Ísak fórnaði nefinu til að skora en höfuðið í lagi Sindri Sverrisson skrifar 4. ágúst 2023 07:29 Ísak Snær Þorvaldsson skall illa saman við markvörð Crusaders og nefbrotnaði en var engu að síður glaður eftir leik. Twitter/@RBKfotball „Það er allt þess virði fyrst við komumst áfram, þó að maður sé með skurð og brotið nef,“ sagði Ísak Snær Þorvaldsson sem nefbrotnaði en skoraði samt í fyrsta leik sínum fyrir Rosenborg í tæpa þrjá mánuði. Ísak hafði ekki getað spilað fótbolta í sumar vegna höfuðmeiðsla en sneri aftur til leiks í gær þegar Rosenborg sló út Crusaders frá Norður-Írlandi í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu, með 3-2 sigri í framlengdum leik. Ísak kom inn á undir lok venjulegs leiktíma og skoraði svo í framlengingunni, en um leið og hann skoraði skall hann saman við markvörð Crusaders og nefbrotnaði. Isak ofrer ALT for å få den ballen i mål pic.twitter.com/ocVFQzj3Gq— Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) August 3, 2023 „Ég var að sjá mynd af þessu og sá að ég skall með höfuðið í höfuð markvarðarins. Ég hélt að þetta hefði verið olnboginn en á myndinni sést að það er höfuðið. En ég skoraði markið svo ég er glaður,“ sagði Ísak glaðbeittur í viðtali við heimasíðu Rosenborgar, ánægður með að vera farinn að spila aftur þrátt fyrir óhappið í gær. Bara brotið nef og skurður „Þetta hefur verið erfitt og svekkjandi, mikið af æfingum, en allt þess virði á endanum. Maður er að leggja hart að sér til að geta spilað fyrir framan fólkið hérna,“ sagði Ísak. - Nesen er brukket, men det er verdt det når vi går videre, sier Isak Thorvaldsson. Islendingen ofret nesen da han headet inn Rosenborgs andre i den dramatiske 3-2-seieren over Crusaders. pic.twitter.com/Ycx2Kt8O0n— Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) August 3, 2023 Eflaust óttast einhverjir að Ísak þurfi tíma til að jafna sig eftir höggið í gær, sérstaklega þar sem að hann hefur verið svo lengi frá vegna höfuðmeiðsla, en Ísak ætlar sér að mæta Haugesund strax á sunnudaginn: „Ég held að þetta hafi ekki verið neinn heilahristingur, svo ég verð vonandi aftur með á sunnudaginn. Þetta er bara brotið nef og smáskurður við augað, en allt í góðu.“ Rosenborg mætir svo Hearts frá Skotlandi í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar og er fyrri leikurinn í Noregi í næstu viku. Sambandsdeild Evrópu Norski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Sjá meira
Ísak hafði ekki getað spilað fótbolta í sumar vegna höfuðmeiðsla en sneri aftur til leiks í gær þegar Rosenborg sló út Crusaders frá Norður-Írlandi í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu, með 3-2 sigri í framlengdum leik. Ísak kom inn á undir lok venjulegs leiktíma og skoraði svo í framlengingunni, en um leið og hann skoraði skall hann saman við markvörð Crusaders og nefbrotnaði. Isak ofrer ALT for å få den ballen i mål pic.twitter.com/ocVFQzj3Gq— Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) August 3, 2023 „Ég var að sjá mynd af þessu og sá að ég skall með höfuðið í höfuð markvarðarins. Ég hélt að þetta hefði verið olnboginn en á myndinni sést að það er höfuðið. En ég skoraði markið svo ég er glaður,“ sagði Ísak glaðbeittur í viðtali við heimasíðu Rosenborgar, ánægður með að vera farinn að spila aftur þrátt fyrir óhappið í gær. Bara brotið nef og skurður „Þetta hefur verið erfitt og svekkjandi, mikið af æfingum, en allt þess virði á endanum. Maður er að leggja hart að sér til að geta spilað fyrir framan fólkið hérna,“ sagði Ísak. - Nesen er brukket, men det er verdt det når vi går videre, sier Isak Thorvaldsson. Islendingen ofret nesen da han headet inn Rosenborgs andre i den dramatiske 3-2-seieren over Crusaders. pic.twitter.com/Ycx2Kt8O0n— Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) August 3, 2023 Eflaust óttast einhverjir að Ísak þurfi tíma til að jafna sig eftir höggið í gær, sérstaklega þar sem að hann hefur verið svo lengi frá vegna höfuðmeiðsla, en Ísak ætlar sér að mæta Haugesund strax á sunnudaginn: „Ég held að þetta hafi ekki verið neinn heilahristingur, svo ég verð vonandi aftur með á sunnudaginn. Þetta er bara brotið nef og smáskurður við augað, en allt í góðu.“ Rosenborg mætir svo Hearts frá Skotlandi í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar og er fyrri leikurinn í Noregi í næstu viku.
Sambandsdeild Evrópu Norski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Sjá meira