Umhverfisstofnun segir uppbygginguna „löngu tímabæra“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. ágúst 2023 13:58 Teikningar af svæðinu. Í deiliskipulagi er gert ráð fyrir veitingastað og manngerðu lóni meðal annars. LANDMÓTUN OG VA ARKITEKTAR Umhverfisstofnun setur sig ekki upp á móti fyrirhugaðri uppbyggingu á ferðamannaaðstöðu í Landmannalaugum. Sviðstjóri náttúruverndar segir núverandi ástand á svæðinu óboðlegt. Skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri uppbyggingu sem samþykkt var í deiliskipulagi Rangárþings ytra árið 2017. Formaður umhverfissamtaka segir skipulagið kalla á massatúrisma sem verði ferðaþjónustu og ferðamönnum til ama. Skipulagsstofnun vill að framkvæmd verði viðhorfskönnun meðal ferðamanna áður en lengra er haldið. Í skipulaginu er annars gert ráð fyrir uppbyggingu á bílastæði og baðaðstöðu sem fyrir er við Námskvísl. Hins vegar er um að ræða byggingu veitingastaðar og manngerðs lóns við Námshraun. Inga Dóra Hrólfsdóttir sviðstjóri náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun segir úrbóta þörf á svæðinu sem hafi gengið sér til húðar. Í umsögn Umhverfisstofununar segir að ástand lands og innviða í Landmannalaugum hafi lengi verið mjög slæmt. Jákvætt sé því að ráðist verði í „löngu tímabærar endurbætur á svæðinu“. Aldrei hrifin af röskun á hrauni „Þetta svæði í kringum laugarnar sjálfar er það svæði sem við fögnum að loksins sé verið að laga. Taka mannvirkin þarna í gegn svo fólk upplifi óraskaða náttúru. Það þarf að endurheimta það eins og hægt er,“ segir Inga Dóra í samtali við fréttastofu. Inga Dóra Hrólfsdóttir.veitur Stofnuninni líst verr á uppbygginguna við Námshraun, sem er hluti af sama deiliskipulagi. „Þar er röskun á hrauni sem við erum að sjálfsögðu aldrei hrifin af. En af tveimur kostum þá töldum við það samt sem áður vera betra en að vera með þess háttar uppbyggingu alveg við laugarnar.“ Skipulagsstofnun hefur bent á að uppbyggingin muni hafa fjölgun ferðamanna í för með sér sem hefði neikvæð áhrif á svæðið. „Það gerir enn mikilvægara fyrir okkur að hafa innviði og stýringu inni á svæðinu sem væri þá í formi stíga og aðstöðu,“ segir Inga Dóra. Í umsögninnni segir að gjarnan megi setja fram skýrari hugmyndir um stýringu á fjölda ferðamanna til að draga úr álagi. Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri uppbyggingu sem samþykkt var í deiliskipulagi Rangárþings ytra árið 2017. Formaður umhverfissamtaka segir skipulagið kalla á massatúrisma sem verði ferðaþjónustu og ferðamönnum til ama. Skipulagsstofnun vill að framkvæmd verði viðhorfskönnun meðal ferðamanna áður en lengra er haldið. Í skipulaginu er annars gert ráð fyrir uppbyggingu á bílastæði og baðaðstöðu sem fyrir er við Námskvísl. Hins vegar er um að ræða byggingu veitingastaðar og manngerðs lóns við Námshraun. Inga Dóra Hrólfsdóttir sviðstjóri náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun segir úrbóta þörf á svæðinu sem hafi gengið sér til húðar. Í umsögn Umhverfisstofununar segir að ástand lands og innviða í Landmannalaugum hafi lengi verið mjög slæmt. Jákvætt sé því að ráðist verði í „löngu tímabærar endurbætur á svæðinu“. Aldrei hrifin af röskun á hrauni „Þetta svæði í kringum laugarnar sjálfar er það svæði sem við fögnum að loksins sé verið að laga. Taka mannvirkin þarna í gegn svo fólk upplifi óraskaða náttúru. Það þarf að endurheimta það eins og hægt er,“ segir Inga Dóra í samtali við fréttastofu. Inga Dóra Hrólfsdóttir.veitur Stofnuninni líst verr á uppbygginguna við Námshraun, sem er hluti af sama deiliskipulagi. „Þar er röskun á hrauni sem við erum að sjálfsögðu aldrei hrifin af. En af tveimur kostum þá töldum við það samt sem áður vera betra en að vera með þess háttar uppbyggingu alveg við laugarnar.“ Skipulagsstofnun hefur bent á að uppbyggingin muni hafa fjölgun ferðamanna í för með sér sem hefði neikvæð áhrif á svæðið. „Það gerir enn mikilvægara fyrir okkur að hafa innviði og stýringu inni á svæðinu sem væri þá í formi stíga og aðstöðu,“ segir Inga Dóra. Í umsögninnni segir að gjarnan megi setja fram skýrari hugmyndir um stýringu á fjölda ferðamanna til að draga úr álagi.
Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira