Eigum ekki að geyma íslensku í formalíni Lovísa Arnardóttir skrifar 2. ágúst 2023 21:00 Eiríkur segir mikilvægt að sýna þeim sem læra íslensku sem annað tungumál þolinmæði. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar skilur óþol Íslendinga fyrir ensku á skiltum og í auglýsingum. Prófessor í íslenskri málfræði segir Íslendinga verða að sýna þolinmæði og fjölga tækifærum til íslenskukennslu. Síðustu ár hafa komið úr þrjár skýrslur þar sem fjallað er um íslensku í ferðaþjónustu. Í skýrslunum kemur til dæmis fram að útlit sé fyrir að enska sé að verða ráðandi tungumál og að frekar sé talað til erlendra gesta en innlendra. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir íslensku alltaf eiga að vera fyrsta tungumálið. „Það er mín skoðun að íslenska á Íslandi eigi alltaf að vera fyrsta mál, alltaf að vera efst á upplýsingaskiltum og í vegakerfinu og síðan mega koma önnur tungumál. Þetta á líka við allskyns leiðbeiningar til ferðamanna, upplýsingar til þeirra og matseðla og þess háttar.“ Bjarnheiður segir það alveg skýrt að íslenska eigi alltaf að vera fyrsta mál. Vísir/Egill Bjarnheiður segir mikilvægt að þeir ferðamenn sem hingað komi upplifi íslensku sem okkar tungumál. „Hún er órjúfanlegur hluti af íslenskri menningu og eitthvað sem við viljum flest að þeir komist í snertingu við. Ég held að flestir ferðamenn vilji sjá og heyra íslensku á sínu ferðalagi um landið,“ segir hún. Bjarnheiður segir að Ísland sé í raun var og menning okkar líka og þjónusta. „Ég held að ferðamenn vilji upplifa eitthvað ekta og raunverulegt, og ekki eitthvað sem er aðeins gert fyrir þá, og þar leikur íslenskan stórt hlutverk.“ Hún telur að hægt sé að grípa í taumana en samhliða mikilli fjölgun erlends starfsfólk þurfi að fjölga þeirra tækifærum til að læra íslensku. „Ferðaþjónustan í þessu formi sem hún er í núna er frekar nýtilkomin. Það eru kannski tíu ár síðan hún spratt út og varð að því sem við þekkjum í dag. Það hefur krafist þess að við fáum til okkar starfsfólk erlendis frá,“ segir hún og að ekki hafi tekist að manna stöður með Íslendingum. Hún segir að það sé hægt að skipta þeim sem hingað koma í tvo hópa. Annars vegar þau sem ætla að búa hér og koma með fjölskyldu og svo hinir sem koma í stuttan tíma og aðeins til að vinna. „Þau sem koma hingað til lengri tíma eru yfirleitt mjög tilbúin til að læra íslensku og til að leggja það á sig. Margir atvinnurekendur styðja þetta með því að hafa nám á vinnutíma en hinir, sem koma í stuttan tíma, er ekki eins tilbúið að leggja á sig námið og það getur verið erfitt að koma því við,“ segir Bjarnheiður og nefnir vinnutíma og staðsetningu stundum gera fólki erfitt fyrir. Hún telur flesta ferðaþjónustuaðila fegna umræðunni og að þau séu tilbúin í verkefnið. Íslendingar oft pirraðir Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslenskri málfræði heldur úti hópnum Málspjall á Facebook þar sem þetta er iðulega rætt. „Þetta er ekki nýtt vandamál en það vex með hverju ári. Eftir því sem ferðamönnum fjölgar og ferðaþþjónustan stækkar. Það er sagt að það sé útilokað að fá Íslendinga til starfa þannig að það er gífurlegur fjöldi útlendinga að vinna í feðraþþjónustunni og það fólk talar ekki íslensku nema takmarkað.“ Hann segist finna fyrir auknum pirringi hjá Íslendingum. „Það ber meira á umræðu um það, sem mér finnst í sjálfu sér alveg skiljanlegt. Það pirrar mig líka að geta ekki fengið afgreiðslu á íslensku. En við verðum að horfast í augu við það að það er ekki hægt að fá Íslendinga til starfa og þetta verður svona áfram.“ Eiríkur segir að þannig sé aðeins tvennt í stöðunni, að kenna grundvallarorðaforða í þeim geira sem fólk vinnur í, og að Íslendingar komi til móts við fólk. „Í staðinn fyrir að pirrast, að reyna að aðstoða fólk. Ef við finnum að það vill tala íslensku þá komum við til móts við það og sýnum þolinmæði. Að við förum ekki strax að tala ensku ef fólk er ekki fullfært í íslensku,“ segir Eiríkur og að fólk sé oft of fljótt að skipta. Það geti reynt lengur að tala íslensku við fólk. Enska eigi ekki að valta yfir íslensku Eiríkur er sammála Bjarnheiði að íslenska eigi alltaf að vera fyrsta mál í markaðs- og auglýsingaefni og á þjónustustöðum. „Það er eðlilegt að enska sé með, en hún má ekki ýta íslensku frá,“ segir Eiríkur. Hann segir að á sama tíma þá verði að sýna raunsæi. Enskan sé komin til að vera en að hún eigi ekki að valta yfir íslenskuna. „Mér þykir vænt um íslenskuna og vil hag hennar sem mestan en ég vil jafnframt leggja áherslu á að við séum raunsæ. Við eigum ekkert að geyma íslensku í sýningarskáp eða formalíni. Við þurfum að nota hana og gera fólki kleift að nota hana,“ segir hann og að fólkið sem flytji hingað megi ekki hræðast íslensku eða notkun hennar. „Það tekur tíma að læra tungumálið og við verðum að sýna því þolinmæði.“ Íslensk tunga Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Skrítnar verðmerkingar, ómalbikaðir vegir og gefins ávextir fyrir börn Bandaríska blaðakonan Talia Lakritz fór í fimm daga ferðalag til Íslands í júní síðastliðnum en þetta var í fyrsta sinn sem hún kom hingað til lands. 29. júlí 2023 09:01 „Ekkert tengslanet, engin vinna“ Menntaðir innflytjendur upplifa það ómögulegt að fá vinnu á íslenskum vinnumarkaði án hjálpar tengslanets segir náms- og starfsráðgjafi. Erlend menntun sé verr metin en íslensk, upplýsingamiðlun til innflytjenda sé ábótavant og úrval af íslenskunámi fyrir útlendinga sé einsleitt. 29. júní 2023 07:01 Íslenskukennsla fyrir erlent starfsfólk Ég hef alllengi verið búsettur í Þýskalandi og á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar kom fjöldi svokallaðra „Gastarbeiter“ frá Tyrklandi til að vinna láglaunavinnu í Þýskalandi. 15. september 2022 07:30 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Síðustu ár hafa komið úr þrjár skýrslur þar sem fjallað er um íslensku í ferðaþjónustu. Í skýrslunum kemur til dæmis fram að útlit sé fyrir að enska sé að verða ráðandi tungumál og að frekar sé talað til erlendra gesta en innlendra. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir íslensku alltaf eiga að vera fyrsta tungumálið. „Það er mín skoðun að íslenska á Íslandi eigi alltaf að vera fyrsta mál, alltaf að vera efst á upplýsingaskiltum og í vegakerfinu og síðan mega koma önnur tungumál. Þetta á líka við allskyns leiðbeiningar til ferðamanna, upplýsingar til þeirra og matseðla og þess háttar.“ Bjarnheiður segir það alveg skýrt að íslenska eigi alltaf að vera fyrsta mál. Vísir/Egill Bjarnheiður segir mikilvægt að þeir ferðamenn sem hingað komi upplifi íslensku sem okkar tungumál. „Hún er órjúfanlegur hluti af íslenskri menningu og eitthvað sem við viljum flest að þeir komist í snertingu við. Ég held að flestir ferðamenn vilji sjá og heyra íslensku á sínu ferðalagi um landið,“ segir hún. Bjarnheiður segir að Ísland sé í raun var og menning okkar líka og þjónusta. „Ég held að ferðamenn vilji upplifa eitthvað ekta og raunverulegt, og ekki eitthvað sem er aðeins gert fyrir þá, og þar leikur íslenskan stórt hlutverk.“ Hún telur að hægt sé að grípa í taumana en samhliða mikilli fjölgun erlends starfsfólk þurfi að fjölga þeirra tækifærum til að læra íslensku. „Ferðaþjónustan í þessu formi sem hún er í núna er frekar nýtilkomin. Það eru kannski tíu ár síðan hún spratt út og varð að því sem við þekkjum í dag. Það hefur krafist þess að við fáum til okkar starfsfólk erlendis frá,“ segir hún og að ekki hafi tekist að manna stöður með Íslendingum. Hún segir að það sé hægt að skipta þeim sem hingað koma í tvo hópa. Annars vegar þau sem ætla að búa hér og koma með fjölskyldu og svo hinir sem koma í stuttan tíma og aðeins til að vinna. „Þau sem koma hingað til lengri tíma eru yfirleitt mjög tilbúin til að læra íslensku og til að leggja það á sig. Margir atvinnurekendur styðja þetta með því að hafa nám á vinnutíma en hinir, sem koma í stuttan tíma, er ekki eins tilbúið að leggja á sig námið og það getur verið erfitt að koma því við,“ segir Bjarnheiður og nefnir vinnutíma og staðsetningu stundum gera fólki erfitt fyrir. Hún telur flesta ferðaþjónustuaðila fegna umræðunni og að þau séu tilbúin í verkefnið. Íslendingar oft pirraðir Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslenskri málfræði heldur úti hópnum Málspjall á Facebook þar sem þetta er iðulega rætt. „Þetta er ekki nýtt vandamál en það vex með hverju ári. Eftir því sem ferðamönnum fjölgar og ferðaþþjónustan stækkar. Það er sagt að það sé útilokað að fá Íslendinga til starfa þannig að það er gífurlegur fjöldi útlendinga að vinna í feðraþþjónustunni og það fólk talar ekki íslensku nema takmarkað.“ Hann segist finna fyrir auknum pirringi hjá Íslendingum. „Það ber meira á umræðu um það, sem mér finnst í sjálfu sér alveg skiljanlegt. Það pirrar mig líka að geta ekki fengið afgreiðslu á íslensku. En við verðum að horfast í augu við það að það er ekki hægt að fá Íslendinga til starfa og þetta verður svona áfram.“ Eiríkur segir að þannig sé aðeins tvennt í stöðunni, að kenna grundvallarorðaforða í þeim geira sem fólk vinnur í, og að Íslendingar komi til móts við fólk. „Í staðinn fyrir að pirrast, að reyna að aðstoða fólk. Ef við finnum að það vill tala íslensku þá komum við til móts við það og sýnum þolinmæði. Að við förum ekki strax að tala ensku ef fólk er ekki fullfært í íslensku,“ segir Eiríkur og að fólk sé oft of fljótt að skipta. Það geti reynt lengur að tala íslensku við fólk. Enska eigi ekki að valta yfir íslensku Eiríkur er sammála Bjarnheiði að íslenska eigi alltaf að vera fyrsta mál í markaðs- og auglýsingaefni og á þjónustustöðum. „Það er eðlilegt að enska sé með, en hún má ekki ýta íslensku frá,“ segir Eiríkur. Hann segir að á sama tíma þá verði að sýna raunsæi. Enskan sé komin til að vera en að hún eigi ekki að valta yfir íslenskuna. „Mér þykir vænt um íslenskuna og vil hag hennar sem mestan en ég vil jafnframt leggja áherslu á að við séum raunsæ. Við eigum ekkert að geyma íslensku í sýningarskáp eða formalíni. Við þurfum að nota hana og gera fólki kleift að nota hana,“ segir hann og að fólkið sem flytji hingað megi ekki hræðast íslensku eða notkun hennar. „Það tekur tíma að læra tungumálið og við verðum að sýna því þolinmæði.“
Íslensk tunga Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Skrítnar verðmerkingar, ómalbikaðir vegir og gefins ávextir fyrir börn Bandaríska blaðakonan Talia Lakritz fór í fimm daga ferðalag til Íslands í júní síðastliðnum en þetta var í fyrsta sinn sem hún kom hingað til lands. 29. júlí 2023 09:01 „Ekkert tengslanet, engin vinna“ Menntaðir innflytjendur upplifa það ómögulegt að fá vinnu á íslenskum vinnumarkaði án hjálpar tengslanets segir náms- og starfsráðgjafi. Erlend menntun sé verr metin en íslensk, upplýsingamiðlun til innflytjenda sé ábótavant og úrval af íslenskunámi fyrir útlendinga sé einsleitt. 29. júní 2023 07:01 Íslenskukennsla fyrir erlent starfsfólk Ég hef alllengi verið búsettur í Þýskalandi og á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar kom fjöldi svokallaðra „Gastarbeiter“ frá Tyrklandi til að vinna láglaunavinnu í Þýskalandi. 15. september 2022 07:30 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Skrítnar verðmerkingar, ómalbikaðir vegir og gefins ávextir fyrir börn Bandaríska blaðakonan Talia Lakritz fór í fimm daga ferðalag til Íslands í júní síðastliðnum en þetta var í fyrsta sinn sem hún kom hingað til lands. 29. júlí 2023 09:01
„Ekkert tengslanet, engin vinna“ Menntaðir innflytjendur upplifa það ómögulegt að fá vinnu á íslenskum vinnumarkaði án hjálpar tengslanets segir náms- og starfsráðgjafi. Erlend menntun sé verr metin en íslensk, upplýsingamiðlun til innflytjenda sé ábótavant og úrval af íslenskunámi fyrir útlendinga sé einsleitt. 29. júní 2023 07:01
Íslenskukennsla fyrir erlent starfsfólk Ég hef alllengi verið búsettur í Þýskalandi og á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar kom fjöldi svokallaðra „Gastarbeiter“ frá Tyrklandi til að vinna láglaunavinnu í Þýskalandi. 15. september 2022 07:30