Missti þrjá fjölskyldumeðlimi á síðustu vikum en fór ekki heim af HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2023 16:30 Thembi Kgatlana fagnar sögulegum sigri Suður Afríku og framundan er leikur í sextán liða úrslitum. Getty/Lars Baron Thembi Kgatlana tryggði Suður-Afríku sæti í sextán liða úrslitum á HM kvenna í fótbolta með því að skora sigurmarkið í 3-2 sigri á Ítalíu í dag. Markið hennar þýddi að Ítalir sátu eftir og Suður Afríka spilar í útsláttarkeppninni í fyrsta sinn í sögunni. Kgatlana lagði einnig upp markið sem kom suður-afríska liðinu í 2-1 í leiknum. Sigurmarkið kom hins vegar ekki fyrr en í uppbótatíma leiksins. Suður Afríka spilar á móti Hollandi í sextán liða úrslitunum. No. 54 ranked South Africa celebrate reaching the #FIFAWWC last 16 for the first time pic.twitter.com/qxpKTXjnjO— B/R Football (@brfootball) August 2, 2023 „Ég er bara í svo mikilli geðshræringu,“ sagði Thembi Kgatlana eftir leikinn en hún spilar með Racing Louisville í bandarísku deildinni. „Á síðustu þremur vikum hef ég misst þrjá fjölskyldumeðlimi. Ég hefði getað farið heim en ég valdi það að vera áfram með stelpunum mínum vegna þessi hversu mikils virði þetta er fyrir okkur allar,“ sagði Kgatlana en ESPN sagði frá. Hún kom til baka í maí eftir að hafa slitið hásin og misst út tíu mánuði. „Ég kom til baka eftir mjög erfið meiðsli og það skiptir svo miklu máli fyrir mig að vera spila hér fyrir hönd þjóðar minnar og fyrir allar þær stelpur sem vildu vera í mínum sporum. Við skrifum söguna fyrir Suður-Afríku og allar í liðinu eiga þetta skilið,“ sagði Kgatlana. „Í hvert skipti sem ég klæðist þessari treyju þá er ég ekki bara að gera það fyrir mig sjálfa heldur fyrir þær 63 milljónir manna sem eru heima sem sem og alla sem eru hér í Wellington. Það sem við gerðum hér í kvöld. Ég á enn eftir að átta mig á þessu,“ sagði Kgatlana. With her goal against Italy, Thembi Kgatlana joined an elite group of African goalscorers at the #FIFAWWC#HereForHer pic.twitter.com/CLvggpI1pG— SuperSport Football (@SSFootball) August 2, 2023 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest Sjá meira
Markið hennar þýddi að Ítalir sátu eftir og Suður Afríka spilar í útsláttarkeppninni í fyrsta sinn í sögunni. Kgatlana lagði einnig upp markið sem kom suður-afríska liðinu í 2-1 í leiknum. Sigurmarkið kom hins vegar ekki fyrr en í uppbótatíma leiksins. Suður Afríka spilar á móti Hollandi í sextán liða úrslitunum. No. 54 ranked South Africa celebrate reaching the #FIFAWWC last 16 for the first time pic.twitter.com/qxpKTXjnjO— B/R Football (@brfootball) August 2, 2023 „Ég er bara í svo mikilli geðshræringu,“ sagði Thembi Kgatlana eftir leikinn en hún spilar með Racing Louisville í bandarísku deildinni. „Á síðustu þremur vikum hef ég misst þrjá fjölskyldumeðlimi. Ég hefði getað farið heim en ég valdi það að vera áfram með stelpunum mínum vegna þessi hversu mikils virði þetta er fyrir okkur allar,“ sagði Kgatlana en ESPN sagði frá. Hún kom til baka í maí eftir að hafa slitið hásin og misst út tíu mánuði. „Ég kom til baka eftir mjög erfið meiðsli og það skiptir svo miklu máli fyrir mig að vera spila hér fyrir hönd þjóðar minnar og fyrir allar þær stelpur sem vildu vera í mínum sporum. Við skrifum söguna fyrir Suður-Afríku og allar í liðinu eiga þetta skilið,“ sagði Kgatlana. „Í hvert skipti sem ég klæðist þessari treyju þá er ég ekki bara að gera það fyrir mig sjálfa heldur fyrir þær 63 milljónir manna sem eru heima sem sem og alla sem eru hér í Wellington. Það sem við gerðum hér í kvöld. Ég á enn eftir að átta mig á þessu,“ sagði Kgatlana. With her goal against Italy, Thembi Kgatlana joined an elite group of African goalscorers at the #FIFAWWC#HereForHer pic.twitter.com/CLvggpI1pG— SuperSport Football (@SSFootball) August 2, 2023
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest Sjá meira