Ótækt að þyrlurnar séu nánast komnar ofan í kaffibolla íbúa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. ágúst 2023 21:55 Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs, tekur vel í hugmyndir um að finna útsýnisflugi þyrlna nýtt heimili. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Norðurflugs segir að sér lítist ekki illa á að flytja starfsemi fyrirtækisins á Hólmsheiði. Skiljanlegt sé að íbúar séu þreyttir á hávaðamengun af völdum þyrluumferðar en fyrirtækið lúti núverandi flugferlum og ráði ekki flugleiðum inn á og út af Reykjavíkurflugvelli. „Okkur finnst ekkert að því að skoða það. Við erum opnir fyrir öllum möguleikum,“ segir Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs, spurður að því hvernig honum líst á hugmyndir Dags B. Eggertssonar um að finna þyrlum heimili á Hólmsheiði. Rætt var við Birgi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Ráða ekki að og fráflugsstefnu Birgir segir að fyrsta skrefið gæti verið að reyna að finna nýja aðflugs og fráflugsferla sem hentað geti þyrlum á Reykjavíkurflugvelli. Það gæti minnkað hávaða af völdum þyrluumferðarinnar umtalsvert. „Og ef þú vilt taka flugvöllinn alveg út í öðru skrefi þá ferðu með fyrirtæki eins og okkar eitthvað hérna út fyrir bæjarmörkin,“ segir Birgir. Það sé á herðum Samgöngustofu og Isavia að sinna flugferlum á meðan Norðurflug lúti reglugerðum af þeirra hálfu. „Að sjálfsögðu heyrum við þessar gagnrýnisraddir og okkur þykir þetta bara leiðinlegt. Við getum voða lítið gert í þessu. Við ráðum ekki að og fráflugsstefnu eða aðflugi inn á Reykjavíkurflugvöll og erum háðir reglugerðarumhverfi sem við getum ekki breytt,“ segir Birgir í Reykjavík síðdegis. Hann segir að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi ekki skoðað það af dýpt ennþá hvaða áhrif það hefði á reksturinn að færa það á Hólmsheiði. Ljóst sé að það muni hafa bæði neikvæð og jákvæð áhrif. „Þannig að við ætlum allavega ekkert að horfa á neikvæðu hlutina strax, við ætlum bara að sjá heildarmyndina þegar að því kemur,“ segir Birgir. Það sé þó flókið að útfæra það. „En það er náttúrulega ótækt þegar aðilar koma og kvarta undan því að þyrlurnar séu nánast komnar ofan í kaffibollann, þá er þetta orðið alvarlegt mál.“ Fréttir af flugi Reykjavík síðdegis Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Tengdar fréttir „Öllum að verða ljóst að þetta getur ekki verið svona“ Verið er að skoða að koma upp aðstöðu fyrir þyrluflug á Hólmsheiði. Borgarstjóri segir það sárgrætilegt að tíu ára gamalt samkomulag ríkisins og ISAVIA um nýjan flugvöll hafi aldrei verið efnt. Með þeim velli hefði verið hægt að koma í veg fyrir hávaðamengun vegna þyrluflugs. 1. ágúst 2023 11:54 Brýnt að finna þyrluflugi í Reykjavík nýjan stað Borgarstjóri segir brýnt að finna útsýnisflugi þyrlna nýjan stað og tryggja að flugleiðir í lágflugi séu almennt ekki yfir íbúabyggð. Borgaryfirvöld skoði nú Hólmsheiði sem mögulegan kost sem nýst gæti til útsýnisflugs, bæði tímabundið og til frambúðar. Stjórnir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki rætt málið á sínum vettvangi. 1. ágúst 2023 06:46 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
„Okkur finnst ekkert að því að skoða það. Við erum opnir fyrir öllum möguleikum,“ segir Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs, spurður að því hvernig honum líst á hugmyndir Dags B. Eggertssonar um að finna þyrlum heimili á Hólmsheiði. Rætt var við Birgi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Ráða ekki að og fráflugsstefnu Birgir segir að fyrsta skrefið gæti verið að reyna að finna nýja aðflugs og fráflugsferla sem hentað geti þyrlum á Reykjavíkurflugvelli. Það gæti minnkað hávaða af völdum þyrluumferðarinnar umtalsvert. „Og ef þú vilt taka flugvöllinn alveg út í öðru skrefi þá ferðu með fyrirtæki eins og okkar eitthvað hérna út fyrir bæjarmörkin,“ segir Birgir. Það sé á herðum Samgöngustofu og Isavia að sinna flugferlum á meðan Norðurflug lúti reglugerðum af þeirra hálfu. „Að sjálfsögðu heyrum við þessar gagnrýnisraddir og okkur þykir þetta bara leiðinlegt. Við getum voða lítið gert í þessu. Við ráðum ekki að og fráflugsstefnu eða aðflugi inn á Reykjavíkurflugvöll og erum háðir reglugerðarumhverfi sem við getum ekki breytt,“ segir Birgir í Reykjavík síðdegis. Hann segir að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi ekki skoðað það af dýpt ennþá hvaða áhrif það hefði á reksturinn að færa það á Hólmsheiði. Ljóst sé að það muni hafa bæði neikvæð og jákvæð áhrif. „Þannig að við ætlum allavega ekkert að horfa á neikvæðu hlutina strax, við ætlum bara að sjá heildarmyndina þegar að því kemur,“ segir Birgir. Það sé þó flókið að útfæra það. „En það er náttúrulega ótækt þegar aðilar koma og kvarta undan því að þyrlurnar séu nánast komnar ofan í kaffibollann, þá er þetta orðið alvarlegt mál.“
Fréttir af flugi Reykjavík síðdegis Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Tengdar fréttir „Öllum að verða ljóst að þetta getur ekki verið svona“ Verið er að skoða að koma upp aðstöðu fyrir þyrluflug á Hólmsheiði. Borgarstjóri segir það sárgrætilegt að tíu ára gamalt samkomulag ríkisins og ISAVIA um nýjan flugvöll hafi aldrei verið efnt. Með þeim velli hefði verið hægt að koma í veg fyrir hávaðamengun vegna þyrluflugs. 1. ágúst 2023 11:54 Brýnt að finna þyrluflugi í Reykjavík nýjan stað Borgarstjóri segir brýnt að finna útsýnisflugi þyrlna nýjan stað og tryggja að flugleiðir í lágflugi séu almennt ekki yfir íbúabyggð. Borgaryfirvöld skoði nú Hólmsheiði sem mögulegan kost sem nýst gæti til útsýnisflugs, bæði tímabundið og til frambúðar. Stjórnir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki rætt málið á sínum vettvangi. 1. ágúst 2023 06:46 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
„Öllum að verða ljóst að þetta getur ekki verið svona“ Verið er að skoða að koma upp aðstöðu fyrir þyrluflug á Hólmsheiði. Borgarstjóri segir það sárgrætilegt að tíu ára gamalt samkomulag ríkisins og ISAVIA um nýjan flugvöll hafi aldrei verið efnt. Með þeim velli hefði verið hægt að koma í veg fyrir hávaðamengun vegna þyrluflugs. 1. ágúst 2023 11:54
Brýnt að finna þyrluflugi í Reykjavík nýjan stað Borgarstjóri segir brýnt að finna útsýnisflugi þyrlna nýjan stað og tryggja að flugleiðir í lágflugi séu almennt ekki yfir íbúabyggð. Borgaryfirvöld skoði nú Hólmsheiði sem mögulegan kost sem nýst gæti til útsýnisflugs, bæði tímabundið og til frambúðar. Stjórnir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki rætt málið á sínum vettvangi. 1. ágúst 2023 06:46