Lauren James er stærsta stjarna fjölskyldunnar í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2023 13:05 Lauren James var frábær með enska landsliðinu í dag og var með tvö mörk og tvær stoðsendingar. Getty/Sarah Reed England og Danmörk eru komin áfram á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta í Ástralíu og Nýja Sjálandi en Kína er úr leik líkt og Víetnam. Lauren James og félagar hennar í enska kvennalandsliðinu í fótbolta tryggðu sér endanlega sæti í sextán liða úrslitum með sannfærandi í lokaleik sínum í riðlinum. England vann 6-1 sigur á Kína og á sama tíma tryggðu dönsku stelpurnar sér annað sætið í riðlinum með 2-0 sigri á Haítí. Lauren James hafði tryggði enska landsliðinu mikilvægan sigur í leiknum á undan og sýning hennar hélt áfram í dag. Hún endaði leikinn með tvö frábær mörk og þrjár stoðsendingar, átti beinan þátt í fimm fyrstu mörkum liðsins í leiknum. James hefði með réttu átt að skora þrennu en myndbandsdómarar tóku af henni eitt mark á ósanngjarnan hátt. Lauren James var einu sinni bara yngri systir Chelsea mannsins Reece James. Í dag er engin spurning um það hver sé stærsta fótboltastjarna fjölskyldunnar. James byrjaði á því að leggja upp tvö fyrstu mörk enska landsliðsins fyrir þær Alessis Russo og Lauren Hemp. Russo var mjög fljót að afgreiða boltann í markið og Hemp slapp ein í gegn. James skoraði síðan það þriðja með frábæru skoti eftir að hafa fengið boltann út fyrir teig. James skoraði reyndar fjórða markið rétt fyrir hálfleik en það mark var dæmt af. Markið hefði mögulega verið eitt af mörkum mótsins en dómararnir fundu rangstöðu í aðdragandanum sem margir voru ósáttir með. Fyrri hálfleikurinn var frábær hjá enska landsliðinu og sigurinn nánast í höfn. Enska liðið slakaði aðeins á eftir hlé og lenti í vandræðum strax í upphafi seinni hálfleiks. Hurð skall þá nærri hælum í tvígang en Varsjáin greip síðan inn í og víti var dæmt á Lucy Bronze eftir að boltinn fór í höndina á henni í teignum. Wang Shuang minnkaði muninn með því að skora örugglega úr vítaspyrnunni og minnka muninn í 3-1. Smá spenna var því komin í leikinn en Lauren James kæfði vonir Kínverja með öðru frábæru marki sínu. James tók þá boltann viðstöðulaust á lofti eftir flotta fyrirgjöf frá Jess Carter og boltinn steinlá í fjærhorninu. Varamaðurinn Chloe Kelly skoraði síðan fimmta markið þegar hún fékk langa sendingu frá James, nýtti sér mistök markvarðarins og sendi boltann í tómt markið. Sjötta markið skoraði síðan Rachel Daly undir lokin eftir að boltinn barst til hennar á fjærstönginni. Danir kláruðu sitt með því að vinna 2-0 sigur á Haítí. Pernille Harder skoraði úr vítaspyrnu á 21. mínútu. Tvö mörk voru dæmd af Dönum í leiknum en Sanne Troelsgaard Nielsen innsiglaði síðan sigurinn á tíundu mínútu í uppbótatíma. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Fleiri fréttir Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Sjá meira
Lauren James og félagar hennar í enska kvennalandsliðinu í fótbolta tryggðu sér endanlega sæti í sextán liða úrslitum með sannfærandi í lokaleik sínum í riðlinum. England vann 6-1 sigur á Kína og á sama tíma tryggðu dönsku stelpurnar sér annað sætið í riðlinum með 2-0 sigri á Haítí. Lauren James hafði tryggði enska landsliðinu mikilvægan sigur í leiknum á undan og sýning hennar hélt áfram í dag. Hún endaði leikinn með tvö frábær mörk og þrjár stoðsendingar, átti beinan þátt í fimm fyrstu mörkum liðsins í leiknum. James hefði með réttu átt að skora þrennu en myndbandsdómarar tóku af henni eitt mark á ósanngjarnan hátt. Lauren James var einu sinni bara yngri systir Chelsea mannsins Reece James. Í dag er engin spurning um það hver sé stærsta fótboltastjarna fjölskyldunnar. James byrjaði á því að leggja upp tvö fyrstu mörk enska landsliðsins fyrir þær Alessis Russo og Lauren Hemp. Russo var mjög fljót að afgreiða boltann í markið og Hemp slapp ein í gegn. James skoraði síðan það þriðja með frábæru skoti eftir að hafa fengið boltann út fyrir teig. James skoraði reyndar fjórða markið rétt fyrir hálfleik en það mark var dæmt af. Markið hefði mögulega verið eitt af mörkum mótsins en dómararnir fundu rangstöðu í aðdragandanum sem margir voru ósáttir með. Fyrri hálfleikurinn var frábær hjá enska landsliðinu og sigurinn nánast í höfn. Enska liðið slakaði aðeins á eftir hlé og lenti í vandræðum strax í upphafi seinni hálfleiks. Hurð skall þá nærri hælum í tvígang en Varsjáin greip síðan inn í og víti var dæmt á Lucy Bronze eftir að boltinn fór í höndina á henni í teignum. Wang Shuang minnkaði muninn með því að skora örugglega úr vítaspyrnunni og minnka muninn í 3-1. Smá spenna var því komin í leikinn en Lauren James kæfði vonir Kínverja með öðru frábæru marki sínu. James tók þá boltann viðstöðulaust á lofti eftir flotta fyrirgjöf frá Jess Carter og boltinn steinlá í fjærhorninu. Varamaðurinn Chloe Kelly skoraði síðan fimmta markið þegar hún fékk langa sendingu frá James, nýtti sér mistök markvarðarins og sendi boltann í tómt markið. Sjötta markið skoraði síðan Rachel Daly undir lokin eftir að boltinn barst til hennar á fjærstönginni. Danir kláruðu sitt með því að vinna 2-0 sigur á Haítí. Pernille Harder skoraði úr vítaspyrnu á 21. mínútu. Tvö mörk voru dæmd af Dönum í leiknum en Sanne Troelsgaard Nielsen innsiglaði síðan sigurinn á tíundu mínútu í uppbótatíma.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Fleiri fréttir Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Sjá meira