„Við getum talað um allt og það er sjaldgæft“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2023 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru miklar vinkonur og líka í miðri keppni. @nobull Íslensku vinkonurnar og tvöföldu heimsmeistararnir kunna að skemmta sér og öðrum á keppnisgólfinu og vinskapur þeirra fer ekkert á milli mála þegar þær keppa á stærsta sviði CrossFit íþróttarinnar. Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir eru báðar meðal þrettán hraustustu CrossFit kvenna heimsins í ár en þetta varð ljóst eftir að keppni á heimsleikunum lauk um Verslunarmannahelgina. Katrín Tanja endaði frábærlega og náði sjöunda sætinu en Anníe Mist gaf aðeins eftir í lokin og varð að sætta sig við þrettánda sætið. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Faðmlag Anníe Mistar og Katrínar Tönju eftir dramatískan endi á níundu grein heimsleikanna var án efa ein af fallegustu stundum helgarinnar. Dave Castro, einn af þeim háttsettustu hjá CrossFit samtökunum, fjallaði sérstaklega um það á sinni síðu, það gerði Morning Chalk up vefurinn sem og bæði síður heimsleikanna og ESPN sem sýndi beint frá heimsleikunum. Anníe Mist og Katrín Tanja voru þarna í kapphlaupi við tímann að ná gildri lyftu áður en tíminn rann út. Anníe hafði mistekist að koma upp 86 kílóum í snöruninni en náði að bæta úr því rétt áður en tíminn kláraðist. Katrín Tanja náði þá líka að lyfta 84,3 kílóum í snörun áður en þær fóru síðan í jafnhendinguna og kláruðu greinina af krafti. Eftir hana föðmuðust þær kátar eins og bestu vinkonurnar sem þær eru. Anníe Mist var spurð út í þetta eftir greinina. „Það var svo gott að hafa Kat þarna með mér. Það skiptir svo miklu máli að eiga hana sem bestu vinkonu. Hún veit um og þekkir allt á eigin skinni sem þú þarft að ganga í gegnum í æfingunum, bæði líkamlega og andlega,“ sagði Anníe Mist. „Við getum talað um allt og það er sjaldgæft. Ég tek það ekki sem sjálfsögðum hlut. Það er mjög sérstakt,“ sagði Anníe. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro CrossFit Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir eru báðar meðal þrettán hraustustu CrossFit kvenna heimsins í ár en þetta varð ljóst eftir að keppni á heimsleikunum lauk um Verslunarmannahelgina. Katrín Tanja endaði frábærlega og náði sjöunda sætinu en Anníe Mist gaf aðeins eftir í lokin og varð að sætta sig við þrettánda sætið. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Faðmlag Anníe Mistar og Katrínar Tönju eftir dramatískan endi á níundu grein heimsleikanna var án efa ein af fallegustu stundum helgarinnar. Dave Castro, einn af þeim háttsettustu hjá CrossFit samtökunum, fjallaði sérstaklega um það á sinni síðu, það gerði Morning Chalk up vefurinn sem og bæði síður heimsleikanna og ESPN sem sýndi beint frá heimsleikunum. Anníe Mist og Katrín Tanja voru þarna í kapphlaupi við tímann að ná gildri lyftu áður en tíminn rann út. Anníe hafði mistekist að koma upp 86 kílóum í snöruninni en náði að bæta úr því rétt áður en tíminn kláraðist. Katrín Tanja náði þá líka að lyfta 84,3 kílóum í snörun áður en þær fóru síðan í jafnhendinguna og kláruðu greinina af krafti. Eftir hana föðmuðust þær kátar eins og bestu vinkonurnar sem þær eru. Anníe Mist var spurð út í þetta eftir greinina. „Það var svo gott að hafa Kat þarna með mér. Það skiptir svo miklu máli að eiga hana sem bestu vinkonu. Hún veit um og þekkir allt á eigin skinni sem þú þarft að ganga í gegnum í æfingunum, bæði líkamlega og andlega,“ sagði Anníe Mist. „Við getum talað um allt og það er sjaldgæft. Ég tek það ekki sem sjálfsögðum hlut. Það er mjög sérstakt,“ sagði Anníe. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro
CrossFit Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira