Segir ofbeldismenn best geymda eina heima Lovísa Arnardóttir skrifar 4. ágúst 2023 23:02 Eygló Harðardóttir hvetur fólk til að ná í 112 appið en þar er hægt að ná í alla helstu viðbragðsaðila. Vísir/Einar Verkefnastjóri hjá ríkislögreglustjóra segir áríðandi að fólk sé vakandi fyrir ofbeldi eða mögulega hættulegum aðstæðu. Alltaf eigi að láta vita ef grunur sé um slíkt. Hún segir ofbeldismenn best geymda eina heima. Átaksverkefnið Verum vakandi hefur verið í gangi frá því í fyrra en þar er sérstök áhersla lögð á ofbeldisforvarnir á skemmtanalífinu en í því er fólk hvatt il þess að fylgjast vel með öðrum og að láta vita ef það sér eitthvað sem ekki er í lagi. Verkefnastjóri segir áríðandi að hafa þetta í huga um helgina þegar fólk safnast saman víða um land. „Við hvetjum til þess að fólk skemmti sér vel og leggjum áherslu á góða skemmtun og góð skemmtun getur aldrei falið í sér ofbeldi.“ Eygló segir þetta eiga við um alla hópa en að sérstaklega þurfi að huga að ungu fólki. Af tilkynntum kynferðisbrotum á þessu ári hafi brotaþolar verið undir 18 ára í 42 prósent tilfella. „Það er töluvert lágur meðalaldur hjá brotaþolum og það getur verið tíu til fimmtán ára aldursmunur á brotaþola og þeirra sem eru síðan ásakaðir í kynferðisbrotamálum. Það er alltaf þannig að það er ungt fólk sem er að taka sín fyrstu skref í skemmtanalífinu um verslunarmannahelgina og ég held að það sé mjög mikilvægt að hafa í huga að það í gildi lög sem snúa að samþykki, að fá samþykki frá fólki og einstaklingur sem er mjög mikið undir áhrifum áfengis getur einfaldlega ekki veitt samþykki.“ Eygló segir að miklar upplýsingar fyrir bæði ofbeldismenn og brotaþola sé að finna á netinu og nefnir til dæmis vefsíðuna 112.is og 112 appið. „Það er hægt að fá samband við lögregluna og alla aðra viðbragðsaðila þar í gegn,“ segir Eygló. Eigi alltaf við Hún segir að þessar ráðleggingar eigi ekki bara við um helgina því sem dæmi séu stórar hátíðir yfirvofandi í ágúst, Hinsegin dagar og Menningarnótt, þar sem fólk þurfi einnig að huga að þessu. „Ef við sjáum eitthvað sem við höfum áhyggjur af, að það sé verið að fara yfir mörk, að fólk leiti aðstoðar. Hafi samband við gæslu, dyraverði, lögreglu eða aðra sem geta hjálpað, og að sjálfsögðu, ef hægt er, að reyna að koma sér út úr hættulegum aðstæðum.“ Hvað varðar ráðleggingar til ofbeldismanna, eða þeirra sem hafa hug á því, eru leiðbeiningarnar skýrar. „Ekki beita ofbeldi. Ég held að Ásgeir hjá Innipúkanum hafi sagt það ágætlega í viðtali í gær að þeir sem hafa eða hafa áhuga á að beita ofbeldi séu þá bara best komnir heima hjá sér, einir.“ Kynferðisofbeldi Lögreglan Tengdar fréttir Góða skemmtun um verslunarmannahelgina Framundan er ein helsta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin. Neyðarlínan vill af því tilefni senda öllum landsmönnum góða kveðju og ósk um um að landsmenn skemmti sér vel. 4. ágúst 2023 14:12 Góða skemmtun gera skal Ein helsta ferðahelgi þjóðarinnar er framundan - verslunarmannahelgin. Rík hefð er fyrir viðburðum og útihátíðum út um allt land og dagarnir framundan eru engin undantekning hvað það varðar. Ég vil því senda öllum landsmönnum góða kveðju með ósk um að allir skemmti sér vel og að allir komi heilir heim. 3. ágúst 2023 12:00 „Í dag veit ég hver ég er og hvernig ég vil að fólk komi fram við mig“ „Þetta er lag sem ég samdi þegar ég var að fara í gegnum mjög erfiða tíma og ég sleppti alveg tökunum í textasmíðinni. Þetta er í fyrsta skipti síðan ég byrjaði að semja tónlist þar sem ég er algjörlega að opna mig,“ segir hin nítján ára gamla tónlistarkona Guðlaug Sóley, Gugusar, um lagið Vonin sem hún var að senda frá sér. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá. 14. júlí 2023 09:01 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Sjá meira
Átaksverkefnið Verum vakandi hefur verið í gangi frá því í fyrra en þar er sérstök áhersla lögð á ofbeldisforvarnir á skemmtanalífinu en í því er fólk hvatt il þess að fylgjast vel með öðrum og að láta vita ef það sér eitthvað sem ekki er í lagi. Verkefnastjóri segir áríðandi að hafa þetta í huga um helgina þegar fólk safnast saman víða um land. „Við hvetjum til þess að fólk skemmti sér vel og leggjum áherslu á góða skemmtun og góð skemmtun getur aldrei falið í sér ofbeldi.“ Eygló segir þetta eiga við um alla hópa en að sérstaklega þurfi að huga að ungu fólki. Af tilkynntum kynferðisbrotum á þessu ári hafi brotaþolar verið undir 18 ára í 42 prósent tilfella. „Það er töluvert lágur meðalaldur hjá brotaþolum og það getur verið tíu til fimmtán ára aldursmunur á brotaþola og þeirra sem eru síðan ásakaðir í kynferðisbrotamálum. Það er alltaf þannig að það er ungt fólk sem er að taka sín fyrstu skref í skemmtanalífinu um verslunarmannahelgina og ég held að það sé mjög mikilvægt að hafa í huga að það í gildi lög sem snúa að samþykki, að fá samþykki frá fólki og einstaklingur sem er mjög mikið undir áhrifum áfengis getur einfaldlega ekki veitt samþykki.“ Eygló segir að miklar upplýsingar fyrir bæði ofbeldismenn og brotaþola sé að finna á netinu og nefnir til dæmis vefsíðuna 112.is og 112 appið. „Það er hægt að fá samband við lögregluna og alla aðra viðbragðsaðila þar í gegn,“ segir Eygló. Eigi alltaf við Hún segir að þessar ráðleggingar eigi ekki bara við um helgina því sem dæmi séu stórar hátíðir yfirvofandi í ágúst, Hinsegin dagar og Menningarnótt, þar sem fólk þurfi einnig að huga að þessu. „Ef við sjáum eitthvað sem við höfum áhyggjur af, að það sé verið að fara yfir mörk, að fólk leiti aðstoðar. Hafi samband við gæslu, dyraverði, lögreglu eða aðra sem geta hjálpað, og að sjálfsögðu, ef hægt er, að reyna að koma sér út úr hættulegum aðstæðum.“ Hvað varðar ráðleggingar til ofbeldismanna, eða þeirra sem hafa hug á því, eru leiðbeiningarnar skýrar. „Ekki beita ofbeldi. Ég held að Ásgeir hjá Innipúkanum hafi sagt það ágætlega í viðtali í gær að þeir sem hafa eða hafa áhuga á að beita ofbeldi séu þá bara best komnir heima hjá sér, einir.“
Kynferðisofbeldi Lögreglan Tengdar fréttir Góða skemmtun um verslunarmannahelgina Framundan er ein helsta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin. Neyðarlínan vill af því tilefni senda öllum landsmönnum góða kveðju og ósk um um að landsmenn skemmti sér vel. 4. ágúst 2023 14:12 Góða skemmtun gera skal Ein helsta ferðahelgi þjóðarinnar er framundan - verslunarmannahelgin. Rík hefð er fyrir viðburðum og útihátíðum út um allt land og dagarnir framundan eru engin undantekning hvað það varðar. Ég vil því senda öllum landsmönnum góða kveðju með ósk um að allir skemmti sér vel og að allir komi heilir heim. 3. ágúst 2023 12:00 „Í dag veit ég hver ég er og hvernig ég vil að fólk komi fram við mig“ „Þetta er lag sem ég samdi þegar ég var að fara í gegnum mjög erfiða tíma og ég sleppti alveg tökunum í textasmíðinni. Þetta er í fyrsta skipti síðan ég byrjaði að semja tónlist þar sem ég er algjörlega að opna mig,“ segir hin nítján ára gamla tónlistarkona Guðlaug Sóley, Gugusar, um lagið Vonin sem hún var að senda frá sér. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá. 14. júlí 2023 09:01 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Sjá meira
Góða skemmtun um verslunarmannahelgina Framundan er ein helsta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin. Neyðarlínan vill af því tilefni senda öllum landsmönnum góða kveðju og ósk um um að landsmenn skemmti sér vel. 4. ágúst 2023 14:12
Góða skemmtun gera skal Ein helsta ferðahelgi þjóðarinnar er framundan - verslunarmannahelgin. Rík hefð er fyrir viðburðum og útihátíðum út um allt land og dagarnir framundan eru engin undantekning hvað það varðar. Ég vil því senda öllum landsmönnum góða kveðju með ósk um að allir skemmti sér vel og að allir komi heilir heim. 3. ágúst 2023 12:00
„Í dag veit ég hver ég er og hvernig ég vil að fólk komi fram við mig“ „Þetta er lag sem ég samdi þegar ég var að fara í gegnum mjög erfiða tíma og ég sleppti alveg tökunum í textasmíðinni. Þetta er í fyrsta skipti síðan ég byrjaði að semja tónlist þar sem ég er algjörlega að opna mig,“ segir hin nítján ára gamla tónlistarkona Guðlaug Sóley, Gugusar, um lagið Vonin sem hún var að senda frá sér. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá. 14. júlí 2023 09:01