Bókin var tekin að láni þann 11. október 1969 frá Scunthorpe Riddings bókasafninu og fannst hún í poka með nótnablöðum frá bókasafninu fyrir utan aðalbókasafnið í Scunthorpe í vikunni.
Í tilkynningu frá North Scunthorpe Council kemur fram að sekt þess sem tók bókina að láni hefði numið um 4.500 pundum, rúmlega 750 þúsundum íslenskra króna.
Hins vegar mun ekki koma til þess þar sem búið er að leggja af sektir við því að skila bókum seint í Lincolnshire.
Tekin að láni sama ár og menn lentu á tunglinu
Tim Davies, bókasafnsvörður, sagði í samtali við BBC, að það væri ekki mikið vitað um bókina og enn minna um þann sem fékk hana að láni. Hún hefði verið tekin að láni fimm árum áður en Aðalbókasafnið í Scunthorpe opnaði.

„Það hafði einhver verið að tæma verslun sem hann hafði tekið yfir og þá fundið bókina í poka ásamt þremur nótnaheftum sem voru líka frá okkur,“ sagði Davies einnig.
Þessi útgáfa bókarinnar var gefin út samhliða samnefndri kvikmynd Kubrick árið 1968 eins og sjá má á kápunni.
Árið sem bókin var tekin út, 1969, er merkilegt fyrir margar sakir. Þá lentu menn í fyrsta skipti á tunglinu, Bítlarnir spiluðu á tónleikum í síðasta skiptið, Woodstock-hátíðin alræmda var haldin og fyrsta Boeing 747-þotan fór í loftið.