og blokkflautu.

Hvaða óvenjulegu hæfileika hefur þú sem fáir vita af?

Kolbeinn: Gleyma mér í núinu og sía súrefni úr vatni (er með tálkn).

Daníel: Ég get tekið mig úr axlarlið.

Mynd/Aron Ingi Gestsson

Hvaða íslenska og erlenda tónlistarfólk er í mestu uppáhaldi hjá þér?

Báðir: Dr. Peacock, Skrillex, Jónas Hallgríms, Guðrún Árný, Bubbi og Elton John.

Áttu einhverjar sérstakar fyrirmyndir í tónlist?

Báðir: Neeei ……

Eftirminnilegustu tónleikar sem þú hefur sótt?

Báðir: Jólatónleikar hjá Guðrún Árný, 2018 held ég.

Ef þú mættir velja einn listamann í heiminum til að vinna með, hver væri hann?

Báðir: Skrillex.

Mynd/Aron Ingi Gestsson

Hvað færðu þér á pylsuna?

Báðir: Allt takk.

Hvaða hráefni, sósu, annað, værir þú til í að prufa að setja á pylsuna?

Báðir: Sriracha væri feitt.

Hefur þú prófað eitthvað óvenjulegt ofan á pylsuna?

Báðir: Við prófuðum einu sinni sveppi. Munum lítið eftir því kvöldi.

Pylsa eða pulsa?

Báðir: Slanga






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.