Norsku stelpurnar í lífshættu á æfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2023 11:31 Norsku stelpurnar urðu að hætta æfingu um tíma af öryggisástæðum. Þær undirbúa sig nú fyrir leik á móti Japan í sextán liða úrslitum á HM kvenna í fótbolta. Getty/Buda Mendes Heimsmeistarakeppni kvenna í fótbolta fer fram yfir vetrartímann í Nýja Sjálandi og Ástralíu og veðrið hafði heldur betur áhrif á æfingu norska landsliðsins í gær. Norska liðið tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum heimsmeistaramótsins og mæta Japan á laugardaginn kemur í Wellington í Nýja Sjálandi. Ada Hegerberg og félagar hennar í norska landsliðinu þurftu að hlaupa skyndilega í skjól á miðri æfingu þegar mikið haglél gekk yfir Auckland. „Veðrið er algjörlega skelfilegt. Það er mjög breytilegt svona svipað eins og í Noregi þannig að við erum svo sem vön því,“ sagði Anna Jösendal við Norska ríkisútvarpið. „Það kom skyndilegt haglél og það var of hættulegt að vera út á vellinum. Við urðum að hlaupa í skjól í tjaldinu og gera hlé á æfingunni,“ sagði Anna. Þarna voru aðeins fimmtán mínútur liðnar af æfingunni en eftir nokkrar mínútur gat æfingin haldið áfram. Stormurinn gekk yfir og hafði frekar áhrif í borginni. Það þurfti þannig að loka samgönguæðum eins og hafnarbrúnni sem tengir Auckland við úthverfin norður af borginni. Sunnar í landinu þurfti að loka vegum vegna snjókomu. Í Auckland gekk á með sól annars vegar og rigningardembu hins vegar. Það er kannski sumar í Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku en hinum megin á hnettinum er allt annað í gangi. Back at it pic.twitter.com/SSjIde67j1— Fotballandslaget (@nff_landslag) August 2, 2023 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira
Norska liðið tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum heimsmeistaramótsins og mæta Japan á laugardaginn kemur í Wellington í Nýja Sjálandi. Ada Hegerberg og félagar hennar í norska landsliðinu þurftu að hlaupa skyndilega í skjól á miðri æfingu þegar mikið haglél gekk yfir Auckland. „Veðrið er algjörlega skelfilegt. Það er mjög breytilegt svona svipað eins og í Noregi þannig að við erum svo sem vön því,“ sagði Anna Jösendal við Norska ríkisútvarpið. „Það kom skyndilegt haglél og það var of hættulegt að vera út á vellinum. Við urðum að hlaupa í skjól í tjaldinu og gera hlé á æfingunni,“ sagði Anna. Þarna voru aðeins fimmtán mínútur liðnar af æfingunni en eftir nokkrar mínútur gat æfingin haldið áfram. Stormurinn gekk yfir og hafði frekar áhrif í borginni. Það þurfti þannig að loka samgönguæðum eins og hafnarbrúnni sem tengir Auckland við úthverfin norður af borginni. Sunnar í landinu þurfti að loka vegum vegna snjókomu. Í Auckland gekk á með sól annars vegar og rigningardembu hins vegar. Það er kannski sumar í Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku en hinum megin á hnettinum er allt annað í gangi. Back at it pic.twitter.com/SSjIde67j1— Fotballandslaget (@nff_landslag) August 2, 2023
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira