Bleikar línur, búningar og hornfánar í Vesturbæ í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 1. ágúst 2023 17:01 Það verða bleikir búningar, línur og hornfánar á Meistaravöllum í kvöld. KR Bleiki liturinn verður áberandi á Meistaravöllum í Vesturbænum í kvöld þegar grannliðin KR og Grótta mætast í Lengjudeild kvenna í fótbolta. KR-ingar hafa ákveðið að nýta leikinn til að styðja við málefni sem tengjast baráttunni við brjóstakrabbamein og mun hagnaður af miðasölu renna til Bleiku slaufunnar. Þá mun Alvotech, aðalstyrktaraðili KR, leggja fram jafnmikið fjármagn og safnast af miðasölu, til Bleiku slaufunnar og Krabbameinsfélagsins. Leikmenn KR munu í fyrsta sinn í sögunni klæðast bleikum búningum og ekki nóg með það heldur verða allar línur vallarins, sem vanalega eru hvítar eins og á öðrum fótboltavöllum, verða bleikar í kvöld. Hið sama er að segja um hornfánana. Leikurinn hefst klukkan 19:15 í kvöld og er um mikilvægan leik að ræða fyrir bæði lið. KR situr í fallsæti og Grótta er þremur stigum frá 2. sæti, í jafnri baráttu um að komast upp í Bestu deildina. Aðalatriðið í kvöld er þó að að styðja við gott málefni: „Við erum ótrúlega stolt af stelpunum okkar,“ segir Þórhildur Garðarsdóttir, formaður KR. „Þær völdu sjálfar að styrkja Bleiku slaufuna enda stendur þetta leikmönnum okkar afar nærri og þær vilja gera sitt til þess að efla umræðu um brjóstakrabbamein á Íslandi og um leið safna fjármagni til styrktar málefninu. Okkur langar því að hvetja sem flesta til þess að mæta. Við viljum láta gott af okkur leiða og virkja Vesturbæinga til þess með okkur. Sýnum stuðning. Það skiptir okkur miklu máli í dag,“ segir Þórhildur í fréttatilkynningu. KR Lengjudeild kvenna Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
KR-ingar hafa ákveðið að nýta leikinn til að styðja við málefni sem tengjast baráttunni við brjóstakrabbamein og mun hagnaður af miðasölu renna til Bleiku slaufunnar. Þá mun Alvotech, aðalstyrktaraðili KR, leggja fram jafnmikið fjármagn og safnast af miðasölu, til Bleiku slaufunnar og Krabbameinsfélagsins. Leikmenn KR munu í fyrsta sinn í sögunni klæðast bleikum búningum og ekki nóg með það heldur verða allar línur vallarins, sem vanalega eru hvítar eins og á öðrum fótboltavöllum, verða bleikar í kvöld. Hið sama er að segja um hornfánana. Leikurinn hefst klukkan 19:15 í kvöld og er um mikilvægan leik að ræða fyrir bæði lið. KR situr í fallsæti og Grótta er þremur stigum frá 2. sæti, í jafnri baráttu um að komast upp í Bestu deildina. Aðalatriðið í kvöld er þó að að styðja við gott málefni: „Við erum ótrúlega stolt af stelpunum okkar,“ segir Þórhildur Garðarsdóttir, formaður KR. „Þær völdu sjálfar að styrkja Bleiku slaufuna enda stendur þetta leikmönnum okkar afar nærri og þær vilja gera sitt til þess að efla umræðu um brjóstakrabbamein á Íslandi og um leið safna fjármagni til styrktar málefninu. Okkur langar því að hvetja sem flesta til þess að mæta. Við viljum láta gott af okkur leiða og virkja Vesturbæinga til þess með okkur. Sýnum stuðning. Það skiptir okkur miklu máli í dag,“ segir Þórhildur í fréttatilkynningu.
KR Lengjudeild kvenna Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira