Íslenska liðið mætti því suður-kóreska í dag í fyrsta leik sínum í milliriðli um sæti 17-32 á mótinu en íslenska liðinu tókst ekki að komast í 16-liða úrslit eftir riðlakeppnina.
Ísland hafði töluverða yfirburði í dag og vann að lokum fimmtán marka sigur, 38-23, eftir að staðan í leikhléi var 18-13, Íslandi í vil. Leiknum var textalýst í beinni á handbolti.is.
Hinrik Hugi Heiðarsson var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk en markaskorun dreifðist ansi vel á hópinn. Ísak Steinsson varði sextán skot í marki Íslands og Breki Hrafn Árnason þrjú.
Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Barein á morgun.