Körfubolti

Lárus fékk manninn sem var efstur á óskalista hans

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Darwin Davis og Tómas Valur Þrastarson verða samherjar á næsta tímabili.
Darwin Davis og Tómas Valur Þrastarson verða samherjar á næsta tímabili. vísir/bára

Leikstjórnandinn Darwin Davis er genginn í raðir Þórs Þ. frá Haukum.

Hinn þrítugi Davis lék með Haukum á síðasta tímabili og var með 18,3 stig, 3,5 fráköst og 4,9 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Í fréttatilkynningu frá Þór kemur fram að Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, hafi ólmur viljað fá Davis til liðsins.

„Dee var efsti maður á lista hjá okkur eftir síðasta tímabil,“ er haft eftir Lárusi. „Hann er mjög góður leikstjórnandi sem getur tekið yfir leiki og unnið þá á báðum endum vallarins.“

Þór og Haukar mættust í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar á síðasta tímabili þar sem Þorlákshafnarbúar unnu, 3-2. Þeir töpuðu svo fyrir Valsmönnum í undanúrslitum, 3-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×