Mikið fjör á hundrað ára afmæli Vatnaskógar Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 5. ágúst 2023 20:17 Á morgun verður sérstök afmælisdagskrá á Sæludögum í tilefni afmælisins. Stöð 2 Sumarbúðir KFUM&K í Vatnaskógi eru hundrað ára um þessar mundir og þeim miklu tímamótum er fagnað á hátíðinni Sæludögum, sem haldin er við sumarbúðirnar ár hvert um Verslunarmannahelgina. Ögmundur Ísak Ögmundsson, verkefnastjóri Sæludaga, fór yfir hátíðarhöld helgarinnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við erum að slá saman hundrað ára afmæli sumarbúðanna í Vatnaskógi og Sæludögum. Hér um helgina verður mikil dagskrá og er búið að vera síðan á fimmtudaginn,“ segir Ögmundur. Á dagskrá Sæludaga má finna fjölbreytta viðburði en Ögmundur segir Leitina að gáfuðustu fjölskyldunni vera sinn uppáhaldslið í dagskránni. „Hann verður alltaf vinsælli og vinsælli og fjölskyldur keppast um að hreppa titilinn. Það er alltaf mjög mikil stemning, og hún klárast núna í dag þannig að úrslit liggja fyrir í kvöld þannig að það verður mjög gaman að fylgjast með því áfram.” Fjöldi gjafmildra velunnara Á morgun fer síðan afmælishátíðin sjálf fram. „Það verður sérstök afmælisdagskrá á morgun sem byrjar um þrjúleytið þegar Gunni og Felix koma á staðinn. Og um kvöldið ætlum við að vera með kvöldvöku þar sem KK og fleiri koma fram og svo ætlum við að bjóða gestum Sæludaga upp á afmælisköku í tilefni afmælisins,“ segir Ögmundur. Þá segir hann mikið fjör nú þegar hafa verið, Páll Óskar hafi troðið upp í gærkvöldi og í kvöld muni Jón Jónsson halda uppi fjörinu. Ögmundur segir það heppilegt hversu margir velunnarar eru tilbúnir að leggja hönd á plóg til stuðnings starfinu. „Í ár erum við sem sagt að styrkja og safna fyrir nýjum matskála sem er verið að byrja að byggja hér á svæðinu. Og þetta gætum við auðvitað ekki gert án hjálpar fullt af sjálfboðaliðum sem koma á hátíðina og hjálpa okkur að láta þetta verða að veruleika.“ Tímamót Hvalfjarðarsveit Trúmál Félagasamtök Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Ögmundur Ísak Ögmundsson, verkefnastjóri Sæludaga, fór yfir hátíðarhöld helgarinnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við erum að slá saman hundrað ára afmæli sumarbúðanna í Vatnaskógi og Sæludögum. Hér um helgina verður mikil dagskrá og er búið að vera síðan á fimmtudaginn,“ segir Ögmundur. Á dagskrá Sæludaga má finna fjölbreytta viðburði en Ögmundur segir Leitina að gáfuðustu fjölskyldunni vera sinn uppáhaldslið í dagskránni. „Hann verður alltaf vinsælli og vinsælli og fjölskyldur keppast um að hreppa titilinn. Það er alltaf mjög mikil stemning, og hún klárast núna í dag þannig að úrslit liggja fyrir í kvöld þannig að það verður mjög gaman að fylgjast með því áfram.” Fjöldi gjafmildra velunnara Á morgun fer síðan afmælishátíðin sjálf fram. „Það verður sérstök afmælisdagskrá á morgun sem byrjar um þrjúleytið þegar Gunni og Felix koma á staðinn. Og um kvöldið ætlum við að vera með kvöldvöku þar sem KK og fleiri koma fram og svo ætlum við að bjóða gestum Sæludaga upp á afmælisköku í tilefni afmælisins,“ segir Ögmundur. Þá segir hann mikið fjör nú þegar hafa verið, Páll Óskar hafi troðið upp í gærkvöldi og í kvöld muni Jón Jónsson halda uppi fjörinu. Ögmundur segir það heppilegt hversu margir velunnarar eru tilbúnir að leggja hönd á plóg til stuðnings starfinu. „Í ár erum við sem sagt að styrkja og safna fyrir nýjum matskála sem er verið að byrja að byggja hér á svæðinu. Og þetta gætum við auðvitað ekki gert án hjálpar fullt af sjálfboðaliðum sem koma á hátíðina og hjálpa okkur að láta þetta verða að veruleika.“
Tímamót Hvalfjarðarsveit Trúmál Félagasamtök Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira