„Af hverju erum við alltaf að forðast íslenskuna?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. ágúst 2023 13:50 Eiríkur segist hafa áhyggjur af því hvaða hugmyndir um íslenskuna slíkar nafnabreytingar opinberi. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emiritus í íslenskri málfræði, segir að sér þyki nýtt nafn Rúmfatalagersins, JYSK, sérlega óheppilegt. Óvíst sé hvernig eigi að bera það fram auk þess sem það falli ekki vel inn í íslensku. Aðalatriðið sé þó að einstaka nafnabreytingar skipti ekki máli í stóra samhenginu, heldur hefur Eiríkur áhyggjur af því hvernig þær endurspegla ríkjandi hugmyndir um tungumálið. „Eitt og eitt heiti skiptir ekki máli þannig séð, en maður verður að horfa á þetta í samhengi og hvað svona nafnbreyting sýnir um hugmyndir okkar um íslensku og útlensku. Af hverju erum við alltaf að forðast íslenskuna?“ spyr Eiríkur í samtali við Vísi. Eins og komið hefur fram hyggst Rúmfatalagerinn breyta nafni sínu í JYSK, að danskri fyrirmynd, í lok september. Forsvarsmenn segja nafnbreytinguna síðasta skrefið í viðamiklum breytingum og segja nýja nafnið styðja áherslur sínar á aðrar vörur en rúmföt, þar sem Rúmfatalagerinn endurspegli ekki lengur vöruúrval. Um er að ræða enn eina breytinguna á íslenskum nöfnum á stuttum tíma en í júní var tilkynnt að sódavatnið Toppur yrði Bonaqua. Óheppilegt hugarfar „Svona einangruð dæmi skipta í raun engu máli. Það skiptir engu máli þó að einhver vara eins og Toppur eða eitthvert fyrirtæki eins og Rúmfatalagerinn breyti um nafn. Það sem ég hef miklu meiri áhyggjur af er í raun og veru það sem liggur að baki. Þetta viðhorf, eða hugmynd eða trú að erlend heiti séu á einhvern hátt heppilegri og að íslensk heiti séu, að því er virðist, hallærisleg,“ segir Eríkur. Hann segir það hafa tíðkast um langa hríð hér á landi að fyrirtæki beri erlend nöfn, eða allt frá aldamótum 19. og 20. aldar hið minnsta. Það sé hinsvegar nýjung að nú taki fyrirtæki upp erlend nöfn, bæði á sér sjálfum og vörum sínum í stað íslenskra sem hefð sé fyrir. „Ég hef miklu meiri áhyggjur af sjúkdómnum sjálfum heldur en sjúkdómseinkennunum. Þetta bara ber vott um þetta hugarfar, sem er óheppilegt, að erlend heiti virki á einhvern hátt betur heldur en íslensk.“ Falli illa inn í íslenskuna Eiríkur segir að sér þyki nafnið JYSK sérlega óheppilegt þar sem ekki sé á hreinu hvernig eigi að bera það fram. Hvort segja eigi „Jisk“ með íslenskum áherslum eða „Jusk“ með þeim dönsku. „Þarna kemur náttúrulega upp þessi vandi, hvernig á að bera þetta fram? Eigum við að líta svo á að þetta sé íslenskt orð og bera Y- fram eins og i, eins og við gerum í íslenskum orðum og segja „Jisk,“ eða eigum við að líkja eftir dönskum framburði og segja „Jusk“ eða eitthvað svoleiðis? Þetta er nú strax eitt sem er óheppilegt, finnst mér við þessa breytingu og kannski ekki alveg úthugsað því hvernig sem þú berð það fram þá hljómar það einhvern veginn mjög undarlega og fellur ekki inn í málið.“ Eiríkur segir ljóst að Rúmfatalagerinn hafi selt töluvert meira en bara rúmföt um nokkurra ára skeið.„Ókei látum það gott heita en það er engin afsökun fyrir því að taka upp útlenskt heiti. Það hefði alveg eins verið hægt að finna eitthvað íslenskt sem þá hentar betur.“ Eiríkur ræddi nafnbreytingu sódavatnsins Topps í Bonaqua í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í lok júní. Verslun Íslensk tunga Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira
„Eitt og eitt heiti skiptir ekki máli þannig séð, en maður verður að horfa á þetta í samhengi og hvað svona nafnbreyting sýnir um hugmyndir okkar um íslensku og útlensku. Af hverju erum við alltaf að forðast íslenskuna?“ spyr Eiríkur í samtali við Vísi. Eins og komið hefur fram hyggst Rúmfatalagerinn breyta nafni sínu í JYSK, að danskri fyrirmynd, í lok september. Forsvarsmenn segja nafnbreytinguna síðasta skrefið í viðamiklum breytingum og segja nýja nafnið styðja áherslur sínar á aðrar vörur en rúmföt, þar sem Rúmfatalagerinn endurspegli ekki lengur vöruúrval. Um er að ræða enn eina breytinguna á íslenskum nöfnum á stuttum tíma en í júní var tilkynnt að sódavatnið Toppur yrði Bonaqua. Óheppilegt hugarfar „Svona einangruð dæmi skipta í raun engu máli. Það skiptir engu máli þó að einhver vara eins og Toppur eða eitthvert fyrirtæki eins og Rúmfatalagerinn breyti um nafn. Það sem ég hef miklu meiri áhyggjur af er í raun og veru það sem liggur að baki. Þetta viðhorf, eða hugmynd eða trú að erlend heiti séu á einhvern hátt heppilegri og að íslensk heiti séu, að því er virðist, hallærisleg,“ segir Eríkur. Hann segir það hafa tíðkast um langa hríð hér á landi að fyrirtæki beri erlend nöfn, eða allt frá aldamótum 19. og 20. aldar hið minnsta. Það sé hinsvegar nýjung að nú taki fyrirtæki upp erlend nöfn, bæði á sér sjálfum og vörum sínum í stað íslenskra sem hefð sé fyrir. „Ég hef miklu meiri áhyggjur af sjúkdómnum sjálfum heldur en sjúkdómseinkennunum. Þetta bara ber vott um þetta hugarfar, sem er óheppilegt, að erlend heiti virki á einhvern hátt betur heldur en íslensk.“ Falli illa inn í íslenskuna Eiríkur segir að sér þyki nafnið JYSK sérlega óheppilegt þar sem ekki sé á hreinu hvernig eigi að bera það fram. Hvort segja eigi „Jisk“ með íslenskum áherslum eða „Jusk“ með þeim dönsku. „Þarna kemur náttúrulega upp þessi vandi, hvernig á að bera þetta fram? Eigum við að líta svo á að þetta sé íslenskt orð og bera Y- fram eins og i, eins og við gerum í íslenskum orðum og segja „Jisk,“ eða eigum við að líkja eftir dönskum framburði og segja „Jusk“ eða eitthvað svoleiðis? Þetta er nú strax eitt sem er óheppilegt, finnst mér við þessa breytingu og kannski ekki alveg úthugsað því hvernig sem þú berð það fram þá hljómar það einhvern veginn mjög undarlega og fellur ekki inn í málið.“ Eiríkur segir ljóst að Rúmfatalagerinn hafi selt töluvert meira en bara rúmföt um nokkurra ára skeið.„Ókei látum það gott heita en það er engin afsökun fyrir því að taka upp útlenskt heiti. Það hefði alveg eins verið hægt að finna eitthvað íslenskt sem þá hentar betur.“ Eiríkur ræddi nafnbreytingu sódavatnsins Topps í Bonaqua í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í lok júní.
Verslun Íslensk tunga Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira