Mynd um Breka á leið á heimsleikana: „Maður þarf að elska sjálfan sig“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2023 11:32 Breki Þórðarson við æfingar fyrir heimsleikana. Arnar Halldórsson Breki Þórðarson hefur keppni á heimsleikunum í CrossFit á morgun en hann er einn af fimm íslenskum keppendum á mótinu í ár. Hann fór yfir undirbúning sinn þar sem reyndi á ekki síst af því að það er enginn að gera það sama og hann. Mjölnismenn eiga þarna flottan fulltrúa á leikunum og þeir eru stoltir af sínum manni. Breki er 23 ára byggingartæknifræðinemi. Breki fæddist einhentur en vinstri handleggur Breka er stytti en sá hægri og nær rétt niður fyrir olnboga. Hann stundaði borðtennis lengst af en smitaðist af CrossFit-veirunni fyrir fjórum árum síðan og var ekki lengi að setja sér háleit markmið. Á Youtube síðu Mjölnis má sjá stutta heimildarmynd um undirbúning Breka fyrir heimsleikana. Breki keppir í flokki fatlaðra, svokölluðum Upper Extremity flokki en aðeins fimm keppendur komust á leikana í hans flokki. Er ekki bara að æfa fyrir leikana „Oft þegar kemur að hreyfingu þá geri ég bara það sem mér er sagt að gera. Þú spyrð ekki spurninga,“ sagði Breki Þórðarson í heimildarmyndinni. „Ég er ekki að æfa bara fyrir leikana. Ef ég væri að æfa bara fyrir leikana þá væri ég að æfa allt öðruvísi. Ég æfi þetta af því að mér finnst þetta gaman og ég vil finna áskoranir fyrir sjálfan mig,“ sagði Breki. „Ég tók meðvitaða ákvörðun snemma í sumar um að byggja æfingarnar mínar í kringum venjulegt CrossFit frekar en eitthvað sem er líklegt til að koma í mínum flokki,“ sagði Breki. Hann fer yfir æfingar sínar í myndinni og þar má einnig sjá hann við æfingar. „Það bætir heilsuna mína í heild sinni en skilar sér ekki fullkomlega yfir í það sem ég að fara að gera í mínum flokki,“ sagði Breki. Mjög erfitt ferli að vera æfa svona fyrir heimsleikana „Þetta er mjög erfitt ferli að vera æfa svona fyrir heimsleikana. Ég er rosalega mikið einn og ég er einn á prógrammi. Ég er með sérhannaðar æfingar fyrir mig og oft eru þær hannaðar fyrir minn flokk sem gerir það að verkum að þær eru svolítið skrýtnar fyrir aðra einstaklinga að taka. Það gerir það enn erfiðara fyrir mig að æfa í hóp eða með einhverjum öðrum,“ sagði Breki sem þurfti að einbeit sér meira að þolhlutanum í sumar. „Þetta er búið að vera rosalega mikil einsemd. Ég einn inn í sal að púla. Það er samt búið að vera skemmtilegt. Maður þarf að læra að elska sjálfan sig því þetta er smá skrýtið,“ sagði Breki. Ekkert sérstaklega stressaður „Ég er búinn að segja það í sumar að ég er ekkert sérstaklega stressaður fyrir þessu af því að markmiðið mitt vara bara að komast á heimsleikana. Ég ætlaði að vinna mér inn sætið og allt eftir það var bara plús. Ég er samt með smá fiðring í maganum um að komast á pall af því að núna finnst mér það vera svo mikill raunveruleiki,“ sagði Breki. Það má sjá myndina um Breka hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=gNc4QttMmXY">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sjá meira
Mjölnismenn eiga þarna flottan fulltrúa á leikunum og þeir eru stoltir af sínum manni. Breki er 23 ára byggingartæknifræðinemi. Breki fæddist einhentur en vinstri handleggur Breka er stytti en sá hægri og nær rétt niður fyrir olnboga. Hann stundaði borðtennis lengst af en smitaðist af CrossFit-veirunni fyrir fjórum árum síðan og var ekki lengi að setja sér háleit markmið. Á Youtube síðu Mjölnis má sjá stutta heimildarmynd um undirbúning Breka fyrir heimsleikana. Breki keppir í flokki fatlaðra, svokölluðum Upper Extremity flokki en aðeins fimm keppendur komust á leikana í hans flokki. Er ekki bara að æfa fyrir leikana „Oft þegar kemur að hreyfingu þá geri ég bara það sem mér er sagt að gera. Þú spyrð ekki spurninga,“ sagði Breki Þórðarson í heimildarmyndinni. „Ég er ekki að æfa bara fyrir leikana. Ef ég væri að æfa bara fyrir leikana þá væri ég að æfa allt öðruvísi. Ég æfi þetta af því að mér finnst þetta gaman og ég vil finna áskoranir fyrir sjálfan mig,“ sagði Breki. „Ég tók meðvitaða ákvörðun snemma í sumar um að byggja æfingarnar mínar í kringum venjulegt CrossFit frekar en eitthvað sem er líklegt til að koma í mínum flokki,“ sagði Breki. Hann fer yfir æfingar sínar í myndinni og þar má einnig sjá hann við æfingar. „Það bætir heilsuna mína í heild sinni en skilar sér ekki fullkomlega yfir í það sem ég að fara að gera í mínum flokki,“ sagði Breki. Mjög erfitt ferli að vera æfa svona fyrir heimsleikana „Þetta er mjög erfitt ferli að vera æfa svona fyrir heimsleikana. Ég er rosalega mikið einn og ég er einn á prógrammi. Ég er með sérhannaðar æfingar fyrir mig og oft eru þær hannaðar fyrir minn flokk sem gerir það að verkum að þær eru svolítið skrýtnar fyrir aðra einstaklinga að taka. Það gerir það enn erfiðara fyrir mig að æfa í hóp eða með einhverjum öðrum,“ sagði Breki sem þurfti að einbeit sér meira að þolhlutanum í sumar. „Þetta er búið að vera rosalega mikil einsemd. Ég einn inn í sal að púla. Það er samt búið að vera skemmtilegt. Maður þarf að læra að elska sjálfan sig því þetta er smá skrýtið,“ sagði Breki. Ekkert sérstaklega stressaður „Ég er búinn að segja það í sumar að ég er ekkert sérstaklega stressaður fyrir þessu af því að markmiðið mitt vara bara að komast á heimsleikana. Ég ætlaði að vinna mér inn sætið og allt eftir það var bara plús. Ég er samt með smá fiðring í maganum um að komast á pall af því að núna finnst mér það vera svo mikill raunveruleiki,“ sagði Breki. Það má sjá myndina um Breka hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=gNc4QttMmXY">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sjá meira