Gætu þurft að sprengja stíflu til að forðast flóðbylgju í Noregi Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2023 14:29 Grafa vinnur að því að styrkja stíflu í ánni Glommu við Braskereidfoss. Óttast er að stíflan bresti. AP/Bard Langvandslien/NTB Scanpix Yfirvöld í Noregi íhuga nú að sprengja hluta stíflu í Glommu, lengstu og vatnsmestu á landsins, sem óttast er að bresti og valdi hamfaraflóði. Ekki sér enn fyrir endann á úrhellisrigningu í Noregi og Svíþjóð sem gert hefur síðustu daga. Uppistöðulón við Braskereidfoss-vatnsaflsvirkjunina er yfirfullt eftir úrkomu síðustu daga. Lokur sem áttu að opnast sjálfkrafa þegar vatnsborðið hækkaði virkuðu ekki og því hefur ekki verið hægt að stýra flæði vatns. Virkjunin er án rafmagns vegna flóðanna og því hefur ekki verið hægt að ná sambandi við lokurnar. Lögregla segir að mögulega þurfi að sprengja gat á stífluna til þess að koma í veg fyrir að byggð fyrir neðan hana verði fyrir skemmdum ef vatn flæðir skyndilega af stað. „Þegar það er svona mikið vatn gætum við ímyndað okkur, í versta falli, nokkurs konar flóðbylgju geisast niður ána,“ sagði Merete Hjertø, talskona norsku lögreglunnar við norska ríkisútvarpið NRK. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin um að sprengja stífluna enn sem komið er, að sögn AP-fréttastofunnar. Aurskriða lenti á nokkrum íbúðarhúsum í Bagn í Valdres í miðsunnanverðum Noregi í gær.AP/Cornelius Poppe/NTB Scanpix Enn bætir í vatnselginn Áfram er spáð verulegri úrkomu í Noregi og Svíþjóð en hlutar beggja landa eru á floti eftir rigningar sem fylgdu storminum Hans. Ár hafa flætt yfir bakka sína, vegir hafa skemmst og fólk slasast af völdum fallandi trjágreina. Rauðar veðurviðvaranir eru í gildi í báðum löndum í dag vegna flóða- og skriðuhættu. Norsk kona á áttræðisaldri lést á sjúkrahúsi í morgun eftir að hún féll út í á í gær. Henni tókst að komast upp á bakkann af eigin rammleik en vegna flóðanna tók það fleiri klukkustundir að koma henni á sjúkrahús, að sögn lögreglu. Fleiri en sex hundruð manns var gert að yfirgefa heimili sín norðan af Osló í nótt. Allar helstu umferðaræðar á milli Osló og Þrándheims voru lokaðir í dag. Norska veðurstofan spáir allt að þrjátíu millímetra úrkomu í sunnanverðu landinu í dag. Þó að það sé ekki í sjálfu sér öfgakennt magn gætu afleiðingar úrkomunnar orðið það vegna ástandsins á svæðinu. Noregur Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Óveðrið Hans veldur usla á Norðurlöndum Yfirvöld í Noregi og Svíþjóð hafa sagt íbúum að búa sig undir gríðarmikið úrhelli næsta sólarhringinn, þegar óveðrið Hans gengur yfir. Miklar rigningar og öflugar vindhviður hafa nú þegar valdið aurskriðum sem truflað hafa vegasamgöngur og þá hafa tilkynningar borist um að þök hafi rifnað af húsum. 8. ágúst 2023 10:34 Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Uppistöðulón við Braskereidfoss-vatnsaflsvirkjunina er yfirfullt eftir úrkomu síðustu daga. Lokur sem áttu að opnast sjálfkrafa þegar vatnsborðið hækkaði virkuðu ekki og því hefur ekki verið hægt að stýra flæði vatns. Virkjunin er án rafmagns vegna flóðanna og því hefur ekki verið hægt að ná sambandi við lokurnar. Lögregla segir að mögulega þurfi að sprengja gat á stífluna til þess að koma í veg fyrir að byggð fyrir neðan hana verði fyrir skemmdum ef vatn flæðir skyndilega af stað. „Þegar það er svona mikið vatn gætum við ímyndað okkur, í versta falli, nokkurs konar flóðbylgju geisast niður ána,“ sagði Merete Hjertø, talskona norsku lögreglunnar við norska ríkisútvarpið NRK. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin um að sprengja stífluna enn sem komið er, að sögn AP-fréttastofunnar. Aurskriða lenti á nokkrum íbúðarhúsum í Bagn í Valdres í miðsunnanverðum Noregi í gær.AP/Cornelius Poppe/NTB Scanpix Enn bætir í vatnselginn Áfram er spáð verulegri úrkomu í Noregi og Svíþjóð en hlutar beggja landa eru á floti eftir rigningar sem fylgdu storminum Hans. Ár hafa flætt yfir bakka sína, vegir hafa skemmst og fólk slasast af völdum fallandi trjágreina. Rauðar veðurviðvaranir eru í gildi í báðum löndum í dag vegna flóða- og skriðuhættu. Norsk kona á áttræðisaldri lést á sjúkrahúsi í morgun eftir að hún féll út í á í gær. Henni tókst að komast upp á bakkann af eigin rammleik en vegna flóðanna tók það fleiri klukkustundir að koma henni á sjúkrahús, að sögn lögreglu. Fleiri en sex hundruð manns var gert að yfirgefa heimili sín norðan af Osló í nótt. Allar helstu umferðaræðar á milli Osló og Þrándheims voru lokaðir í dag. Norska veðurstofan spáir allt að þrjátíu millímetra úrkomu í sunnanverðu landinu í dag. Þó að það sé ekki í sjálfu sér öfgakennt magn gætu afleiðingar úrkomunnar orðið það vegna ástandsins á svæðinu.
Noregur Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Óveðrið Hans veldur usla á Norðurlöndum Yfirvöld í Noregi og Svíþjóð hafa sagt íbúum að búa sig undir gríðarmikið úrhelli næsta sólarhringinn, þegar óveðrið Hans gengur yfir. Miklar rigningar og öflugar vindhviður hafa nú þegar valdið aurskriðum sem truflað hafa vegasamgöngur og þá hafa tilkynningar borist um að þök hafi rifnað af húsum. 8. ágúst 2023 10:34 Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Óveðrið Hans veldur usla á Norðurlöndum Yfirvöld í Noregi og Svíþjóð hafa sagt íbúum að búa sig undir gríðarmikið úrhelli næsta sólarhringinn, þegar óveðrið Hans gengur yfir. Miklar rigningar og öflugar vindhviður hafa nú þegar valdið aurskriðum sem truflað hafa vegasamgöngur og þá hafa tilkynningar borist um að þök hafi rifnað af húsum. 8. ágúst 2023 10:34