Missti þrjá fjölskyldumeðlimi á síðustu vikum en fór ekki heim af HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2023 16:30 Thembi Kgatlana fagnar sögulegum sigri Suður Afríku og framundan er leikur í sextán liða úrslitum. Getty/Lars Baron Thembi Kgatlana tryggði Suður-Afríku sæti í sextán liða úrslitum á HM kvenna í fótbolta með því að skora sigurmarkið í 3-2 sigri á Ítalíu í dag. Markið hennar þýddi að Ítalir sátu eftir og Suður Afríka spilar í útsláttarkeppninni í fyrsta sinn í sögunni. Kgatlana lagði einnig upp markið sem kom suður-afríska liðinu í 2-1 í leiknum. Sigurmarkið kom hins vegar ekki fyrr en í uppbótatíma leiksins. Suður Afríka spilar á móti Hollandi í sextán liða úrslitunum. No. 54 ranked South Africa celebrate reaching the #FIFAWWC last 16 for the first time pic.twitter.com/qxpKTXjnjO— B/R Football (@brfootball) August 2, 2023 „Ég er bara í svo mikilli geðshræringu,“ sagði Thembi Kgatlana eftir leikinn en hún spilar með Racing Louisville í bandarísku deildinni. „Á síðustu þremur vikum hef ég misst þrjá fjölskyldumeðlimi. Ég hefði getað farið heim en ég valdi það að vera áfram með stelpunum mínum vegna þessi hversu mikils virði þetta er fyrir okkur allar,“ sagði Kgatlana en ESPN sagði frá. Hún kom til baka í maí eftir að hafa slitið hásin og misst út tíu mánuði. „Ég kom til baka eftir mjög erfið meiðsli og það skiptir svo miklu máli fyrir mig að vera spila hér fyrir hönd þjóðar minnar og fyrir allar þær stelpur sem vildu vera í mínum sporum. Við skrifum söguna fyrir Suður-Afríku og allar í liðinu eiga þetta skilið,“ sagði Kgatlana. „Í hvert skipti sem ég klæðist þessari treyju þá er ég ekki bara að gera það fyrir mig sjálfa heldur fyrir þær 63 milljónir manna sem eru heima sem sem og alla sem eru hér í Wellington. Það sem við gerðum hér í kvöld. Ég á enn eftir að átta mig á þessu,“ sagði Kgatlana. With her goal against Italy, Thembi Kgatlana joined an elite group of African goalscorers at the #FIFAWWC#HereForHer pic.twitter.com/CLvggpI1pG— SuperSport Football (@SSFootball) August 2, 2023 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Sjá meira
Markið hennar þýddi að Ítalir sátu eftir og Suður Afríka spilar í útsláttarkeppninni í fyrsta sinn í sögunni. Kgatlana lagði einnig upp markið sem kom suður-afríska liðinu í 2-1 í leiknum. Sigurmarkið kom hins vegar ekki fyrr en í uppbótatíma leiksins. Suður Afríka spilar á móti Hollandi í sextán liða úrslitunum. No. 54 ranked South Africa celebrate reaching the #FIFAWWC last 16 for the first time pic.twitter.com/qxpKTXjnjO— B/R Football (@brfootball) August 2, 2023 „Ég er bara í svo mikilli geðshræringu,“ sagði Thembi Kgatlana eftir leikinn en hún spilar með Racing Louisville í bandarísku deildinni. „Á síðustu þremur vikum hef ég misst þrjá fjölskyldumeðlimi. Ég hefði getað farið heim en ég valdi það að vera áfram með stelpunum mínum vegna þessi hversu mikils virði þetta er fyrir okkur allar,“ sagði Kgatlana en ESPN sagði frá. Hún kom til baka í maí eftir að hafa slitið hásin og misst út tíu mánuði. „Ég kom til baka eftir mjög erfið meiðsli og það skiptir svo miklu máli fyrir mig að vera spila hér fyrir hönd þjóðar minnar og fyrir allar þær stelpur sem vildu vera í mínum sporum. Við skrifum söguna fyrir Suður-Afríku og allar í liðinu eiga þetta skilið,“ sagði Kgatlana. „Í hvert skipti sem ég klæðist þessari treyju þá er ég ekki bara að gera það fyrir mig sjálfa heldur fyrir þær 63 milljónir manna sem eru heima sem sem og alla sem eru hér í Wellington. Það sem við gerðum hér í kvöld. Ég á enn eftir að átta mig á þessu,“ sagði Kgatlana. With her goal against Italy, Thembi Kgatlana joined an elite group of African goalscorers at the #FIFAWWC#HereForHer pic.twitter.com/CLvggpI1pG— SuperSport Football (@SSFootball) August 2, 2023
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Sjá meira