Kaupverðið nemur um 43 milljónum punda að meðtöldum bónusgreiðslum, samkvæmt frétt The Athletic.
Samningur þessa 22 ára gamla leikmanns við Tottenham gildir til næstu sex ára. Hann var fyrirliði hollenska U21-landsliðsins á EM í Georgíu. Hann hefur verið valinn í A-landsliðshóp Hollands, fyrir leiki í undankeppni HM, en ekki spilað fyrir liðið enn sem komið er.
Van de Ven lék í tvö tímabil eð Wolfsburg en er uppalinn hjá Volendam í heimalandi sínu og hóf þar meistaraflokksferilinn og spilaði í næsefstu deild Hollands.