Gætu þurft að sprengja stíflu til að forðast flóðbylgju í Noregi Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2023 14:29 Grafa vinnur að því að styrkja stíflu í ánni Glommu við Braskereidfoss. Óttast er að stíflan bresti. AP/Bard Langvandslien/NTB Scanpix Yfirvöld í Noregi íhuga nú að sprengja hluta stíflu í Glommu, lengstu og vatnsmestu á landsins, sem óttast er að bresti og valdi hamfaraflóði. Ekki sér enn fyrir endann á úrhellisrigningu í Noregi og Svíþjóð sem gert hefur síðustu daga. Uppistöðulón við Braskereidfoss-vatnsaflsvirkjunina er yfirfullt eftir úrkomu síðustu daga. Lokur sem áttu að opnast sjálfkrafa þegar vatnsborðið hækkaði virkuðu ekki og því hefur ekki verið hægt að stýra flæði vatns. Virkjunin er án rafmagns vegna flóðanna og því hefur ekki verið hægt að ná sambandi við lokurnar. Lögregla segir að mögulega þurfi að sprengja gat á stífluna til þess að koma í veg fyrir að byggð fyrir neðan hana verði fyrir skemmdum ef vatn flæðir skyndilega af stað. „Þegar það er svona mikið vatn gætum við ímyndað okkur, í versta falli, nokkurs konar flóðbylgju geisast niður ána,“ sagði Merete Hjertø, talskona norsku lögreglunnar við norska ríkisútvarpið NRK. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin um að sprengja stífluna enn sem komið er, að sögn AP-fréttastofunnar. Aurskriða lenti á nokkrum íbúðarhúsum í Bagn í Valdres í miðsunnanverðum Noregi í gær.AP/Cornelius Poppe/NTB Scanpix Enn bætir í vatnselginn Áfram er spáð verulegri úrkomu í Noregi og Svíþjóð en hlutar beggja landa eru á floti eftir rigningar sem fylgdu storminum Hans. Ár hafa flætt yfir bakka sína, vegir hafa skemmst og fólk slasast af völdum fallandi trjágreina. Rauðar veðurviðvaranir eru í gildi í báðum löndum í dag vegna flóða- og skriðuhættu. Norsk kona á áttræðisaldri lést á sjúkrahúsi í morgun eftir að hún féll út í á í gær. Henni tókst að komast upp á bakkann af eigin rammleik en vegna flóðanna tók það fleiri klukkustundir að koma henni á sjúkrahús, að sögn lögreglu. Fleiri en sex hundruð manns var gert að yfirgefa heimili sín norðan af Osló í nótt. Allar helstu umferðaræðar á milli Osló og Þrándheims voru lokaðir í dag. Norska veðurstofan spáir allt að þrjátíu millímetra úrkomu í sunnanverðu landinu í dag. Þó að það sé ekki í sjálfu sér öfgakennt magn gætu afleiðingar úrkomunnar orðið það vegna ástandsins á svæðinu. Noregur Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Óveðrið Hans veldur usla á Norðurlöndum Yfirvöld í Noregi og Svíþjóð hafa sagt íbúum að búa sig undir gríðarmikið úrhelli næsta sólarhringinn, þegar óveðrið Hans gengur yfir. Miklar rigningar og öflugar vindhviður hafa nú þegar valdið aurskriðum sem truflað hafa vegasamgöngur og þá hafa tilkynningar borist um að þök hafi rifnað af húsum. 8. ágúst 2023 10:34 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Uppistöðulón við Braskereidfoss-vatnsaflsvirkjunina er yfirfullt eftir úrkomu síðustu daga. Lokur sem áttu að opnast sjálfkrafa þegar vatnsborðið hækkaði virkuðu ekki og því hefur ekki verið hægt að stýra flæði vatns. Virkjunin er án rafmagns vegna flóðanna og því hefur ekki verið hægt að ná sambandi við lokurnar. Lögregla segir að mögulega þurfi að sprengja gat á stífluna til þess að koma í veg fyrir að byggð fyrir neðan hana verði fyrir skemmdum ef vatn flæðir skyndilega af stað. „Þegar það er svona mikið vatn gætum við ímyndað okkur, í versta falli, nokkurs konar flóðbylgju geisast niður ána,“ sagði Merete Hjertø, talskona norsku lögreglunnar við norska ríkisútvarpið NRK. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin um að sprengja stífluna enn sem komið er, að sögn AP-fréttastofunnar. Aurskriða lenti á nokkrum íbúðarhúsum í Bagn í Valdres í miðsunnanverðum Noregi í gær.AP/Cornelius Poppe/NTB Scanpix Enn bætir í vatnselginn Áfram er spáð verulegri úrkomu í Noregi og Svíþjóð en hlutar beggja landa eru á floti eftir rigningar sem fylgdu storminum Hans. Ár hafa flætt yfir bakka sína, vegir hafa skemmst og fólk slasast af völdum fallandi trjágreina. Rauðar veðurviðvaranir eru í gildi í báðum löndum í dag vegna flóða- og skriðuhættu. Norsk kona á áttræðisaldri lést á sjúkrahúsi í morgun eftir að hún féll út í á í gær. Henni tókst að komast upp á bakkann af eigin rammleik en vegna flóðanna tók það fleiri klukkustundir að koma henni á sjúkrahús, að sögn lögreglu. Fleiri en sex hundruð manns var gert að yfirgefa heimili sín norðan af Osló í nótt. Allar helstu umferðaræðar á milli Osló og Þrándheims voru lokaðir í dag. Norska veðurstofan spáir allt að þrjátíu millímetra úrkomu í sunnanverðu landinu í dag. Þó að það sé ekki í sjálfu sér öfgakennt magn gætu afleiðingar úrkomunnar orðið það vegna ástandsins á svæðinu.
Noregur Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Óveðrið Hans veldur usla á Norðurlöndum Yfirvöld í Noregi og Svíþjóð hafa sagt íbúum að búa sig undir gríðarmikið úrhelli næsta sólarhringinn, þegar óveðrið Hans gengur yfir. Miklar rigningar og öflugar vindhviður hafa nú þegar valdið aurskriðum sem truflað hafa vegasamgöngur og þá hafa tilkynningar borist um að þök hafi rifnað af húsum. 8. ágúst 2023 10:34 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Óveðrið Hans veldur usla á Norðurlöndum Yfirvöld í Noregi og Svíþjóð hafa sagt íbúum að búa sig undir gríðarmikið úrhelli næsta sólarhringinn, þegar óveðrið Hans gengur yfir. Miklar rigningar og öflugar vindhviður hafa nú þegar valdið aurskriðum sem truflað hafa vegasamgöngur og þá hafa tilkynningar borist um að þök hafi rifnað af húsum. 8. ágúst 2023 10:34